Bakþankar Reyni aftur á morgun Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Þjónustufulltrúar okkar aðstoða þig með ánægju eftir augnablik,“ malaði stimamjúkur símsvarinn í eyrað á mér. Ég hafði reyndar enga trú á því, enda höfðu þeir "því miður“ allir verið uppteknir í stundarfjórðung þegar þarna var komið sögu. Ég hékk enn á línunni. Sá stimamjúki hélt mér við efnið með því að gauka öðru hvoru að mér upplýsingum um heimasíðuna, hvar ég væri í röðinni og að erindi mínu yrði jú, sinnt með ánægju, bráðum. Ég var númer 7. Loks gaukaði hann því að mér að ég gæti líka lagt nafnið mitt og síma inn á símsvarann og þá yrði hringt í mig innan klukkutíma. Ég gerði það. Tveimur tímum síðar hafði enginn hringt. Ég náði engu sambandi þennan daginn. Bakþankar 6.6.2012 06:00 Grátið í vinnunni Erla Hlynsdóttir skrifar Launahæsti starfsmaður Facebook kom með nokkuð óvenjulega játningu þegar hún hélt nýverið ræðu fyrir útskriftarnema í Harvard: "Ég hef grátið í vinnunni. Ég hef sagt fólki að ég hafi grátið í vinnunni.“ Bakþankar 5.6.2012 08:00 Hrun hippalausrar þjóðar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Ég var að skoða leiguhúsnæði í bænum Priego de Córdoba fyrir allnokkru þegar ég áttaði mig á alvarlegum kvilla sem lamar þjóðlífið hér á Spáni. Þetta voru ágætis híbýli en þó þótti Vestfirðingnum nokkuð að sér þrengt þar inni í fyrstu því gluggar voru litlir og útsýni takmarkað. Bakþankar 4.6.2012 09:15 Rifist um snittur Atli Fannar Bjarkason skrifar Í sturlaðri umræðu um málskotsrétt og hlutverk hefur gleymst að ræða það sem skiptir máli: Dagleg störf forseta Íslands. Hvernig verður opinberri heimsókn á Vestfirði háttað sumarið 2013? Ætlar forsetinn að þiggja gómsætar kleinur? Eða kallar Nýja Ísland á forseta sem sneiðir hjá kolvetnum? Kjósendur eiga einnig skilið að vita hvernig tekið verður á móti erlendum þjóðhöfðingjum. Verða þeir kysstir eða verður þétt handaband látið duga? Verður mögulega tekið upp á því að bjóða upp á innileg faðmlög? Bakþankar 2.6.2012 06:00 Þjóðin ráði Björn Þór Sigbjörnsson skrifar Það virðist vera nokkur stemning fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum í samfélaginu og háværir menn tala um nauðsyn þess að slíkar atkvæðagreiðslur fari sem oftast fram og um sem flest. Lengi vel þótti fulltrúalýðræði hentugt stjórnarfyrirkomulag en eftir bankahrunið þykir það hin mesta ósvinna. Vandséð er þó að kjósendur hefðu með atkvæðum sínum komið í veg fyrir þann hörmungarkafla í Íslandssögunni. Bakþankar 1.6.2012 06:00 Píka til sölu, kostar eina tölu Friðrika Benónýsdóttir skrifar Ég vissi að ég fengi þig til að lesa þennan pistil ef ég setti orðið píka í fyrirsögn. Það er nefnilega svo femínískt og frjálst að tala um píkur. Og merkilegt nokk virðast allir hafa áhuga og skoðanir á því hvernig það líffæri á að líta út og fúnkera. Hver greinin af annarri um það hvernig píkur eigi eða eigi ekki að vera birtist í fjölmiðlum og allar fá þær massívan lestur og mikil húrrahróp. Ég sem hélt að píkur væru eins misjafnar og þær eru margar og ekkert merkilegri en önnur líffæri. En svo lengi lærir sem lifir. Bakþankar 31.5.2012 06:00 Drusl!? Svavar Hávarðsson skrifar Í Alþýðuskólanum á Eiðum naut ég þeirra forréttinda að sitja tíma hjá náunga sem heitir Hans Uwe Vollertsen. Hann er mikill tungumálamaður og þrátt fyrir að hafa aðeins dvalið hér á landi í nokkra mánuði þegar þetta var, hafði hann náð undraverðum tökum á íslensku máli. Eitt og annað við okkar ástkæra ylhýra vafðist þó fyrir Hans. Á þeim tíma fannst honum til dæmis óþarfi að hafa á valdi sínu tvö orð yfir sama hlutinn og lagði til að orðin drasl og rusl rynnu saman í nýtt og miklu betra orð. Drusl. Bakþankar 30.5.2012 11:00 Meiri peningar í morð Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Ísland er ekki stórt land og vægi þess í alþjóðlegu samstarfi er ekki mikið. Samt virðist stundum eins og íslenskir stjórnmálamenn finni sig verða meiri og mikilvægari þegar þeir eru aðilar að alvarlegum ákvörðunum sem hafa gríðarleg áhrif. Þannig mátti beinlínis sjá hvernig Davíð Bakþankar 29.5.2012 06:00 Lög góða fólksins Brynhildur Björnsdóttir skrifar Í kvöld ætlar kórinn minn, Heykvíslakór góða fólksins, að halda tónleika í heimahúsum þar sem athygli er vakin á jafn fúlum og ósexí hlutum og mannréttindabrotum. Kórinn hefur áður haldið tónleika við ýmis tækifæri. Við gólum fúlt á fyndna kalla, görgum margraddað inn í athugasemdakerfi fjölmiðla og samskiptasíðna með alls konar skoðanir á því sem fólk lætur þar frá sér, við leyfum okkur meira að segja að finnast ekki allir brandarar fyndnir. Okkur finnst við að sjálfsögðu hafa himin höndum tekið (af lífi) í kvöld að fá enn eitt tækifærið til að banna. Bakþankar 26.5.2012 06:00 Í leit að glötuðum tíma Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar Í kvikmyndunum sér maður einstaklinga stundum spýta út úr sér kaffi eða öðrum drykk þegar viðkomandi les eða heyrir einhver tíðindi sem setja veröld hans á hvolf. Ég held að þetta gerist ekki í alvörunni, í það minnsta hef ég aldrei séð neinn bregðast svona við. Hins vegar komst ég glettilega nærri því að gera þetta nýlega þegar ég las áhugaverða grein í spjaldtölvunni heima með kaffibolla í hönd. Í greininni var leitast við að svara þeirri spurningu af hverju tíminn virðist líða hraðar eftir því sem fólk eldist. Bakþankar 25.5.2012 06:00 Kynfæri keisarans Sif Sigmarsdóttir skrifar Ég elska mat,“ sagði tónlistarmaðurinn Bryan Ferry er ég tók við hann viðtal í tilefni tónleika hans í Hörpunni sem fram fara um helgina. "Ég sæki mikið veitingastaði. Ég kann nefnilega ekki að elda.“ Ég spurði hann hvort hann hygðist þá ekki smakka hið íslenska lostæti hvalkjöt meðan á dvöl hans hér á landi stæði. Hann þagnaði. Augnaráðið flökti. Ég vissi hvað hann hugsaði: "Er þetta gildra?“ Mögulegar fyrirsagnir gulu pressunnar leiftruðu í augunum á honum: Ferry borðar Keikó. Poppari slátrar vitringi hafsins. Bryan blóðþyrsti. Bakþankar 24.5.2012 06:00 Tilvistarbætur Bergsteinn Sigurðsson skrifar Ég hjó eftir sitthvorri fréttinni um tengd efni í gær. Sú fyrri var um að samtök stuðningsmanna aðildar Íslands að ESB hefðu látið útbúa reiknivél þar sem hægt er að bera saman húsnæðislán á Íslandi og í evruríki. Bakþankar 23.5.2012 08:00 Af hattaáti Erla Hlynsdóttir skrifar Stóra stundin er runnin upp. Íslendingar keppa í fyrri forkeppni Júróvisjón í kvöld. Gréta og Jónsi koma fram sem fulltrúar okkar allra. Eflaust verða einhverjir stoltir. En það sem ég skal éta hattinn minn ef við vinnum. Ég skal meira að segja éta hann ef við endum á topp tíu. Bakþankar 22.5.2012 08:00 Leyndardómur um líkamsvöxt Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Fyrir þó nokkrum árum var ég að kaupa blóm í ónefndri blómabúð á höfuðborgarsvæðinu af tilefni sem mér er nú runnið úr minni. Allt var í blóma uns ég tók eftir því að afgreiðslukonan var frekar framsett um sig miðja. Ég var undir áhrifum ilmsins sem fyllir vitin á svona stöðum svo ég spurði: "Og hvenær kemur svo króinn í heiminn?" Bakþankar 21.5.2012 09:45 Lokaorð um Nasa Atli Fannar Bjarkason skrifar Í byrjun júní á að loka skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Nú stendur yfir hönnunarsamkeppni um skipulag svæðisins, sem er eflaust eftirsóttasti landskiki landsins fyrir utan Grímsstaði á Fjöllum. Kaupsýslumaður á húsið og vill ráðstafa því öðruvísi en það er gert í dag, en það á eftir að koma í ljós hvers konar hús rís á svæðinu. Tónlistarmenn hafa lagt hart að borginni að bjarga Nasa, en erfitt er að sjá hvernig á að fara að því án þess að punga út mjög mörgum milljónum af almannafé. Bakþankar 19.5.2012 06:00 Löngun í laumi Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Öldurnar er að lægja. Ég heyri minna og minna talað um þetta, varla eitt orð núna upp á síðkastið. Mér hlýtur að vera óhætt. Ég er ekki viss um að ég þurfi einu sinni að gera mér upp erindi, get bara skroppið ef mér sýnist. Þarf ekkert að kaupa neitt, þarf ekki að bráðvanta neitt. Svona skreppiferð er orðin samfélagslega ásættanleg. Ágætt hvað Íslendingar eru alltaf fljótir að gleyma. Bakþankar 18.5.2012 06:00 