Skammast sín vegna skotárásarinnar Jón Þór Stefánsson skrifar 30. júlí 2024 16:49 Ronald Rowe gaf skýrslu fyrir Bandaríkjaþingi í dag, minna en viku eftir að hann tók við embætti forstjóra bandarísku öryggisþjónustunnar Secret service EPA Ronald Rowe, settur forstjóri bandarísku öryggisþjónustunnar Secret service, segist skammast sín vegna skotárasar sem beindist að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda. Þetta kom fram í skýrslu sem Rowe gaf fulltrúadeild Bandaríkjaþings í dag. Þar greindi hann frá því að hann hefði skoðað vettvanginn þar sem skotárásin átti sér stað, og prófað að liggja á sama stað og árásarmaðurinn Thomas Matthew Crooks gerði þegar hann hleypti af og hæfði Trump í eyrað og varð einum að bana og særði tvo. „Ég lá á grúfu til að meta sjónlínu hans. Það sem ég sá fékk mig til að skammast mín. Sem maður sem hefur gert löggæslu að lífibrauði sínu og með 25 ára reynslu úr öryggisþjónustunni, þá hreinlega get ég ekki borið varnir fyrir það að þetta þak hafi ekki verið betur varið.“ Rowe tók við forstjórastöðunni af Kimberly Cheatle sem sagði af sér embætti í síðustu viku vegna árásarinnar. Hann segist þegar vera búinn að gefa fyrirskipanir um breytt verklag á viðburðum sem þessum. Á meðal þess sem Rowe ætlast til að tekið verði upp er að drónar verði notaðir til að meta vettvang.Þá segist hann vilja bæta samskipti milli öryggisþjónustunnar og lögreglu. Það tók löggæslu á vettvangi langan tíma að láta örygisþjónustuna vita af Crooks, en lögreglu hafði þótt hann grunsamlegur í um níutíu mínútur áður en árásin átti sér stað. Að mati bandaríska fjölmiðilsins The Hill kveður við nýjan tón í svörum Rowe. Hann er sagður talsvert viljugri til að svara spurningum en forveri sinn, en Cheatle neitaði að svara ýmsum spurningum í sambærilegri skýrslugjöf. „Ég þarf ekki að bíða eftir öllum mögulegum gögnum til þess að geta lagt mat á það sem fór úrskeiðis þennan dag.“ Rowe segir að ef það muni koma í ljós að einhver meðlimur öryggisþjónustunnar hafi brotið verkferla sína muni sá hinn sami þurfa að glíma við afleiðingar þess. Við skýrslutökuna krafðist Ted Cruz, frá Repúblikanaflokknum, þess að Ronald Rowe myndi nafngreina þann meðlim öryggisþjónustunnar sem neitaði teymi Trumps um aukna öryggisgæslu í aðdraganda viðburðarins. Rowe sagðist ekki vilja nefna nein nöfn. Sú ákvörðun hafi verið tekin eftir ferli. Þá hélt Cruz því fram að um pólitíska ákvörðun væri að ræða. Rowe neitaði því. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fundu sprengjur í bíl og á heimili árásarmannsins Erlendir miðlar greina frá því að sprengjur hafi fundist í bíl Thomasar Crooks, sem og á heimili hans. Bíllinn fannst nálægt svæðinu þar sem kosningafundurinn fór fram í gær. 14. júlí 2024 16:56 Svona var vettvangur árásarinnar Skotárás sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi var framin á fjölmennum kosningafundi í Pennsylvaníuríki, nánar tiltekið á vinsælum samkomustað við bæinn Butler. 14. júlí 2024 10:04 „Ég ætti að vera dauður“ „Ég á að vera dauður,“ sagði Donald Trump við New York Post í gær, þegar hann ræddi við miðilinn um banatilræðið sem hann lifði af. Hann sagði upplifunina hafa verið „afar súrrealíska.“ 15. júlí 2024 07:58 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Sjá meira
