Jól

Ást og englar allt um kring

Jólaóróar úr plexigleri og aðrir úr masoníti ásamt kortum úr krossviði er meðal þess sem hjónin Hulda Sveinsdóttir og Hrafn Jónsson búa til heima hjá sér í gömlu fjósi suður í Njarðvíkum. Hönnunarfyrirtækið þeirra heitir Raven Desing.

Jólin

Engar kaloríur

Margir hafa áhyggjur af kaloríunum sem þeir innbyrða yfir jól og áramót en nú er hægt að gleðjast á ný. Þessar skemmtilegu kaloríureglur hafa gengið manna á milli með tölvupósti undanfarnar vikur og er alveg tilvalið að hafa þær til hliðsjónar í kaloríuátinu yfir hátíðarnar.

Jól

Hraðnámskeið í hegðun á jólahlaðborðinu

Nú er kominn sá tími ársins að jólahlaðborðin hellast yfir með tilheyrandi drykkju, framhjáhaldi og persónulegum uppgjörum milli starfsmanna. En það eru nokkrir púnktar sem hafa ber í huga þegar mætt er á jólahlaðborð í boði fyrirtækisins.

Jól

Ekta amerískur kalkúnn

Best er að elda kalkúninn við 200°fyrstu 15 mínúturnar. Síða er hitinn lækkaður í 125°og kalkúnninn bakaður í þrjá tíma. Það fer eftir stærð fuglsins hve lengi þarf að elda hann og það er nauðsynlegt að nota kjarnhitamæli.

Jól

Dettur í hátíðargírinn þegar tréð er skreytt

Stefán Hilmarsson hefur sent frá sér sína fimmtu sólóplötu sem ber heitið Húm (Söngvar um ástina og lífið). Margir af fremstu lagasmiðum landsins lögðu Stefáni til lög og óhætt er að segja að platan sé uppfull af gæðatónlist. Vísir hafði samband við Stefán til að forvitnast hvað kemur honum í jólagírinn.

Jól

Engar jólagjafir hjá Sálinni

„Við æfum nú ekki reglulega, mörg laganna eru í blóðinu og fara ekkert þaðan. En við höfum í gegnum tíðina sent reglulega frá okkur nýtt efni og þurfum að æfa það," svarar Stefán Hilmarsson söngvari hljómsveitarinnar og heldur áfram: „Síðan er það nú svo að lögin lög slípast mikið til á tónleikum og þróast yfir tíma. Tónleikarnir eru þannig í senn æfingabúðir." „Fyrsta giggið var 10. mars 1988. Síðan eru liðin nokur ár. Ég og Gummi vorum með frá upphafi, Friðrik og Jens komu inn ári seinna og loks Jóhann árið 1998. Bandið hefur því starfað í núverandi mynd í ellefu ár," segir Stefán Hilmarsson þegar talið berst að aldri hljómsveitarinnar. Gefið þið hvor öðrum jólagjafir? „Nei, það hefur ekki tíðkast."

Jól

Jólahátíð í Kópavogi - myndir

Sannkölluð jólahátíð í Kópavogi var haldin í gær á Hálsatorgi í Kópavogi. Kópavogsbúum og öðrum gestum var meðal annars boðið að taka þátt í laufabrauðsbakstri, hlusta á jólasöngva, fræðast um jólaköttinn og tendra á jólaljósunum á vinarbæjarjólatré Kópavogsbúa. Eins og myndirnar sýna myndaðist sannkölluð fjölskyldustemning.

Jól

Arnar Grant: Bakar piparkökur og hlustar á jólalög

„Þar sem dóttir mín er tveggja og hálfs árs einkennist undirbúningur jólanna auðvitað mikið af því að kynna hana fyrir jólahátíðinni og öllu því sem henni fylgir," segir Arnar Grant líkamsræktarfrömuður. „Við erum dugleg að segja henni frá jólasveinunum, sýna henni öll jólaljósin og skreytingarnar, baka og skreyta piparkökur og hlusta á jólalög."

Jól

Bjarni Haukur: Góður matur og familían

„Ég undirbý jólin með því að minnka vinnu," svarar Bjarni Haukur Þórsson leikari afslappaður aðspurður út í undirbúning fyrir hátíðarnar. Hvað kemur þér í jólagírinn? „Helga Möller á jólin skuldlaust og Pálmi Gunnars kemur sterkur inn á kantinum," svarar hann og bætir við: „Og Skröggurinn hans Ladda. Charles Dickens og Laddi. Það eru jól. „Að kaupa jólatréð með syninum er auðvitað líka málið." Eftirminnileg jól? „Fyrstu jólin með Hauki Bjarnasyni syni mínum," svarar Bjarni Haukur án umhugsunar. „Að upplifa fyrstu jólin með barninu sínu - það er ekkert sem kemst nálægt því. Guð er með þetta!" „Góður matur og familían. Og SMS frá Sigga Hlö: „Gleðileg jól pungur". Svo fer maður bara kannski í bað," segir Bjarni Haukur spurður út í aðfangadagskvöldið í ár. „Þessi kæruleysislega ringulreið milli 15-17.55. Umferð, pakkar, matarlykt, bað, símtöl, teiknimyndir. Gotta love it!" segir Bjarni Haukur áður en kvatt er með jólakveðju.-elly@365.is