Dagur í Undralandi Friðrika Benónýsdóttir skrifar Með stírurnar í augunum staulast ég fram í eldhús til að búa til fyrsta dagskammtinn af kaffi. Á leiðinni pikka ég upp blaðið á dyramottunni og á forsíðunni blasir við mér mynd af konu að mata álfa á hunangi. Á bak við hana glittir í einn af þingmönnum þjóðarinnar, skelmisglottandi og áhugasaman. Konan reynist vera sjáandi í álfagarði og þingmaðurinn hefur fengið hana til liðs við sig við að flytja álfafjölskyldu til heimkynna sinna. Álfarnir eru ánægðir með flutningana að sögn sjáandans og gera ekki aðrar kröfur um nýju heimkynnin en að þar sé sjávarsýn og beitiland fyrir kindur. Bróðir utanríkisráðherra lýsir hins vegar yfir þungum áhyggjum af þessu athæfi þingmannsins þar sem álfar kunni illa að meta flutninga og muni án efa leita leiða til að hefna sín. Bakþankar 17.5.2012 06:00 Einstefna? Svavar Hávarðsson skrifar Ég þekki ekki réttindi mín vel, ef eitthvað fer úrskeiðis. Er svo lánsamur að hafa ekki þurft á „stuðningsneti samfélagsins" að halda. Enn þá. Ég er þó ekki svo vitlaus að halda að þessi gæfa mín muni endast. Kannski hafa örlaganornirnar ofið mér vef sem leiðir mig á endanum fram af húsþaki eða fyrir bíl. Eða ég missi heilsuna langt fyrir aldur fram vegna sjúkdóms. Tíminn hlífir mér ekki frekar en öðrum. Eina sem ég get gert er að vona að minn þráður trosni ekki og slitni áður en eðlilegt getur talist. Bakþankar 16.5.2012 06:00 Abdul og útgerðin Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að dvelja í Þýskalandi í rúma viku. Þar fékk ég lærða fyrirlestra um umhverfismál og hvernig væri hægt að koma í veg fyrir að jörðin yrði allt að því óbyggileg. Vissulega var ekki allt í þessum dramatíska stíl, sorpflokkun, vel einangruð hús og góð gluggahönnun til að spara rafmagnsljós komu einnig við sögu. Félaga okkar frá Maldíveyjum fannst hins vegar málið ansi brýnt; enda verða eyjarnar óbyggilegar innan ekki of langs tíma ef ekki tekst að draga úr hlýnun jarðar. Bakþankar 15.5.2012 06:00 Má bjóða þér á stefnumót? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sesselja Thorberg og Magnús Sævar Magnússon giftu sig fyrir sjö árum. Þau fara á stefnumót á hverju sunnudagskvöldi til að næra ástina. Þau halda upp á ástarafmælin, taka frá tíma hvort fyrir annað og passa sig á að láta ekki annir, vini, áhugamál eða börn skerða frátekinn hjónatíma. Þau vanda sig í hjúskapnum og vita að það þarf að skipuleggja ástarlífið vel til að það blómstri. Ári eftir hjónavígslu komu þau í viðtal og fengu uppherslu hjá prestinum. Það þarf að yfirfara hjúskapinn reglulega ekkert síður en bílinn! Bakþankar 14.5.2012 09:00 Stóra förðunarmálið Erla Hlynsdóttir skrifar Mér var hugföst í morgun stórfréttin af konunni sem var ómáluð á almannafæri, og skellti á mig smá maskara áður en ég fór með barnið á leikskólann. Til þess auðvitað að misbjóða ekki starfsfólki leikskólans. Og hinum foreldrunum. Og börnunum! Bakþankar 12.5.2012 08:00 Hið vanmetna Björn Þór Sigbjörnsson skrifar Eitt af því sem íslenskir stjórnmálamenn eiga nóg af er kappsemi. Þeir eru algjörlega uppfullir af henni. Meinið er hins vegar að þessi mikla kappsemi fer að mestu í sjálfa sig. Þeir eru aðallega kappsamir við að vera kappsamir. Þannig minna þeir á hamstur í hlaupahjóli. Bakþankar 11.5.2012 11:00 Kúamykja frá L‘Oréal Sif Sigmarsdóttir skrifar Nýverið sóttu mig heim óvelkomnir gestir. Þær eru stundum kenndar við bros og sagðar vitnisburður visku. En þar sem þær blöstu við mér í speglinum, myrkar dældir eins og dalir inn á milli fjalla, voru öll slík hugrenningatengsl óra fjarri. Ég var ekki tilbúin fyrir mark um tímans þunga nið á andlitinu á mér. Hrukkurnar kringum augun yrði að reka burt. Ég kom mér upp vopnabúri af kremdósum og smyrsltúpum settum loforðum um framlengda æsku. Ég var nýbúin að maka mig áburði er ég rakst á auglýsingu á vefmiðli sem varð til þess að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Bakþankar 10.5.2012 06:00 Grænir eru dalir þínir Bergsteinn Sigurðsson skrifar Elliðaárdalurinn komst í brennidepil í fyrradag þegar greint var frá því að fulltrúar Vinstri grænna í borginni legðust gegn því að leikfimistöðin Boot Camp – eða Bússubúðir eins og kollegi minn kýs að þýða það – fengi þar æfingaaðstöðu. Telur flokkurinn ekki fara "vel á því að koma fyrir á þessu svæði líkamsrækt með herbúðasniði, hávaða og yfirbragði sem því fylgir, bílastæðaþröng og mikilli umferð bíla“ og vill finna húsum á svæðinu "heppilegra hlutverk í sátt við mannlíf, sögu og náttúrulegt umhverfi“. Bakþankar 9.5.2012 06:00 Trúarjátning Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Um þar síðustu helgi fór ég í skrúðgöngu mikla sem hófst eldsnemma morguns hjá kirkjunni í þorpinu Zújar. Var líkneski af verndardýrlingi þorpsins borið af hraustum trúbræðrum upp á fjall eitt mikið er stendur við bæinn. Bakþankar 8.5.2012 06:00 Dagur fjörþyngdar Brynhildur Björnsdóttir skrifar Megrunarlausi dagurinn var í gær og margir hugsuðu sér eflaust gott til glóðarsteiktrar rifjasteikur, bernaise-sósu og súkkulaðiköku, þegar megrun er ekki málið, eins og hún virðist annars vera hjá þorra þjóðar aðra daga ársins. Fyrir mér er megrunarlausi dagurinn fyrst og fremst dagur meðvitundar um nokkur atriði: Bakþankar 7.5.2012 08:00 Sama hvaðan gott kemur Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar Skotgrafahernaðurinn í umræðunni er vinsælt umkvörtunarefni. Af hverju getur fólk ekki bara sameinast um skynsamlegar lausnir, spyrja menn, af hverju þarf sífellt að rífast um allt og ekkert? Þessi gagnrýni einskorðast ekki við ákveðna hópa heldur virðist koma úr öllum áttum. Meira að segja sjálfir stjórnmálamennirnir kvarta stundum undan þessu. Það þarf ekki að lesa mikið um stjórnmálaumræðu í nágrannalöndunum til þess að komast að því að þetta er ekki séríslenskt. Þá má veita því athygli að málflutningar stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi hverju sinni er sumpart alltaf hinn sami. Jafnvel þótt sömu einstaklingarnir hafi skipt reglulega á milli þessara hlutverka og hneykslist því í raun á eigin fyrri hegðun. Í þessu samhengi má nefna þá umræðu sem fer fram í lok hvers þings um annars vegar tilraun framkvæmdavaldsins til að "keyra mál í gegnum þingið án umræðu“ og hins vegar "óþolandi málþóf stjórnarandstöðunnar.“ Bakþankar 4.5.2012 06:00 Gínurnar í glugganum Friðrika Benónýsdóttir skrifar Næsti biskup Íslands verður kvenkyns. Þúsund ára einokun karla á því embætti er lokið og fagnaðarlátunum ætlar aldrei að linna. Enn eitt dæmið um það hvað Íslendingar eru líbó og langt komnir í jafnréttismálum. Fréttaflutningur af biskupskjörinu nánast einskorðast við kyn biskupsins tilvonandi og sú staðreynd að kjörið sýnir fyrst og fremst þann ásetning kirkjunnar manna að viðhalda status quo og slá um leið vopnin úr höndum þeirra sem gagnrýnt hafa kirkjuna fyrir kvenfyrirlitningu fellur í skuggann. Íhaldssöm kona er sjálfkrafa betri kostur en frjálslyndur karl að mati jafnréttissinna. Bakþankar 3.5.2012 06:00 Höldum kökubasar! Svavar Hávarðsson skrifar Í lagabálki frá árinu 1888 er tekið á þeirri þjóðfélagslega skaðlegu hegðan þegar maður bítur annan mann. Segir að ef bitið er það alvarlegt að dragi til blóðs skuli ofbeldismaðurinn tekinn og dregnar úr honum allar framtennurnar. Ég hef engar upplýsingar um hversu oft lagaákvæðinu hefur verið beitt. Hins vegar eru lögin, að því er ég best veit, enn í fullu gildi. Bakþankar 2.5.2012 15:08 Grunnur réttindanna Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Því get ég lofað þér, lesandi góður, að ef þú skellir þér inn á hið alltumfaðmandi internet verður þér ekki skotaskuld úr því að finna pistla þar sem lítið er gert úr baráttudegi verkalýðsins. Fólk mun velta sér upp úr því að hann hafi ekki lengur neitt gildi, sé úreltur, jafnvel rifja upp horfna tíð þegar það var börn og allt var betra og kannski fylgir ein vonbrigðasaga, eða tvær, frá deginum. Það er gott og blessað, en breytir þó ekki þeirri staðreynd að af öllum þeim frídögum sem launafólk fær er enginn sem ætti að standa því nær. Bakþankar 1.5.2012 11:00 « ‹ 56 57 58 59 60 61 62 63 64 … 111 ›
