Frumsýning á jólamynd 13. október 2005 15:02 Á föstudaginn verður frumsýnd jóla bíómyndin Christms with Kranks sem gerð er eftir sögu John Grisham "Skipping Christmas". Hinsvegar er hérna ekki á ferðinni hin dæmigerða spennusaga sem Grisham sendir frá sér heldur er hér um jóla gamanmynd að ræða með viðeigandi gríni og jólahlýju. Tim Allen og Jamie Lee Curtis leika hjónin Luther og Noru Krank sem eru fræg í úthverfum Chicago fyrir að halda upp á jólin með miklum stæl. En þetta árið verður það öðruvísi þar sem dóttir þeirra ætlar að fljúga til Perú til að aðstoða friðarsveitirnar þar sem dregur talsvert úr jólagleðinni. Það verður til þess að Luther stingur upp á hinu óhugsanlega sem er hreinlega að sleppa jólunum. Hann leggur til að þau hjónin láti öll hátíðarhöld fara um lönd og leið, ásamt árlegu jólakvöldsveislunni sem þau halda, og fari frekar í rómantíska ferð um Karabíska hafið. Noru líst ekki á þetta í upphafi en fer smám saman að lítast vel á hugmyndina. Hinsvegar eru nágrannar þeirra ekki sáttir á sama máli og gera allt til þess að fá þau til að vera heima. Leiðtogi hópsins er Vic Frohmeyer sem leikinn er af Dan Akroyd sem stjórnar aðgerðum í að halda hjónunum heima. Þetta kallar alltsaman á mikið nágrannastríð með tilheyrandi gríni og glensi og ættu bíóhúsagestir að geta skellt oft upp úr og skemmt sér vel yfir þessu öllu saman. Jól Mest lesið Yfir fannhvíta jörð Jól Jólavættirnir Surtla og Sighvatur á vegg Safnahússins Jól Jól í anda fagurkerans Jól Hikar ekki við að fara á trúnó í jólakortaskrifunum Jól Danskar jólahefðir frá ömmu Ellen Jól Aðventan ýfir upp sárin Jól Smákökur úr íslensku súkkulaði Jólin Boðskapur vonar og bjartari tíma Jól Jógvan: Gott að heyra jólakveðjur frá bátunum í Færeyjum Jólin Engar kaloríur Jól
Á föstudaginn verður frumsýnd jóla bíómyndin Christms with Kranks sem gerð er eftir sögu John Grisham "Skipping Christmas". Hinsvegar er hérna ekki á ferðinni hin dæmigerða spennusaga sem Grisham sendir frá sér heldur er hér um jóla gamanmynd að ræða með viðeigandi gríni og jólahlýju. Tim Allen og Jamie Lee Curtis leika hjónin Luther og Noru Krank sem eru fræg í úthverfum Chicago fyrir að halda upp á jólin með miklum stæl. En þetta árið verður það öðruvísi þar sem dóttir þeirra ætlar að fljúga til Perú til að aðstoða friðarsveitirnar þar sem dregur talsvert úr jólagleðinni. Það verður til þess að Luther stingur upp á hinu óhugsanlega sem er hreinlega að sleppa jólunum. Hann leggur til að þau hjónin láti öll hátíðarhöld fara um lönd og leið, ásamt árlegu jólakvöldsveislunni sem þau halda, og fari frekar í rómantíska ferð um Karabíska hafið. Noru líst ekki á þetta í upphafi en fer smám saman að lítast vel á hugmyndina. Hinsvegar eru nágrannar þeirra ekki sáttir á sama máli og gera allt til þess að fá þau til að vera heima. Leiðtogi hópsins er Vic Frohmeyer sem leikinn er af Dan Akroyd sem stjórnar aðgerðum í að halda hjónunum heima. Þetta kallar alltsaman á mikið nágrannastríð með tilheyrandi gríni og glensi og ættu bíóhúsagestir að geta skellt oft upp úr og skemmt sér vel yfir þessu öllu saman.
Jól Mest lesið Yfir fannhvíta jörð Jól Jólavættirnir Surtla og Sighvatur á vegg Safnahússins Jól Jól í anda fagurkerans Jól Hikar ekki við að fara á trúnó í jólakortaskrifunum Jól Danskar jólahefðir frá ömmu Ellen Jól Aðventan ýfir upp sárin Jól Smákökur úr íslensku súkkulaði Jólin Boðskapur vonar og bjartari tíma Jól Jógvan: Gott að heyra jólakveðjur frá bátunum í Færeyjum Jólin Engar kaloríur Jól