Þetta kom fram í skýrslu sem Rowe gaf fulltrúadeild Bandaríkjaþings í dag. Þar greindi hann frá því að hann hefði skoðað vettvanginn þar sem skotárásin átti sér stað, og prófað að liggja á sama stað og árásarmaðurinn Thomas Matthew Crooks gerði þegar hann hleypti af og hæfði Trump í eyrað og varð einum að bana og særði tvo. „Ég lá á grúfu til að meta sjónlínu hans. Það sem ég sá fékk mig til að skammast mín. Sem maður sem hefur gert löggæslu að lífibrauði sínu og með 25 ára reynslu úr öryggisþjónustunni, þá hreinlega get ég ekki borið varnir fyrir það að þetta þak hafi ekki verið betur varið.“ Rowe tók við forstjórastöðunni af Kimberly Cheatle sem sagði af sér embætti í síðustu viku vegna árásarinnar. Hann segist þegar vera búinn að gefa fyrirskipanir um breytt verklag á viðburðum sem þessum. Á meðal þess sem Rowe ætlast til að tekið verði upp er að drónar verði notaðir til að meta vettvang.Þá segist hann vilja bæta samskipti milli öryggisþjónustunnar og lögreglu. Það tók löggæslu á vettvangi langan tíma að láta örygisþjónustuna vita af Crooks, en lögreglu hafði þótt hann grunsamlegur í um níutíu mínútur áður en árásin átti sér stað. Að mati bandaríska fjölmiðilsins The Hill kveður við nýjan tón í svörum Rowe. Hann er sagður talsvert viljugri til að svara spurningum en forveri sinn, en Cheatle neitaði að svara ýmsum spurningum í sambærilegri skýrslugjöf. „Ég þarf ekki að bíða eftir öllum mögulegum gögnum til þess að geta lagt mat á það sem fór úrskeiðis þennan dag.“ Rowe segir að ef það muni koma í ljós að einhver meðlimur öryggisþjónustunnar hafi brotið verkferla sína muni sá hinn sami þurfa að glíma við afleiðingar þess. Við skýrslutökuna krafðist Ted Cruz, frá Repúblikanaflokknum, þess að Ronald Rowe myndi nafngreina þann meðlim öryggisþjónustunnar sem neitaði teymi Trumps um aukna öryggisgæslu í aðdraganda viðburðarins. Rowe sagðist ekki vilja nefna nein nöfn. Sú ákvörðun hafi verið tekin eftir ferli. Þá hélt Cruz því fram að um pólitíska ákvörðun væri að ræða. Rowe neitaði því.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fundu sprengjur í bíl og á heimili árásarmannsins Erlendir miðlar greina frá því að sprengjur hafi fundist í bíl Thomasar Crooks, sem og á heimili hans. Bíllinn fannst nálægt svæðinu þar sem kosningafundurinn fór fram í gær. 14. júlí 2024 16:56 Svona var vettvangur árásarinnar Skotárás sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi var framin á fjölmennum kosningafundi í Pennsylvaníuríki, nánar tiltekið á vinsælum samkomustað við bæinn Butler. 14. júlí 2024 10:04 „Ég ætti að vera dauður“ „Ég á að vera dauður,“ sagði Donald Trump við New York Post í gær, þegar hann ræddi við miðilinn um banatilræðið sem hann lifði af. Hann sagði upplifunina hafa verið „afar súrrealíska.“ 15. júlí 2024 07:58 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Sjá meira
Fundu sprengjur í bíl og á heimili árásarmannsins Erlendir miðlar greina frá því að sprengjur hafi fundist í bíl Thomasar Crooks, sem og á heimili hans. Bíllinn fannst nálægt svæðinu þar sem kosningafundurinn fór fram í gær. 14. júlí 2024 16:56
Svona var vettvangur árásarinnar Skotárás sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi var framin á fjölmennum kosningafundi í Pennsylvaníuríki, nánar tiltekið á vinsælum samkomustað við bæinn Butler. 14. júlí 2024 10:04
„Ég ætti að vera dauður“ „Ég á að vera dauður,“ sagði Donald Trump við New York Post í gær, þegar hann ræddi við miðilinn um banatilræðið sem hann lifði af. Hann sagði upplifunina hafa verið „afar súrrealíska.“ 15. júlí 2024 07:58