Reyni aftur á morgun Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Þjónustufulltrúar okkar aðstoða þig með ánægju eftir augnablik,“ malaði stimamjúkur símsvarinn í eyrað á mér. Ég hafði reyndar enga trú á því, enda höfðu þeir "því miður“ allir verið uppteknir í stundarfjórðung þegar þarna var komið sögu. Ég hékk enn á línunni. Sá stimamjúki hélt mér við efnið með því að gauka öðru hvoru að mér upplýsingum um heimasíðuna, hvar ég væri í röðinni og að erindi mínu yrði jú, sinnt með ánægju, bráðum. Ég var númer 7. Loks gaukaði hann því að mér að ég gæti líka lagt nafnið mitt og síma inn á símsvarann og þá yrði hringt í mig innan klukkutíma. Ég gerði það. Tveimur tímum síðar hafði enginn hringt. Ég náði engu sambandi þennan daginn. Bakþankar 6.6.2012 06:00
Grátið í vinnunni Erla Hlynsdóttir skrifar Launahæsti starfsmaður Facebook kom með nokkuð óvenjulega játningu þegar hún hélt nýverið ræðu fyrir útskriftarnema í Harvard: "Ég hef grátið í vinnunni. Ég hef sagt fólki að ég hafi grátið í vinnunni.“ Bakþankar 5.6.2012 08:00
Hrun hippalausrar þjóðar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Ég var að skoða leiguhúsnæði í bænum Priego de Córdoba fyrir allnokkru þegar ég áttaði mig á alvarlegum kvilla sem lamar þjóðlífið hér á Spáni. Þetta voru ágætis híbýli en þó þótti Vestfirðingnum nokkuð að sér þrengt þar inni í fyrstu því gluggar voru litlir og útsýni takmarkað. Bakþankar 4.6.2012 09:15
Rifist um snittur Atli Fannar Bjarkason skrifar Í sturlaðri umræðu um málskotsrétt og hlutverk hefur gleymst að ræða það sem skiptir máli: Dagleg störf forseta Íslands. Hvernig verður opinberri heimsókn á Vestfirði háttað sumarið 2013? Ætlar forsetinn að þiggja gómsætar kleinur? Eða kallar Nýja Ísland á forseta sem sneiðir hjá kolvetnum? Kjósendur eiga einnig skilið að vita hvernig tekið verður á móti erlendum þjóðhöfðingjum. Verða þeir kysstir eða verður þétt handaband látið duga? Verður mögulega tekið upp á því að bjóða upp á innileg faðmlög? Bakþankar 2.6.2012 06:00
Þjóðin ráði Björn Þór Sigbjörnsson skrifar Það virðist vera nokkur stemning fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum í samfélaginu og háværir menn tala um nauðsyn þess að slíkar atkvæðagreiðslur fari sem oftast fram og um sem flest. Lengi vel þótti fulltrúalýðræði hentugt stjórnarfyrirkomulag en eftir bankahrunið þykir það hin mesta ósvinna. Vandséð er þó að kjósendur hefðu með atkvæðum sínum komið í veg fyrir þann hörmungarkafla í Íslandssögunni. Bakþankar 1.6.2012 06:00
Píka til sölu, kostar eina tölu Friðrika Benónýsdóttir skrifar Ég vissi að ég fengi þig til að lesa þennan pistil ef ég setti orðið píka í fyrirsögn. Það er nefnilega svo femínískt og frjálst að tala um píkur. Og merkilegt nokk virðast allir hafa áhuga og skoðanir á því hvernig það líffæri á að líta út og fúnkera. Hver greinin af annarri um það hvernig píkur eigi eða eigi ekki að vera birtist í fjölmiðlum og allar fá þær massívan lestur og mikil húrrahróp. Ég sem hélt að píkur væru eins misjafnar og þær eru margar og ekkert merkilegri en önnur líffæri. En svo lengi lærir sem lifir. Bakþankar 31.5.2012 06:00
Drusl!? Svavar Hávarðsson skrifar Í Alþýðuskólanum á Eiðum naut ég þeirra forréttinda að sitja tíma hjá náunga sem heitir Hans Uwe Vollertsen. Hann er mikill tungumálamaður og þrátt fyrir að hafa aðeins dvalið hér á landi í nokkra mánuði þegar þetta var, hafði hann náð undraverðum tökum á íslensku máli. Eitt og annað við okkar ástkæra ylhýra vafðist þó fyrir Hans. Á þeim tíma fannst honum til dæmis óþarfi að hafa á valdi sínu tvö orð yfir sama hlutinn og lagði til að orðin drasl og rusl rynnu saman í nýtt og miklu betra orð. Drusl. Bakþankar 30.5.2012 11:00
Meiri peningar í morð Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Ísland er ekki stórt land og vægi þess í alþjóðlegu samstarfi er ekki mikið. Samt virðist stundum eins og íslenskir stjórnmálamenn finni sig verða meiri og mikilvægari þegar þeir eru aðilar að alvarlegum ákvörðunum sem hafa gríðarleg áhrif. Þannig mátti beinlínis sjá hvernig Davíð Bakþankar 29.5.2012 06:00
