Umfjöllun: Portúgal - Ísland 80-79 | Dramatískt tap í Portúgal Anton Ingi Leifsson skrifar 7. ágúst 2019 19:30 Martin var flottur í kvöld. vísir/bára Íslenska landsliðið byrjar H-riðil forkeppni fyrir undankeppni EM 2021 á tapi gegn Portúgal en liðin mættust ytra í kvöld. Lokatölur urðu 80-79 eftir að Ísland hafi verið yfir er ein mínúta var eftir af leiknum. Annar leikur íslenska liðsins er gegn Sviss á laugardaginn kemur. Fyrsti leikhlutinn byrjaði vel. Íslenska liðið hitti og hitti og komst 12-4 yfir en þá rönkuðu Portúgalarnir við sér og jöfnuðu leikinn. Þeir komust svo yfir í fyrsta skipti er ein mínúta var eftir af fyrsta leikhlutanum en staðan að honum loknum, 27-23, Portúgal í vil. Martin Hermannsson dró vagninn hjá íslenska liðinu en hann gerði 13 stig strax í fyrsta leikhlutanum. Annar leikhlutann byrjuðu okkar menn af krafti og Portúgalarnir voru í vandræðum. Bæði lið gekk illa að hitta er líða fór á leikhlutann og mikil barátta var á parketinu í Portúgal en heimamenn leiddu með tveimur stigum í hálfleik, 43-41. Þriðji leikhlutinn var nokkuð kaflaskiptur. Liðin héldust nánast hönd í hönd framan af leikhlutanum en þegar líða fór á leikhlutann náðu Portúgalarnir taki á Íslandi. Munurinn fór upp í sjö stig er þriðja leikhluta lauk, 65-58, en það var mesta forysta sem Portúgalar hafði haft í öllum leiknum og einn leikhluti eftir. Fjórði leikhlutinn fór ekki vel af stað. Portúgal náði mest tíu stiga forskoti en strákarnir okkar voru ekki af baki dottnir. Þeir minnkuðu hægt og rólega muninn og þriggja stiga karfa Hlyns Bæringssonar kom Íslands yfir er rúm mínúta var til leiksloka. Spennan var óbærilegu undir lokin. Ísland var einu stigi yfir er þrettán sekúndur voru eftir en sniðskot Pinto tryggði Portúgölum sigur, 80-79. Martin Hermannsson var frábær í liði Íslands. Hann skoraði 28 stig auk þess að gefa fimm stoðsendingar. Hann var einnig ískaldur á vítalínunni undir lokin en það dugði ekki til. Tryggvi Snær Hlinason skoraði fimmtán stig og tók átta fráköst og Hörður Axel Vilhjálmsson gerði fjórtán stig. Að auki tók hann sjö fráköst. Körfubolti
Íslenska landsliðið byrjar H-riðil forkeppni fyrir undankeppni EM 2021 á tapi gegn Portúgal en liðin mættust ytra í kvöld. Lokatölur urðu 80-79 eftir að Ísland hafi verið yfir er ein mínúta var eftir af leiknum. Annar leikur íslenska liðsins er gegn Sviss á laugardaginn kemur. Fyrsti leikhlutinn byrjaði vel. Íslenska liðið hitti og hitti og komst 12-4 yfir en þá rönkuðu Portúgalarnir við sér og jöfnuðu leikinn. Þeir komust svo yfir í fyrsta skipti er ein mínúta var eftir af fyrsta leikhlutanum en staðan að honum loknum, 27-23, Portúgal í vil. Martin Hermannsson dró vagninn hjá íslenska liðinu en hann gerði 13 stig strax í fyrsta leikhlutanum. Annar leikhlutann byrjuðu okkar menn af krafti og Portúgalarnir voru í vandræðum. Bæði lið gekk illa að hitta er líða fór á leikhlutann og mikil barátta var á parketinu í Portúgal en heimamenn leiddu með tveimur stigum í hálfleik, 43-41. Þriðji leikhlutinn var nokkuð kaflaskiptur. Liðin héldust nánast hönd í hönd framan af leikhlutanum en þegar líða fór á leikhlutann náðu Portúgalarnir taki á Íslandi. Munurinn fór upp í sjö stig er þriðja leikhluta lauk, 65-58, en það var mesta forysta sem Portúgalar hafði haft í öllum leiknum og einn leikhluti eftir. Fjórði leikhlutinn fór ekki vel af stað. Portúgal náði mest tíu stiga forskoti en strákarnir okkar voru ekki af baki dottnir. Þeir minnkuðu hægt og rólega muninn og þriggja stiga karfa Hlyns Bæringssonar kom Íslands yfir er rúm mínúta var til leiksloka. Spennan var óbærilegu undir lokin. Ísland var einu stigi yfir er þrettán sekúndur voru eftir en sniðskot Pinto tryggði Portúgölum sigur, 80-79. Martin Hermannsson var frábær í liði Íslands. Hann skoraði 28 stig auk þess að gefa fimm stoðsendingar. Hann var einnig ískaldur á vítalínunni undir lokin en það dugði ekki til. Tryggvi Snær Hlinason skoraði fimmtán stig og tók átta fráköst og Hörður Axel Vilhjálmsson gerði fjórtán stig. Að auki tók hann sjö fráköst.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti