Fréttir

Snorri sakar Hall­grím um ofureinfaldanir

Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins, hefur nú ritað grein þar sem hann fer í saumana á ræðu Hallgríms Helgasonar rithöfundar, sem hann flutti í sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á Ríkisútvarpinu á föstudaginn. Snorri telur Hallgrím grípa til ofureinfaldana og í raun útúrsnúninga.

Innlent

„Er það ekki það sem fíkniefnasali gerir? Selur fíkni­efni?“

Skýrslutökur í aðalmeðferð umfangsmikils fíkniefnamáls sem hefur farið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hefur einkennst af því að sakborningar neiti sök hvað varðar meint brot sem varða skipulagða brotastarfsemi. Þá neita þeir að tjá sig út í ýmis gögn í lögregluskýrslum.

Innlent

Virðist sem D hafi náð að hægja á blæðingunni til M

Glæný könnun Maskínu um fylgi stjórnmálaflokka sýnir að Viðreisn rís umtalsvert. Á milli kannanna fer hún úr 13,8 prósentum upp í 16,2% og þar með er flokkurinn kominn upp fyrir Miðflokkinn og mælist næststærsti flokkur landsins. Könnunin er splunkuný og var tekin dagana 22. - 28 október.

Innlent

Vopnaðir lög­reglu­menn standa vaktina

Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina á suðvesturhorninu í dag í tilefni Norðurlandaráðsþings og heimsóknar Úkraínuforseta. Forsætisráðherra fundar með Úkraínuforseta á Þingvöllum í dag.

Innlent

Bjarni fundar með for­seta Úkraínu í dag

Volodomyr Zelensky forseti Úkraínu fundar með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra á Þingvöllum síðdegis áður en hann á síðan sameiginlegan fund með forsætisráðherrum Norðurlandanna. Ályktun um að öryggis- og varnarmál verði formlega tekin upp í Helsinkisáttmála Norðurlandaráðs verður afgreidd á þingi þess í Reykjavík.

Innlent

Ný könnun: Við­reisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum

Viðreisn og Flokkur fólksins eru í sókn samkvæmt nýjustu könnun Maskínu og Píratar virðast á fallanda fæti. Fylgi Viðreisnar hefur aldrei mælst hærra í Maskínukönnun og Flokkur fólksins hefur reist við fylgi sitt umfram það sem flokkurinn fékk í kosningunum 2021. Píratar tapa rúmum tveimur prósentum og mælast út af þingi.

Innlent

Kaupa til­búinn mat á meðan E.coli sýkingin er til rann­sóknar

Leikskólinn Mánagarður í Vesturbæ Reykjavíkur er enn lokaður eftir að upp kom E.coli sýking á leikskólanum í síðustu  viku. Leikskólastjóri segir það koma í ljós síðar í dag hvort hægt sé að opna í vikunni. Hún ætlar að kaupa tilbúinn mat á meðan málið er til rannsóknar. 

Innlent

Falla tíma­bundið frá á­kæru fyrir til­raun til manndráps

Héraðssaksóknari féll í morgun tímabundið frá ákæru um tilraun til manndráps sem átti að vera tekin fyrir í stóra fíkniefnamálinu svokallaða. Ákæran er á hendur einum af hinum grunuðu sem var gefið að sök að taka mann kyrkingartaki í sjö mínútur. Meint tilraun til manndráps tengist málinu ekki að öðru leyti.

Innlent

Þrjú börn á gjör­gæslu vegna E.coli sýkingar

Alls eru nú 42 börn undir eftirlit á Landspítalanum vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru 11 af þeim inniliggjandi og þrjú þeirra á gjörgæslu alvarlega veik.

Innlent

„Getum við verið sam­mála um að vera ó­sam­mála?“

„Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja með þetta. Ég allavega neita sök í þessu og hef ekki vitneskju um þessi fíkniefni,“ sagði Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiku fíkniefnamáli, í upphafi aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Innlent

Grímur, Halla Hrund, Jens Garðar og Víðir mæta í Pall­borðið

Framboðslistar stjórnmálaflokkanna eru komnir fram hjá fimm stjórnmálaflokkum í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar. Tólf framboð eru að safna meðmælum fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember. Fjölmargir þjóðkunnir einstaklingar hafa þegar stigið fram og taka sæti á listum flokkanna. Þá eru kosningamaskínur flokkanna komnar í fullan gang.

Innlent

Þröng á þingi í um­fangs­miklu fíkniefnamáli

Það er þröng á þingi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í stóra fíkniefnamálinu svokallaða fer fram. Átján eru talin tengjast þaulskipulögðum innflutningi á fíkniefnum til landsins með skemmtiferðaskipum. Verjandi fylgir hverjum sakborningi, blaðamenn eru þónokkrir og vegna fjöldans er aðalmeðferðinni streymt í annan dómsal.

Innlent

„Það var ekkert eftir nema dauðinn sem kom á ógnar­hraða“

Anton Sveinn McKee segir dauða föður síns hafa gjörbreytt lífi sínu og sýn sinni á tilveruna. Anton, sem er gestur í nýjasta þætti podcasts Sölva Tryggvasonar, segist hafa þurft að kafa djúpt til að finna aftur vonarneistann, en hann er sannfærður um að það sé undir okkur sjálfum komið að finna fegurðina í tilverunnni, sama hvað bjátar á.

Innlent

Van­nærð og veik af á­fengis­neyslu eftir vetur­setu í Evrópu

Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir á Landspítalanum, segir áfengissýki ört stækkandi vandamál hjá öldruðum. Það hafi víðtæk áhrif á fólk og aðstandendur. Sumir hafi glímt við þetta alla ævi en aðrir leiðist út í aukna neyslu áfengis á eldri árum. Anna Björg fór yfir þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent

Jafnaðar­menn í Litháen unnu sigur

Jafnaðarmannaflokkurinn í Litháen, sem hefur verið í stjórnarandstöðu síðustu ár, hlaut flest atkvæði í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Kristilegir demókratar, með formanninn Gabrielius Landsbergis í broddi fylkingar, hefur viðurkennt ósigur.

Erlent

Japanska ríkis­stjórnin missti meiri­hluta sinn

Samsteypustjórn Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, missti meirihluta sinn í þingkosningum sem fóru fram um helgina. Úrslitin eru sögð skapa óvissu í japönskum stjórnmálum þrátt fyrir að ólíklegt sé talið að stjórnarskipti verði.

Erlent

Lægð nálgast úr suð­vestri

Lægð nálgast nú úr suðvestri og gengur því í sunnan átta til fimmtán metra á sekúndu í dag með rigningu eða slyddu, en þurrt að kalla austanlands fram eftir degi.

Veður