Lög góða fólksins Brynhildur Björnsdóttir skrifar Í kvöld ætlar kórinn minn, Heykvíslakór góða fólksins, að halda tónleika í heimahúsum þar sem athygli er vakin á jafn fúlum og ósexí hlutum og mannréttindabrotum. Kórinn hefur áður haldið tónleika við ýmis tækifæri. Við gólum fúlt á fyndna kalla, görgum margraddað inn í athugasemdakerfi fjölmiðla og samskiptasíðna með alls konar skoðanir á því sem fólk lætur þar frá sér, við leyfum okkur meira að segja að finnast ekki allir brandarar fyndnir. Okkur finnst við að sjálfsögðu hafa himin höndum tekið (af lífi) í kvöld að fá enn eitt tækifærið til að banna. Bakþankar 26.5.2012 06:00
Í leit að glötuðum tíma Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar Í kvikmyndunum sér maður einstaklinga stundum spýta út úr sér kaffi eða öðrum drykk þegar viðkomandi les eða heyrir einhver tíðindi sem setja veröld hans á hvolf. Ég held að þetta gerist ekki í alvörunni, í það minnsta hef ég aldrei séð neinn bregðast svona við. Hins vegar komst ég glettilega nærri því að gera þetta nýlega þegar ég las áhugaverða grein í spjaldtölvunni heima með kaffibolla í hönd. Í greininni var leitast við að svara þeirri spurningu af hverju tíminn virðist líða hraðar eftir því sem fólk eldist. Bakþankar 25.5.2012 06:00
Kynfæri keisarans Sif Sigmarsdóttir skrifar Ég elska mat,“ sagði tónlistarmaðurinn Bryan Ferry er ég tók við hann viðtal í tilefni tónleika hans í Hörpunni sem fram fara um helgina. "Ég sæki mikið veitingastaði. Ég kann nefnilega ekki að elda.“ Ég spurði hann hvort hann hygðist þá ekki smakka hið íslenska lostæti hvalkjöt meðan á dvöl hans hér á landi stæði. Hann þagnaði. Augnaráðið flökti. Ég vissi hvað hann hugsaði: "Er þetta gildra?“ Mögulegar fyrirsagnir gulu pressunnar leiftruðu í augunum á honum: Ferry borðar Keikó. Poppari slátrar vitringi hafsins. Bryan blóðþyrsti. Bakþankar 24.5.2012 06:00
Tilvistarbætur Bergsteinn Sigurðsson skrifar Ég hjó eftir sitthvorri fréttinni um tengd efni í gær. Sú fyrri var um að samtök stuðningsmanna aðildar Íslands að ESB hefðu látið útbúa reiknivél þar sem hægt er að bera saman húsnæðislán á Íslandi og í evruríki. Bakþankar 23.5.2012 08:00
Af hattaáti Erla Hlynsdóttir skrifar Stóra stundin er runnin upp. Íslendingar keppa í fyrri forkeppni Júróvisjón í kvöld. Gréta og Jónsi koma fram sem fulltrúar okkar allra. Eflaust verða einhverjir stoltir. En það sem ég skal éta hattinn minn ef við vinnum. Ég skal meira að segja éta hann ef við endum á topp tíu. Bakþankar 22.5.2012 08:00
Leyndardómur um líkamsvöxt Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Fyrir þó nokkrum árum var ég að kaupa blóm í ónefndri blómabúð á höfuðborgarsvæðinu af tilefni sem mér er nú runnið úr minni. Allt var í blóma uns ég tók eftir því að afgreiðslukonan var frekar framsett um sig miðja. Ég var undir áhrifum ilmsins sem fyllir vitin á svona stöðum svo ég spurði: "Og hvenær kemur svo króinn í heiminn?" Bakþankar 21.5.2012 09:45
Lokaorð um Nasa Atli Fannar Bjarkason skrifar Í byrjun júní á að loka skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Nú stendur yfir hönnunarsamkeppni um skipulag svæðisins, sem er eflaust eftirsóttasti landskiki landsins fyrir utan Grímsstaði á Fjöllum. Kaupsýslumaður á húsið og vill ráðstafa því öðruvísi en það er gert í dag, en það á eftir að koma í ljós hvers konar hús rís á svæðinu. Tónlistarmenn hafa lagt hart að borginni að bjarga Nasa, en erfitt er að sjá hvernig á að fara að því án þess að punga út mjög mörgum milljónum af almannafé. Bakþankar 19.5.2012 06:00
Löngun í laumi Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Öldurnar er að lægja. Ég heyri minna og minna talað um þetta, varla eitt orð núna upp á síðkastið. Mér hlýtur að vera óhætt. Ég er ekki viss um að ég þurfi einu sinni að gera mér upp erindi, get bara skroppið ef mér sýnist. Þarf ekkert að kaupa neitt, þarf ekki að bráðvanta neitt. Svona skreppiferð er orðin samfélagslega ásættanleg. Ágætt hvað Íslendingar eru alltaf fljótir að gleyma. Bakþankar 18.5.2012 06:00