Jól

Minnum okkur á hvað er mikilvægt á jólunum

Jólin eru að koma, þar sem allir eiga gleðjast, eiga góðar stundir saman sem fjölskylda og sinna þörfum hvors annars. Því miður er raunveruleikinn ekki einungis þessi um jólahátíðirnar. Það er kvíði í börnum og foreldrarnir eru pirraðir og stressaðir. Jólin eru nefnilega ekki bara ánægjulegur tími heldur líka streitumesti tími ársins.

Jól

Smákökusamkeppni

Jólavefur Vísis efnir til samkeppni um bestu smákökuna. Lesendur eru hvattir til að senda inn sína uppskrift fyrir laugardaginn 16. desember. Uppskriftinar birtast á vefnum og mun sérvalin dómnefnd sjá um að velja bestu kökurnar. Vinningshafinn hlýtur að launum gjafabréf á dýrindis kvöldverð fyrir tvo á Vín og skel og þriggja mánaða áskrift að Stöð 2. Uppskriftir skulu sendar á uppskriftir@jol.is. Tilkynnt verður um valið á vinningshafanum þann 18 desember.

Jól

Edda Björgvins: Jólatrénu hent á aðfangadag

„Tréð sem ég hafði keypt óvenju snemma og hélt að væri vel geymt í kuldanum undir útidyratröppunum fram á aðfangadag. Við tókum það ansi seint inn á aðfangadag, eftir klukkan fimm, og það stinkaði svo hræðilega, þrátt fyrir marga lítra af rakspíra og ilmvatni, að við hentum því í tunnuna eftir miðnætti."

Jól

Góð jólasveinabörn

Þeim Hringi Einarssyni og Rebekku Guðmundsdóttur leiddist ekki á Árbæjarsafninu. Þar fundu þau aska, sem þeim fannst tilvalið að láta jóladótið í, og kamba en þau reyndu að kemba jólasveina úr tuskum sem þau höfðu meðferðis.

Jól

Hátíðlegir hálfmánar

Hálfmánar eru smákökutegund sem margir af eldri kynslóðinni þekkja en yngri kynslóðin hefur kannski ekki verið jafn dugleg að búa til.

Jól

Gáfu eina jólagjöf

Fósturmamma Snædísar Ylfu Ólafsdóttur í Ekvador táraðist þegar Snædís bakaði fyrir hana jólasmákökur. Hún dvaldi sem skiptinemi þar árin 2005-2006.

Jól

Taldi aðventuljósin með mömmu

„Mér finnst undirbúningur jólanna nánast meira spennandi en jólin sjálf. Þá er einhver eftirvænting í loftinu sem er einstök, " svarar Tinna Hrafnsdóttir leikkona spurð út í jólaundirbúninginn hjá henni og heldur áfram:

Jól

Keypti sér jólaskraut úti í miðri eyðimörk

„Ég er mikil jólakerling og á ekki auðvelt með að benda á uppáhalds jólaskrautið mitt enda er ég annáluð fyrir að finna jólaskraut úti um allan heim," segir hjúkrunarfræðingurinn Ásdís Eckardt, sem hefur meðal annars afrekað það að kaupa jólaskraut í miðri eyðimörk í Ástralíu.

Jól

Elli í Jeff who?: Pakkar eru must

„Maður setur upp jólatré, skreytir og ef maður er í ekstra fíling þá kannski brennir maður smá greni," segir Elís Pétursson bassaleikarin hljómsveitarinnar Jeff who?

Jól

Ég er algjört jólabarn

„Ég er kannski ekki með einhverjar sérstakar hefðir en ég er að reyna að búa mér þær til með minni eigin fjölskyldu," svarar Regína Ósk söngkona þegar talið berst að jólahefðum hjá henni."

Jól

Fjölnir rifjar upp eftirminnileg jól

„Ég set upp jólaseríur og fer að kaupa jólagjafir og mandarínukassa," svarar Fjölnir Þorgeirsson ritstjóri vefsins hestafrettir.is aðspurður út í undirbúninginn hjá honum fyrir jólin. „Tilhugsunin að það séu að koma jól, jólalögin og stemmningin við það," útskýrir Fjölnir þegar talið berst að því hvernig hann kemst í hátíðarskap.

Jól