Innlent

Al­var­legt at­vik kom upp í Heiðarskóla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heiðarskóli í Reykjanesbæ er fyrsti grunnskólinn á Íslandi sem byggður var í einum áfanga með íþróttahúsi og sundlaug. Hann hefur starfað frá árinu 1999.
Heiðarskóli í Reykjanesbæ er fyrsti grunnskólinn á Íslandi sem byggður var í einum áfanga með íþróttahúsi og sundlaug. Hann hefur starfað frá árinu 1999. Heiðarskóli

Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla í Reykjanesbæ á þriðjudaginn. Skólastjóri segir málið í mjög góðum farvegi.

Heiðarskóli er grunnskóli fyrir börn í 1. til 10. bekk. Samkvæmt heimildum fréttastofu snertir málið barn undir fermingaraldri sem hafði í hyggju að vinna öðru barni mein.

Foreldrum og forráðamönnum barna við Heiðarskóla var sendur tölvupóstur eftir að málið kom upp. Þar var þeim tilkynnt um atvik í skólanum en ekki farið nánar út í málið nema að það væri til skoðunar með til þess gerðum aðilum.

Lóa Björg Gestsdóttir, skólastjóri við Heiðarskóla, segist ekkert geta tjáð sig efnislega um atvikið.

„Málið er bara í mjög góðum farvegi og hefur verið unnið með réttum aðilum.“

Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, staðfestir að atvik hafi komið upp í skólanum.

„Slík mál eru ávallt unnin í góðu samstarf við skóla- og barnaverndaryfirvöld og það á einnig við í þessu tilviki. Málið er þannig í hefðbundnum farvegi. Að öðru leyti mun embættið ekki tjá sig um umrætt mál.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×