Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2025 08:32 Helena Sverrisdóttir gerir sér fulla grein fyrir því að körfubolti er skemmtilegri þegar bestu dómararnir fá að dæma. vísir/Sigurjón Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. Davíð Tómas Tómasson, alþjóðadómari í körfubolta, opnaði umræðuna með ítarlegu viðtali við Vísi í vikunni þar sem hann útskýrði hvers vegna hann hefði nú lagt dómaraflautuna á hilluna þrátt fyrir ungan aldur. Davíð segir samskiptaörðugleika við dómaranefnd KKÍ hafa valdið því að hann hætti að fá leiki til að dæma en það hafi gerst í kjölfar þess að hann skipulagði námskeið fyrir dómara, án þess að hafa KKÍ eða dómaranefnd með í ráðum. Því hafi ekki verið vel tekið. Davíð sagði fleiri dómara hafa hrökklast úr starfi vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ og það staðfesti Jón Guðmundsson í viðtali við Vísi á þriðjudag. Jón kvaðst sjálfur hafa neyðst til að hætta vegna ósættis við dómaranefnd KKÍ. Jón Bender er formaður dómaranefndar KKÍ en hann hefur hingað til ekkert viljað tjá sig um þessi mál. Í samtali við Vísi í gær bar hann því við að um starfsmannamál væri að ræða og að hann hygðist ekki ræða þau opinberlega. Svipaða sögu er að segja af skrifstofu KKÍ þar sem framkvæmdastjórinn Hannes S. Jónsson hefur ekki viljað tjá sig um málið hingað til. Mikillar óánægju hefur gætt í körfuboltasamfélaginu vegna alls þessa enda góðir dómarar ekki á hverju strái. Á meðal þeirra sem furða sig á stöðunni er ein fremsta körfuboltakona Íslands frá upphafi, og mögulega sú fremsta, Helena Sverrisdóttir. „Hvaða rugl er í gangi?“ spyr Helena á Facebook-síðu sinni þar sem hún vísar í frétt Vísis um að formaður dómaranefndar ætli ekkert að tjá sig. „Geri mér fulla grein fyrir því að það séu tvær hliðar á öllum málum - en ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast? Einn besti dómarinn okkar (ekki eru þeir nú fjölmennir) og honum bolað út fyrir að vilja að gera dómarana betri?! Ég skil þetta ekki alveg og finnst skrýtið að þeir ætli ekkert að reyna að útskýra sín mál,“ sagði Helena og fær góðar undirtektir. Körfubolti Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Davíð Tómas Tómasson, alþjóðadómari í körfubolta, opnaði umræðuna með ítarlegu viðtali við Vísi í vikunni þar sem hann útskýrði hvers vegna hann hefði nú lagt dómaraflautuna á hilluna þrátt fyrir ungan aldur. Davíð segir samskiptaörðugleika við dómaranefnd KKÍ hafa valdið því að hann hætti að fá leiki til að dæma en það hafi gerst í kjölfar þess að hann skipulagði námskeið fyrir dómara, án þess að hafa KKÍ eða dómaranefnd með í ráðum. Því hafi ekki verið vel tekið. Davíð sagði fleiri dómara hafa hrökklast úr starfi vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ og það staðfesti Jón Guðmundsson í viðtali við Vísi á þriðjudag. Jón kvaðst sjálfur hafa neyðst til að hætta vegna ósættis við dómaranefnd KKÍ. Jón Bender er formaður dómaranefndar KKÍ en hann hefur hingað til ekkert viljað tjá sig um þessi mál. Í samtali við Vísi í gær bar hann því við að um starfsmannamál væri að ræða og að hann hygðist ekki ræða þau opinberlega. Svipaða sögu er að segja af skrifstofu KKÍ þar sem framkvæmdastjórinn Hannes S. Jónsson hefur ekki viljað tjá sig um málið hingað til. Mikillar óánægju hefur gætt í körfuboltasamfélaginu vegna alls þessa enda góðir dómarar ekki á hverju strái. Á meðal þeirra sem furða sig á stöðunni er ein fremsta körfuboltakona Íslands frá upphafi, og mögulega sú fremsta, Helena Sverrisdóttir. „Hvaða rugl er í gangi?“ spyr Helena á Facebook-síðu sinni þar sem hún vísar í frétt Vísis um að formaður dómaranefndar ætli ekkert að tjá sig. „Geri mér fulla grein fyrir því að það séu tvær hliðar á öllum málum - en ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast? Einn besti dómarinn okkar (ekki eru þeir nú fjölmennir) og honum bolað út fyrir að vilja að gera dómarana betri?! Ég skil þetta ekki alveg og finnst skrýtið að þeir ætli ekkert að reyna að útskýra sín mál,“ sagði Helena og fær góðar undirtektir.
Körfubolti Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira