Gylfi og Alexandra gengu í það heilaga Andri Eysteinsson skrifar 15. júní 2019 22:09 Alexandra Helga og Gylfi Þór á EM 2016. Getty Það hefur vart farið fram hjá neinum að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram í dag. Engu var til sparað og var brúðkaupið haldið í stórkostlegu umhverfi við Como-vatn í norðurhluta Ítalíu. Ítalska höllin Villa Balbiano við bæinn Ossuccio við Como-vatn varð fyrir valinu og var þar haldin glæsileg brúðkaupsathöfn ásamt því að slegið var upp veislu.Aron Can, Bríet og Jökull úr Kaleo fluttu öll lög fyrir hjónin.InstagramMikill fjöldi prúðbúinna gesta var á svæðinu og má þar nefna landsliðsmenn á borð við Aron Einar Gunnarsson, Rúrik Gíslason og Alfreð Finnbogason, ásamt eiginkonum og kærustum. Þá voru á svæðinu einnig vinkonur Alexöndru eins og Trendnet bloggarana Fanney Ingvarsdóttur, ungfrú Ísland 2010 og Pöttru Sriyanonge, fyrirsætuna og markaðsstjóra World Class, Birgittu Líf Björnsdóttur auk fleiri þekktra íslenskra andlita. Þá voru meðal gesta fyrrverandi liðsfélagar Gylfa. Velski fyrrverandi landsliðsmaðurinn Simon Church, sem lék með Gylfa hjá Reading var meðal gesta ásamt fyrrverandi fyrirliða Tottenham, varnarmanninum Ledley King sem gerði sér ferð til Ítalíu ásamt eiginkonu sinni Amy King. Þá var einnig á svæðinu leikkonan Julie Benz sem gerði garðinn frægan með leik sínum í Dexter þáttunum, þar sem hún lék Ritu Bennett, auk þess að hún lék hlutverk Dörlu í Buffy the Vampire Slayer. Benz samgladdist Gylfa og Alexöndru ásamt eiginkanni sínum Rich Orosco sem starfar hjá bandaríska knattspyrnuliðinu Los Angeles FC.Sóli Hólm, Jón Jónsson og Friðrik Dór skemmtu brúðkaupsgestum við Como-vatn.InstagramEftir athöfnina fallegu var komið að veisluhöldunum. Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór voru veislustjórar og stigu á svið, það gerði einnig skemmtikrafturinn Sóli Hólm en fyrr um daginn hafði söngkonan Bríet flutt sína fögru tóna. Síðar í athöfninni var komið að hvítklæddum Jökli úr Kaleo sem lék á gítar og flutti nokkur lög. Síðar um kvöldið þegar leikar tóku að æsast steig rapparinn Aron Can á svið, söngkonan Bríet sneri þá aftur og fluttu þau lag sitt, FEIMIN(N). Þá hefur einnig sést til rapparans úr Kópavogi, Herra Hnetusmjörs í veislunni.Aron Einar Gunnarsson, Ledley King. Herra Hnetusmjör og Sverrir Ingi Ingason.Instagram/AronGunnarsson Ingason15Til heiðurs brúðhjónunum var boðið upp á glæsilega flugeldasýningu við vatnið fallega. Hægt var að fylgjast með gangi mála á Instagram með hashtaginu #LexaSig. Sjá má valdar myndir af Instagram hér að neðan. View this post on Instagram#lexasig A post shared by Hörður Magnússon (@hordurmagnusson) on Jun 15, 2019 at 9:16am PDT View this post on InstagramVið getum vel vanist því að fara í brúðkaup á Ítalíu á hverju ári. #lexasig A post shared by Fanney Ingvarsdóttir (@fanneyingvars) on Jun 15, 2019 at 12:34pm PDT View this post on Instagram#LexaSig A post shared by Elsa Harðar (@elsahardar) on Jun 15, 2019 at 7:05am PDT View this post on InstagramWhat a wedding #lexasig A post shared by Margrét Vala Björgvinsdóttir (@margretvalab) on Jun 15, 2019 at 11:38am PDT View this post on InstagramCelebrating love in Lake Como @alexandrahelga + @gylfisig23 A post shared by Julie Benz (@juliebenzmft) on Jun 14, 2019 at 9:15pm PDT Ítalía Tímamót Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
Það hefur vart farið fram hjá neinum að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram í dag. Engu var til sparað og var brúðkaupið haldið í stórkostlegu umhverfi við Como-vatn í norðurhluta Ítalíu. Ítalska höllin Villa Balbiano við bæinn Ossuccio við Como-vatn varð fyrir valinu og var þar haldin glæsileg brúðkaupsathöfn ásamt því að slegið var upp veislu.Aron Can, Bríet og Jökull úr Kaleo fluttu öll lög fyrir hjónin.InstagramMikill fjöldi prúðbúinna gesta var á svæðinu og má þar nefna landsliðsmenn á borð við Aron Einar Gunnarsson, Rúrik Gíslason og Alfreð Finnbogason, ásamt eiginkonum og kærustum. Þá voru á svæðinu einnig vinkonur Alexöndru eins og Trendnet bloggarana Fanney Ingvarsdóttur, ungfrú Ísland 2010 og Pöttru Sriyanonge, fyrirsætuna og markaðsstjóra World Class, Birgittu Líf Björnsdóttur auk fleiri þekktra íslenskra andlita. Þá voru meðal gesta fyrrverandi liðsfélagar Gylfa. Velski fyrrverandi landsliðsmaðurinn Simon Church, sem lék með Gylfa hjá Reading var meðal gesta ásamt fyrrverandi fyrirliða Tottenham, varnarmanninum Ledley King sem gerði sér ferð til Ítalíu ásamt eiginkonu sinni Amy King. Þá var einnig á svæðinu leikkonan Julie Benz sem gerði garðinn frægan með leik sínum í Dexter þáttunum, þar sem hún lék Ritu Bennett, auk þess að hún lék hlutverk Dörlu í Buffy the Vampire Slayer. Benz samgladdist Gylfa og Alexöndru ásamt eiginkanni sínum Rich Orosco sem starfar hjá bandaríska knattspyrnuliðinu Los Angeles FC.Sóli Hólm, Jón Jónsson og Friðrik Dór skemmtu brúðkaupsgestum við Como-vatn.InstagramEftir athöfnina fallegu var komið að veisluhöldunum. Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór voru veislustjórar og stigu á svið, það gerði einnig skemmtikrafturinn Sóli Hólm en fyrr um daginn hafði söngkonan Bríet flutt sína fögru tóna. Síðar í athöfninni var komið að hvítklæddum Jökli úr Kaleo sem lék á gítar og flutti nokkur lög. Síðar um kvöldið þegar leikar tóku að æsast steig rapparinn Aron Can á svið, söngkonan Bríet sneri þá aftur og fluttu þau lag sitt, FEIMIN(N). Þá hefur einnig sést til rapparans úr Kópavogi, Herra Hnetusmjörs í veislunni.Aron Einar Gunnarsson, Ledley King. Herra Hnetusmjör og Sverrir Ingi Ingason.Instagram/AronGunnarsson Ingason15Til heiðurs brúðhjónunum var boðið upp á glæsilega flugeldasýningu við vatnið fallega. Hægt var að fylgjast með gangi mála á Instagram með hashtaginu #LexaSig. Sjá má valdar myndir af Instagram hér að neðan. View this post on Instagram#lexasig A post shared by Hörður Magnússon (@hordurmagnusson) on Jun 15, 2019 at 9:16am PDT View this post on InstagramVið getum vel vanist því að fara í brúðkaup á Ítalíu á hverju ári. #lexasig A post shared by Fanney Ingvarsdóttir (@fanneyingvars) on Jun 15, 2019 at 12:34pm PDT View this post on Instagram#LexaSig A post shared by Elsa Harðar (@elsahardar) on Jun 15, 2019 at 7:05am PDT View this post on InstagramWhat a wedding #lexasig A post shared by Margrét Vala Björgvinsdóttir (@margretvalab) on Jun 15, 2019 at 11:38am PDT View this post on InstagramCelebrating love in Lake Como @alexandrahelga + @gylfisig23 A post shared by Julie Benz (@juliebenzmft) on Jun 14, 2019 at 9:15pm PDT
Ítalía Tímamót Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“