Dagur í Undralandi Friðrika Benónýsdóttir skrifar Með stírurnar í augunum staulast ég fram í eldhús til að búa til fyrsta dagskammtinn af kaffi. Á leiðinni pikka ég upp blaðið á dyramottunni og á forsíðunni blasir við mér mynd af konu að mata álfa á hunangi. Á bak við hana glittir í einn af þingmönnum þjóðarinnar, skelmisglottandi og áhugasaman. Konan reynist vera sjáandi í álfagarði og þingmaðurinn hefur fengið hana til liðs við sig við að flytja álfafjölskyldu til heimkynna sinna. Álfarnir eru ánægðir með flutningana að sögn sjáandans og gera ekki aðrar kröfur um nýju heimkynnin en að þar sé sjávarsýn og beitiland fyrir kindur. Bróðir utanríkisráðherra lýsir hins vegar yfir þungum áhyggjum af þessu athæfi þingmannsins þar sem álfar kunni illa að meta flutninga og muni án efa leita leiða til að hefna sín. Bakþankar 17.5.2012 06:00
Einstefna? Svavar Hávarðsson skrifar Ég þekki ekki réttindi mín vel, ef eitthvað fer úrskeiðis. Er svo lánsamur að hafa ekki þurft á „stuðningsneti samfélagsins" að halda. Enn þá. Ég er þó ekki svo vitlaus að halda að þessi gæfa mín muni endast. Kannski hafa örlaganornirnar ofið mér vef sem leiðir mig á endanum fram af húsþaki eða fyrir bíl. Eða ég missi heilsuna langt fyrir aldur fram vegna sjúkdóms. Tíminn hlífir mér ekki frekar en öðrum. Eina sem ég get gert er að vona að minn þráður trosni ekki og slitni áður en eðlilegt getur talist. Bakþankar 16.5.2012 06:00
Abdul og útgerðin Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að dvelja í Þýskalandi í rúma viku. Þar fékk ég lærða fyrirlestra um umhverfismál og hvernig væri hægt að koma í veg fyrir að jörðin yrði allt að því óbyggileg. Vissulega var ekki allt í þessum dramatíska stíl, sorpflokkun, vel einangruð hús og góð gluggahönnun til að spara rafmagnsljós komu einnig við sögu. Félaga okkar frá Maldíveyjum fannst hins vegar málið ansi brýnt; enda verða eyjarnar óbyggilegar innan ekki of langs tíma ef ekki tekst að draga úr hlýnun jarðar. Bakþankar 15.5.2012 06:00
Má bjóða þér á stefnumót? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sesselja Thorberg og Magnús Sævar Magnússon giftu sig fyrir sjö árum. Þau fara á stefnumót á hverju sunnudagskvöldi til að næra ástina. Þau halda upp á ástarafmælin, taka frá tíma hvort fyrir annað og passa sig á að láta ekki annir, vini, áhugamál eða börn skerða frátekinn hjónatíma. Þau vanda sig í hjúskapnum og vita að það þarf að skipuleggja ástarlífið vel til að það blómstri. Ári eftir hjónavígslu komu þau í viðtal og fengu uppherslu hjá prestinum. Það þarf að yfirfara hjúskapinn reglulega ekkert síður en bílinn! Bakþankar 14.5.2012 09:00
Stóra förðunarmálið Erla Hlynsdóttir skrifar Mér var hugföst í morgun stórfréttin af konunni sem var ómáluð á almannafæri, og skellti á mig smá maskara áður en ég fór með barnið á leikskólann. Til þess auðvitað að misbjóða ekki starfsfólki leikskólans. Og hinum foreldrunum. Og börnunum! Bakþankar 12.5.2012 08:00
Hið vanmetna Björn Þór Sigbjörnsson skrifar Eitt af því sem íslenskir stjórnmálamenn eiga nóg af er kappsemi. Þeir eru algjörlega uppfullir af henni. Meinið er hins vegar að þessi mikla kappsemi fer að mestu í sjálfa sig. Þeir eru aðallega kappsamir við að vera kappsamir. Þannig minna þeir á hamstur í hlaupahjóli. Bakþankar 11.5.2012 11:00
Kúamykja frá L‘Oréal Sif Sigmarsdóttir skrifar Nýverið sóttu mig heim óvelkomnir gestir. Þær eru stundum kenndar við bros og sagðar vitnisburður visku. En þar sem þær blöstu við mér í speglinum, myrkar dældir eins og dalir inn á milli fjalla, voru öll slík hugrenningatengsl óra fjarri. Ég var ekki tilbúin fyrir mark um tímans þunga nið á andlitinu á mér. Hrukkurnar kringum augun yrði að reka burt. Ég kom mér upp vopnabúri af kremdósum og smyrsltúpum settum loforðum um framlengda æsku. Ég var nýbúin að maka mig áburði er ég rakst á auglýsingu á vefmiðli sem varð til þess að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Bakþankar 10.5.2012 06:00
