Mikið af nýjungum í iPhone 6S Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2015 18:39 Hægt verður að fá sérstaka hleðslustöð. Skjáskot „Það eina sem hefur breyst er allt,“ sagði Tim Cook, forstjóri Apple þegar nýjustu útgáfur af iPhone-símum Apple voru kynntar. Símarnir eru stútfullir af nýjungum. Símarnir nefnast iPhone 6S og iPhone 6S Plus og munu koma í fjórum litum, geimgráum, gulllit, silfurlit og rósgylltu. Glerið í skjánum hefur verið styrkt og svokallað 3D touch hefur verið kynnt til leiks. Hægt verður að fá nokkrar útgáfur af símanum, 16gb, 64gb og 128gb. Mun síminn geta numið með hversu miklu afli er þrýst á skjáinn og birta upplýsingar eftir því. Til að mynda er hægt að þrýsta létt á heimaskjáinn og þar birtast aðgerðir sem algengt er að notandinn nýti sér, eins og að senda skilaboð eða hringja símtal.Skjárinn nemur hve fast er þrýst á skjáinn.SkjáskotBúið er að uppfæra örgjörvann í símanum og er hann að sögn hraðari en nokkur annar örgjörvi sem verið hefur í iPhone-símum hingað til. A9 örgjörfinn þarf minna afl og virkar hraðar, bæði í grafíkvinnslu sem og venjulegri vinnslu. Myndavélin fær uppfærslu og er nú orðin 12 megapixlar og getur húb tekið upp myndbönd í 4K upplausn. Myndavélin framan á símanum er 5 megapixlar og hægt verður að nota skjáinn á símanum sem flass. Jafnframt kynnti Apple svokallað Live Photos en símarnir munu sjálfkrafa taka upp 1,5 sekúndu fyrir og eftir myndir sem notandi tekur svo hægt sé að endurupplifa augnablikið sem myndin var tekin á. Símarnir koma út 25. september í Bandaríkjunum, Frakklandi, Bretlandi, Kína, Japan og Ástralíu og verða komnir til 130 landa fyrir lok ársins.#appleis Tweets Tækni Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
„Það eina sem hefur breyst er allt,“ sagði Tim Cook, forstjóri Apple þegar nýjustu útgáfur af iPhone-símum Apple voru kynntar. Símarnir eru stútfullir af nýjungum. Símarnir nefnast iPhone 6S og iPhone 6S Plus og munu koma í fjórum litum, geimgráum, gulllit, silfurlit og rósgylltu. Glerið í skjánum hefur verið styrkt og svokallað 3D touch hefur verið kynnt til leiks. Hægt verður að fá nokkrar útgáfur af símanum, 16gb, 64gb og 128gb. Mun síminn geta numið með hversu miklu afli er þrýst á skjáinn og birta upplýsingar eftir því. Til að mynda er hægt að þrýsta létt á heimaskjáinn og þar birtast aðgerðir sem algengt er að notandinn nýti sér, eins og að senda skilaboð eða hringja símtal.Skjárinn nemur hve fast er þrýst á skjáinn.SkjáskotBúið er að uppfæra örgjörvann í símanum og er hann að sögn hraðari en nokkur annar örgjörvi sem verið hefur í iPhone-símum hingað til. A9 örgjörfinn þarf minna afl og virkar hraðar, bæði í grafíkvinnslu sem og venjulegri vinnslu. Myndavélin fær uppfærslu og er nú orðin 12 megapixlar og getur húb tekið upp myndbönd í 4K upplausn. Myndavélin framan á símanum er 5 megapixlar og hægt verður að nota skjáinn á símanum sem flass. Jafnframt kynnti Apple svokallað Live Photos en símarnir munu sjálfkrafa taka upp 1,5 sekúndu fyrir og eftir myndir sem notandi tekur svo hægt sé að endurupplifa augnablikið sem myndin var tekin á. Símarnir koma út 25. september í Bandaríkjunum, Frakklandi, Bretlandi, Kína, Japan og Ástralíu og verða komnir til 130 landa fyrir lok ársins.#appleis Tweets
Tækni Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira