Fréttir

Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að líf­rænum sam­eindum á Títan

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna staðfestu á dögunum að áfram stæði til að senda þyrludróna til Títan, tungls Satúrnusar. Þyrludróni þessi er á stærð við lítinn bíl og kallast Drekafluga (Dragonfly) en hann á meðal annars að nota til að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs.

Erlent

Sendi ösku í allt að þriggja kíló­metra hæð

Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín og loka þurfti flugvelli á svæðinu þegar Ruang-eldfjallið í Indónesíu gaus í gær. Eldfjallið sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð en einnig þurfti að rýma nærliggjandi sjúkrahús, auk heimila, þegar grjót og aska úr eldfjallinu byrjaði að lenda á þökum húsanna.

Erlent

Dæmdur fyrir á­rásina í Úlfarsárdal

Shokri Keryo hefur hlotið þriggja og hálfs árs fangelsidóm fyrir skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í nóvember í fyrra, þegar hann skaut fjórum skotum að fjórum mönnum.

Innlent

Katrín leiðir og hefur töl­fræði­lega mark­tækt for­skot á Baldur

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi.

Innlent

„Ef stelpur byrja ungar á blæðingum er það fyrsta flaggið“

Til að koma í veg fyrir að endómetríósa þróist þannig að það hafi varanleg áhrif á lífsgæði kvenna og möguleika þeirra til að til dæmis eignast börn er mikilvægt að bregðast við snemma. Byrji stelpur ungar á blæðingum er gott að fylgjast með líðan og leita aðstoðar verði hún afar slæm.

Innlent

Tvö flutt á slysa­deild eftir bílveltu

Bílvelta varð við Reykjanesbraut í morgun við húsnæði Fyrstu Baptista kirkjunnar við Fitjar í Njarðvík. Við að Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var tilkynnt um slysið klukkan 05:38. 

Innlent

Jón Jóns­son kemur nýr inn í stjórn

Tónlistarmaðurinn Jón Ragnar Jónsson tók í gær sæti í stjórn UN Women á aðalfundi samtakanna sem fram fór í gær. Hann kemur inn í stjórn í stað Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem hverfur úr stjórn eftir fjögurra ára stjórnarsetu.

Innlent

Enn verður kalt í dag

Í dag verða litlar breytingar á veðrinu. Enn verður kalt og samhliða hæg norðlæg eða breytileg átt. Á norðanverðu landinu gæti snjóað dálítið og verið frost. Stöku skúrir eða él sunnantil á landinu og hiti þar um eða yfir frostmarki.

Veður

Flótta­menn tóku for­skot á stóra plokkdaginn

Hátt í fimmtíu flóttamenn og sjálfboðaliðar frá hinum ýmsu löndum fóru í dag um Landspítalasvæðið í Fossvogi til að hreinsa og fegra svæðið. Fólkið fór á vegum Rauða krossins til að hita upp fyrir stóra plokkdaginn.

Innlent

Grind­víkingar boða til mót­mæla gegn Þór­kötlu

Boðað hefur verið til mótmæla á Austuvelli klukkan 17 á morgun, þar sem vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu verður mótmælt. Borið hefur á mikilli óánægju meðal Grindvíkinga, sem vilja fá eignir sínar keyptar upp sem fyrst.

Innlent

„Engin á­stæða til að boða til kosninga“

Umræða um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hófst seinni partinn í dag og mun halda áfram inn í kvöldið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir enga ástæðu til að blása til kosninga að svo stöddu. Hann segir tímanum á þingi betur varið í önnur mál. 

Innlent