Fótbolti

Ís­land ekki tapað fjórum leikjum í röð síðan 2007

Ísland mætir Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið hefur tapað þremur leikjum í röð en fara þarf aftur til ársins 2007 til að finna undankeppni þar sem Ísland tapaði fjórum leikjum í röð.

Fótbolti

Segir af sér eftir ó­við­eig­andi tals­máta

Hinn 71 árs gamli Bruce Arenas hefur sagt af sér sem þjálfari og yfirmaður íþróttamála hjá New England Revolution í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann var settur til hliðar í ágúst síðastliðnum vegna rannsóknar deildarinnar á óviðeigandi talsmáta þjálfarans.

Fótbolti

Koss dauðans hjá Rubiales

Luis Rubiales hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Þetta staðfesti hann í spjallþætti með Piers Morgan í kvöld.

Fótbolti

Eiður Smári spilaði leik til heiðurs Vialli

Eiður Smári Guðjohnsen og fyrrverandi liðsfélagar hans hjá Chelsea spiluðu í gær leik til heiðurs fyrrverandi samherja sínum Gianluca Vialli sem lést eftir baráttu sína við krabbamein í upphafi þessa árs. 

Fótbolti

Allt í hnút í fallbaráttunni fyrir lokaumferðina

Tindastóll bar sigurorð af Selfossi í næstsíðustu umferð í keppni liðanna í neðri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta á Jáverk-vellinum í dag. Tindastóll mun heyja harða og æsispennandi baráttu um að forðast fall úr deildinni í lokaumferð deildarinnar. 

Fótbolti

Højbjerg kom danska liðinu til bjargar

Pierre-Emile Højbjerg reyndist danska karlalandsliðinu í fótbolta gulls ígildi þegar liðið vann nauman 1-0 sigur á móti Finnlandi í undankeppni EM 2024 á Ólympíuleikvangnum í Helsinki i dag. 

Fótbolti

Í­hugar að skipta um lands­lið

Harvey Barnes veltir því nú fyrir sér að skipta um landslið og spila fyrir hönd Skotlands. Barnes hefur leikið einn landsleik fyrir England en skoskur bakgrunnur hans opnar á möguleika á skiptum.

Enski boltinn

Selja gras á 60 þúsund kall

Aðdáendur Barcelona á Spáni geta nú eignast grasblett af Nývangi, heimavelli liðsins, sem verið er að gera upp. Grasbletturinn er til sölu við vinnusvæðið sem umlykur leikvanginn sögufræga.

Fótbolti

Belgar með nauman sigur

Belgía vann nauman sigur á Aserbaisjan þegar liðin mættust í undankeppni EM í dag. Belgar eru efstir í F-riðli ásamt Austurríki.

Fótbolti