Grænir eru dalir þínir Bergsteinn Sigurðsson skrifar Elliðaárdalurinn komst í brennidepil í fyrradag þegar greint var frá því að fulltrúar Vinstri grænna í borginni legðust gegn því að leikfimistöðin Boot Camp – eða Bússubúðir eins og kollegi minn kýs að þýða það – fengi þar æfingaaðstöðu. Telur flokkurinn ekki fara "vel á því að koma fyrir á þessu svæði líkamsrækt með herbúðasniði, hávaða og yfirbragði sem því fylgir, bílastæðaþröng og mikilli umferð bíla“ og vill finna húsum á svæðinu "heppilegra hlutverk í sátt við mannlíf, sögu og náttúrulegt umhverfi“. Bakþankar 9.5.2012 06:00
Trúarjátning Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Um þar síðustu helgi fór ég í skrúðgöngu mikla sem hófst eldsnemma morguns hjá kirkjunni í þorpinu Zújar. Var líkneski af verndardýrlingi þorpsins borið af hraustum trúbræðrum upp á fjall eitt mikið er stendur við bæinn. Bakþankar 8.5.2012 06:00
Dagur fjörþyngdar Brynhildur Björnsdóttir skrifar Megrunarlausi dagurinn var í gær og margir hugsuðu sér eflaust gott til glóðarsteiktrar rifjasteikur, bernaise-sósu og súkkulaðiköku, þegar megrun er ekki málið, eins og hún virðist annars vera hjá þorra þjóðar aðra daga ársins. Fyrir mér er megrunarlausi dagurinn fyrst og fremst dagur meðvitundar um nokkur atriði: Bakþankar 7.5.2012 08:00
Sama hvaðan gott kemur Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar Skotgrafahernaðurinn í umræðunni er vinsælt umkvörtunarefni. Af hverju getur fólk ekki bara sameinast um skynsamlegar lausnir, spyrja menn, af hverju þarf sífellt að rífast um allt og ekkert? Þessi gagnrýni einskorðast ekki við ákveðna hópa heldur virðist koma úr öllum áttum. Meira að segja sjálfir stjórnmálamennirnir kvarta stundum undan þessu. Það þarf ekki að lesa mikið um stjórnmálaumræðu í nágrannalöndunum til þess að komast að því að þetta er ekki séríslenskt. Þá má veita því athygli að málflutningar stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi hverju sinni er sumpart alltaf hinn sami. Jafnvel þótt sömu einstaklingarnir hafi skipt reglulega á milli þessara hlutverka og hneykslist því í raun á eigin fyrri hegðun. Í þessu samhengi má nefna þá umræðu sem fer fram í lok hvers þings um annars vegar tilraun framkvæmdavaldsins til að "keyra mál í gegnum þingið án umræðu“ og hins vegar "óþolandi málþóf stjórnarandstöðunnar.“ Bakþankar 4.5.2012 06:00
Gínurnar í glugganum Friðrika Benónýsdóttir skrifar Næsti biskup Íslands verður kvenkyns. Þúsund ára einokun karla á því embætti er lokið og fagnaðarlátunum ætlar aldrei að linna. Enn eitt dæmið um það hvað Íslendingar eru líbó og langt komnir í jafnréttismálum. Fréttaflutningur af biskupskjörinu nánast einskorðast við kyn biskupsins tilvonandi og sú staðreynd að kjörið sýnir fyrst og fremst þann ásetning kirkjunnar manna að viðhalda status quo og slá um leið vopnin úr höndum þeirra sem gagnrýnt hafa kirkjuna fyrir kvenfyrirlitningu fellur í skuggann. Íhaldssöm kona er sjálfkrafa betri kostur en frjálslyndur karl að mati jafnréttissinna. Bakþankar 3.5.2012 06:00
Höldum kökubasar! Svavar Hávarðsson skrifar Í lagabálki frá árinu 1888 er tekið á þeirri þjóðfélagslega skaðlegu hegðan þegar maður bítur annan mann. Segir að ef bitið er það alvarlegt að dragi til blóðs skuli ofbeldismaðurinn tekinn og dregnar úr honum allar framtennurnar. Ég hef engar upplýsingar um hversu oft lagaákvæðinu hefur verið beitt. Hins vegar eru lögin, að því er ég best veit, enn í fullu gildi. Bakþankar 2.5.2012 15:08
Grunnur réttindanna Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Því get ég lofað þér, lesandi góður, að ef þú skellir þér inn á hið alltumfaðmandi internet verður þér ekki skotaskuld úr því að finna pistla þar sem lítið er gert úr baráttudegi verkalýðsins. Fólk mun velta sér upp úr því að hann hafi ekki lengur neitt gildi, sé úreltur, jafnvel rifja upp horfna tíð þegar það var börn og allt var betra og kannski fylgir ein vonbrigðasaga, eða tvær, frá deginum. Það er gott og blessað, en breytir þó ekki þeirri staðreynd að af öllum þeim frídögum sem launafólk fær er enginn sem ætti að standa því nær. Bakþankar 1.5.2012 11:00
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun