Innlent

Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikið vatn hefur lekið úr lögn við Engjaveg.
Mikið vatn hefur lekið úr lögn við Engjaveg. Vísir

Mikið vatn hefur lekið frá lögn í Laugardalnum, við Engjaveg, og hefur pollur sem myndast hefur á veginum valdið vandræðum hjá ökumönnum. Starfsmenn Veitna eru á vettvangi að vinna að viðgerð.

Í tilkynningu frá Veitum segir að gera megi ráð fyrir að stórt svæði verði kaldavatnslaust vegna lekans. Varað er við slysahættu þar sem einungis heitt vatn muni koma úr blöndunartækjum.

„Þurfirðu neysluvatn meðan á kaldavatnsleysinu stendur, geturðu notað vatn úr heita krananum og kælt það. Brennisteinninn í vatninu getur valdið sumum óþægindum en er skaðlaus,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×