Fréttir

Kallaði Trump „Hitler Ameríku“ og studdi Never Trump-hreyfinguna

James David Vance, tilvonandi varaforsetaefni Donalds Trump, hefur ekki verið í fylkingu forsetans fyrrverandi um langt skeið, en virðist í dag einn af hans dyggustu stuðningsmönnum. Stjórnmálamenn velta því upp hvort Vance, sem sagði meðframbjóðanda sinn asna og vítaverðan opinberlega fyrir átta árum, sé drifinn af tækifærismennsku. 

Erlent

„Litu bara á þetta eins og hefði verið keyrt á kind“

Hópur bifhjólamanna safnaðist saman á Korputorgi til að mótmæla slæmum skilyrðum fyrir akstur þeirra á vegum landsins. Hann krefst þess jafnframt að einhver axli ábyrgð á mistökum við vegagerð sem leiddu til banaslyss tveggja bifhjólamanna á Kjalarnesi árið 2020. 

Innlent

Ætlar að á­frýja til Lands­réttar

Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market, og fjölda annarra brota, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar. 

Innlent

Stáli fyljar merar enn á fullu 26 vetra gamall

Einn vinsælasti stóðhestur landsins, Stáli frá Kjarri í Ölfusi gefur ekkert eftir þó hann sé orðinn tuttugu og sex vetra því hann er enn að fylja merar en afkvæmi Stála eru orðin vel yfir níu hundruð.

Innlent

J.D. Vance verður vara­for­seta­efni Trump

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins tilkynnti fyrir skömmu að J.D. Vance yrði varaforsetaefni í framboði hans. James David Vance er öldungadeildarþingmaður frá Ohio og er 39 ára gamall

Erlent

Búseturétthafar í Grinda­vík losna undan samningum

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að styrkja búseturétthafa í Grindavík um 95 prósent af framreiknuðu búseturéttargjaldi þeirra. Búseturétthöfum í um þrjátíu íbúðum í bænum stendur nú til boða að losna undan samningi án uppsagnarfrestar.

Innlent

Leyniskjalamáli Trump vísað frá dómi

Dómari í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur vísað dómsmáli á hendur Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta frá dómi. Umrætt dómsmál snýst um leyniskjöl sem Trump var sagður hafa tekið með sér úr Hvíta húsinu eftir að forsetatíð hans lauk. 

Erlent

Bókanir undir væntingum en ekki hægt að tala um hrun

Gistinætur á Íslandi í maí voru um fimmtán prósent færri en á sama mánuði í fyrra. Samdrátturinn í hótelgistingu var 7,1 prósent og var mestur á Austurlandi, eða um 24 prósent. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að bókunarstaðan sé undir væntingum, en ekki sé hægt að tala um hrun.

Innlent

Hefur aldrei verið í vinnu en hefur verið iðinn við af­brot

Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fjölda annarra brota, á enga fjölskyldu hér á landi, hefur aldrei verið í vinnu og hefur þegið opinbert fé til framfærslu. Innan við ári eftir komu til landsins hlaut hann sinn fyrsta refsidóm af þónokkrum.

Innlent

Vegg­mynd Guð­steins fer ekki fet

Byrjað er að mála yfir veggmynd sem staðið hefur við gömlu verslun Guðsteins Eyjólfssonar í miðbæ Reykjavíkur í áratugi. Mynd af málara við störf hefur strokið íbúum í miðbænum öfugt, sem mótmæltu gjörningnum á Facebook. Verslunareigandi segir að verið sé að sinna viðhaldi, og myndin verði máluð á nýjan leik.

Innlent

Kæra MAST vegna rekstrar­leyfis til Arnar­lax

Fjöldi einstaklinga og samtaka hefur lagt fram kæru á hendur Matvælastofnun – MAST – vegna útgáfu á rekstrarleyfi til fiskeldis í Óshlíð, Drangsvík og Eyjahlíð sem dagsett er 13. júlí til Arnarlax.

Innlent

Ís­lendingur fannst látinn á Spáni

48 ára Íslendingur fannst látinn á föstudag á Spáni. Þetta fæst staðfest af utanríkisráðuneyti en frekari upplýsingar af málinu, og hvers eðlis það er, fást ekki að svo stöddu. 

Innlent

Að­vent­istar svara sýslu­manni fullum hálsi

Sýslumaður hefur farið þess á leit við fjársýslu ríkisins að greiðslur til Kirkju sjöunda dags aðventista á sóknargjöldum til félagsins verði felldar niður. Lögmaður KSDA telur engar heimildir fyrir því.

Innlent

Sniglarnir taka ekki þátt í mót­mælum bif­hjóla­fólks í kvöld

Formaður Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglarnir, segir Vegagerðina vera að taka skref í rétta átt til að tryggja öryggi bifhjólafólks á vegum landsins þó að það mætti gerast hraðar. Hún segir að Sniglarnir muni ekki taka þátt í mótmælum bifhjólafólks í kvöld og að það sé ekki stefna félagsins að krefjast breytinga með reiði. 

Innlent

Lík Jay Slater fundið

Spænska lögreglan hefur staðfest að líkið sem fannst af manni á Tenerife fyrr í dag er af Jay Slater. Við fyrstu sýn virðist eins og um slys hafi verið að ræða.

Erlent

„Þung skref“ að höfða mál gegn máttar­stólpa

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir það hafa verið þung skref, að höfða mál gegn Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, vegna mikils tjóns sem skip stöðvarinnar olli á neysluvatnslögninni milli lands og Eyja síðasta haust. 

Innlent

Kourani, bana­til­ræði við Trump og efnhagsmálin

Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani var ákærður fyrir að reyna að bana Mustafa Al Hamoodi, eiganda verslunarinnar, með hnífi í mars síðastliðnum, sem og fyrir önnur brot. Nánar verður fjallað um málið í hádegisfréttum.

Innlent

Á­kærður vegna andlátsins í Naustahverfi

Karlmaður á sjötugsaldi hefur verið ákærður í tengslum við andlát eiginkonu hans að heimili þeirra að Kjarnagötu á Akureyri í apríl. Ákæran hefur ekki verið birt manninum og því getur Héraðssaksóknari ekki gefið upp fyrir hvað maðurinn er ákærður nákvæmlega.

Innlent

Lárus skuli fyrst taka til í „eigin veð­mála­starf­semi“

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður veðmálafyrirtækisins Betsson skýtur föstum skotum á Íþrótta og Ólympíusamband Íslands og Lárus Blöndal formann sambandsins, í aðsendri grein á Vísi í dag. Hann segir Lárus þurfa að taka til í eigin veðmálastarfsemi áður en hann fari að tala fyrir því að banna erendar veðmálasíður.

Innlent

Kallas segir af sér vegna nýja starfsins

Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, hefur sagt af sér en mun sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Kalls hefur verið útnefnd til að taka við sem næsti yfirmaður utanríkis- og öryggismála hjá Evrópusambandinu.

Erlent

Tekjur mestar í Vest­manna­eyjum og minnstar í Tjör­nes­hreppi

Heildartekjur einstaklinga á Íslandi voru rúmar 9,2 milljónir króna að meðaltali árið 2023, eða um 770 þúsund krónur á mánuði. Það er rúm 10 prósent hækkun frá fyrra ári. Sé horft til verðlagsleiðréttingar er raunhækkunin um 1,3 prósent. Meðaltal heildarteknanna var hæst í Vestmannaeyjum, 13,9 milljónir, en lægst í Tjörneshreppi, 6,5 milljónir.

Innlent

Of lítið fjár­magn til við­halds hafi kostað manns­líf

Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa miklar áhyggjur af tíðum bikblæðingum sem hafa verið í klæðningu á vegum landsins undanfarin ár. Haldinn var kynningarfundur á vegum Vegagerðarinnar 10. júlí þar sem meðal annars kom fram að ástæða tíðra blæðinga síðastliðinna ára sé vegna mikillar aukningar þungaflutninga og stærri bíla á vegum með klæðningu. Sniglar taka undir með Vegagerðinni og krefjast úrbóta með auknu fjárframlagi.

Innlent