Bolton getur ekki borgað laun en setti á fót matarsöfnun Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. maí 2019 07:00 Bolton hefur séð sælli daga vísir/getty Veturinn hefur verið erfiður fyrir Bolton Wanderers, innan sem utan vallar. Starfsfólk félagsins hefur ekki fengið greidd laun fyrir vinnu í aprílmánuði og nú hefur félagið sett upp matarsöfnun fyrir starfsfólk sitt. Bolton féll niður í ensku C-deildina í vor og hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum í vetur. Ásamt því að starfsfólk hafi ekki fengið greitt hafa leikmenn liðsins heldur ekki fengið borgað, hvorki fyrir mars né apríl. Í samstarfi við fyrirtæki í nágrenninu hefur Bolton sett upp matarbanka fyrir starfsfólk sitt þar sem mátti nálgast, pasta, dósamat, hrísgrjón, frosnar máltíðir og hreinlætisvörur. „Það er mikill misskilningur að allir innan fótboltans séu á kóngalaunum. Mikið af starfsfólkinu á bak við tjöldin er á mjög lágum launum,“ sagði Phil Mason, talsmaður Bolton. „Starfsfólkið þarf að borga af húslánum eða leigu, það þarf að bera mat á borðið fyrir fjölskyldur sínar og komast í og frá vinnu.“ Þá hefur samfélagssjóði félagsins borist aðstoð frá öðru félagi, sem ekki hefur verið opinberlega nefnt en BBC segir líklega vera Preston North End. „Það er gríðarlega ánægjulegt að við höfum fengið aðstoð frá félagi í Championshipdeildinni,“ sagði Mason. „Félagið gaf okkur stóra upphæð í formi afsláttarmiða í Asda og Sainsbury's [breskar matvöruverslanir] og við getum notað þá í að nálgast meiri birgðir í matarbankann fyrir starfsfólkið.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Bolton í greiðslustöðvun og byrjar næsta tímabil með tólf stig í mínus Allt í steik hjá Bolton Wanderers. 8. maí 2019 10:28 Leik Bolton aflýst vegna verkfalls leikmanna Bolton Wanderers getur ekki stillt upp liði í næstsíðustu umferð ensku B-deildarinnar þar sem leikmenn liðsins neita að mæta í leikinn vegna vangoldinna launa. 27. apríl 2019 11:30 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sport Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
Veturinn hefur verið erfiður fyrir Bolton Wanderers, innan sem utan vallar. Starfsfólk félagsins hefur ekki fengið greidd laun fyrir vinnu í aprílmánuði og nú hefur félagið sett upp matarsöfnun fyrir starfsfólk sitt. Bolton féll niður í ensku C-deildina í vor og hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum í vetur. Ásamt því að starfsfólk hafi ekki fengið greitt hafa leikmenn liðsins heldur ekki fengið borgað, hvorki fyrir mars né apríl. Í samstarfi við fyrirtæki í nágrenninu hefur Bolton sett upp matarbanka fyrir starfsfólk sitt þar sem mátti nálgast, pasta, dósamat, hrísgrjón, frosnar máltíðir og hreinlætisvörur. „Það er mikill misskilningur að allir innan fótboltans séu á kóngalaunum. Mikið af starfsfólkinu á bak við tjöldin er á mjög lágum launum,“ sagði Phil Mason, talsmaður Bolton. „Starfsfólkið þarf að borga af húslánum eða leigu, það þarf að bera mat á borðið fyrir fjölskyldur sínar og komast í og frá vinnu.“ Þá hefur samfélagssjóði félagsins borist aðstoð frá öðru félagi, sem ekki hefur verið opinberlega nefnt en BBC segir líklega vera Preston North End. „Það er gríðarlega ánægjulegt að við höfum fengið aðstoð frá félagi í Championshipdeildinni,“ sagði Mason. „Félagið gaf okkur stóra upphæð í formi afsláttarmiða í Asda og Sainsbury's [breskar matvöruverslanir] og við getum notað þá í að nálgast meiri birgðir í matarbankann fyrir starfsfólkið.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Bolton í greiðslustöðvun og byrjar næsta tímabil með tólf stig í mínus Allt í steik hjá Bolton Wanderers. 8. maí 2019 10:28 Leik Bolton aflýst vegna verkfalls leikmanna Bolton Wanderers getur ekki stillt upp liði í næstsíðustu umferð ensku B-deildarinnar þar sem leikmenn liðsins neita að mæta í leikinn vegna vangoldinna launa. 27. apríl 2019 11:30 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sport Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
Bolton í greiðslustöðvun og byrjar næsta tímabil með tólf stig í mínus Allt í steik hjá Bolton Wanderers. 8. maí 2019 10:28
Leik Bolton aflýst vegna verkfalls leikmanna Bolton Wanderers getur ekki stillt upp liði í næstsíðustu umferð ensku B-deildarinnar þar sem leikmenn liðsins neita að mæta í leikinn vegna vangoldinna launa. 27. apríl 2019 11:30