„Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2025 10:38 Kristbjörg við skrifborðið heima hjá hjónunum í Doha í Katar. Til hægri má sjá sprengjuummerkin úr öryggismyndavél á mánudaginn. Kristbjörg/Getty Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari sem búsett er í Katar segir það hafa verið súrrealíska og skelfilega upplifun að hlusta á lætin frá sprengjunum sem Ísraelar vörpuðu á Katar á mánudag. Fimm samningamenn Hamas létust í árásinni og einn meðlimur öryggissveita Katar. Forsætisráðherra Katar sagði að með árásinni hefði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, „drepið von“ þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas á Gasa. Fáir Íslendingar eru búsettir í Katar en þeirra á meðal eru Kristbjörg og Aron Einar Gunnarsson eiginmaður hennar og fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu. Þau hafa búið í Doha undanfarin ár ásamt börnum sínum. „Að heyra sprengjurnar var óraunverulegt og skelfilegt. Sem betur fer er rólegt núna og vonandi helst það þannig, en það fékk mig til að hugsa djúpt um fólkið í Palestínu sem lifir með þessum ótta á hverjum degi,“ segir Kristbjörg í færslu á Facebook. Hún er allajafna mjög virk á samfélagsmiðlum en staldrar við litla virkni sína undanfarið á miðlinum. Eftir að hún sneri aftur til Katar eftir þriggja mánaða sumardvöl á Íslandi hafi lífið í Doha verið henni áskorun. „Allt frá því að horfast í augu við þá staðreynd að litla loðna Ninja okkar er ekki lengur með okkur yfir í að vakna klukkan fimm á morgnana, keyra í skólann, pakka nestisboxum, djúphreingerningar (já, litla áráttuþráhyggjan mín) og reyna að koma húsinu í lag - það hefur verið mikið.“ Þau hjónin hafi líka þurft að kveðja barnapíu sína og aðstoðarmann til sex ára og leiti nú að einhverjum til að fylla í skarðið. Við bætist mikil vinna hjá Kristbjörgu sem reynir á sama tíma að halda öllu gangandi heima fyrir. „Svefninn minn hefur verið út um allt og í stað þess að æfa hef ég verið að laumast til að fá mér lúr - bara til að halda virkni. Ég veit að hvíld skiptir máli, en ég sakna þess líka að hreyfa líkamann rétt því æfingar halda mér heilbrigðri. Ég held áfram að minna mig á að þetta er tímabundið og jafnvægi komist á á ný.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Katar Íslendingar erlendis Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira
Fimm samningamenn Hamas létust í árásinni og einn meðlimur öryggissveita Katar. Forsætisráðherra Katar sagði að með árásinni hefði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, „drepið von“ þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas á Gasa. Fáir Íslendingar eru búsettir í Katar en þeirra á meðal eru Kristbjörg og Aron Einar Gunnarsson eiginmaður hennar og fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu. Þau hafa búið í Doha undanfarin ár ásamt börnum sínum. „Að heyra sprengjurnar var óraunverulegt og skelfilegt. Sem betur fer er rólegt núna og vonandi helst það þannig, en það fékk mig til að hugsa djúpt um fólkið í Palestínu sem lifir með þessum ótta á hverjum degi,“ segir Kristbjörg í færslu á Facebook. Hún er allajafna mjög virk á samfélagsmiðlum en staldrar við litla virkni sína undanfarið á miðlinum. Eftir að hún sneri aftur til Katar eftir þriggja mánaða sumardvöl á Íslandi hafi lífið í Doha verið henni áskorun. „Allt frá því að horfast í augu við þá staðreynd að litla loðna Ninja okkar er ekki lengur með okkur yfir í að vakna klukkan fimm á morgnana, keyra í skólann, pakka nestisboxum, djúphreingerningar (já, litla áráttuþráhyggjan mín) og reyna að koma húsinu í lag - það hefur verið mikið.“ Þau hjónin hafi líka þurft að kveðja barnapíu sína og aðstoðarmann til sex ára og leiti nú að einhverjum til að fylla í skarðið. Við bætist mikil vinna hjá Kristbjörgu sem reynir á sama tíma að halda öllu gangandi heima fyrir. „Svefninn minn hefur verið út um allt og í stað þess að æfa hef ég verið að laumast til að fá mér lúr - bara til að halda virkni. Ég veit að hvíld skiptir máli, en ég sakna þess líka að hreyfa líkamann rétt því æfingar halda mér heilbrigðri. Ég held áfram að minna mig á að þetta er tímabundið og jafnvægi komist á á ný.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Katar Íslendingar erlendis Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira