Stím málið

Fréttamynd

Ákærðir fyrir umboðssvik

Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, Jóhannesi Baldurssyni, einn stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital, fyrir umboðssvik.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sigurður áminntur fyrir hótanir

Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hefur verið áminntur af Lögmannafélagi Íslands fyrir að hafa brotið gróflega gegn siðareglum félagsins með framkomu sinni í garð lögmanna Lex lögmannsstofunnar. Um þetta upplýsti Sigurður sjálfur í dag en í bloggi sínu sem hann birti síðdegis skrifar hann að nú viti hann hvernig á að umgangast aðra lögmenn. "Ekki seinna vænna,“ bætti hann svo við.

Innlent
Fréttamynd

Í bótamál við fimm manns vegna Stíms

Slitastjórn Glitnis hefur stefnt fimm manns vegna láns sem veitt var til félagsins Stíms í janúar 2008. Fólkið er krafið um 366 milljónir króna í skaðabætur. Í málinu mun í fyrsta sinn reyna á nýlegt ákvæði í gjaldþrotalögunum fyrir dómstólum.

Innlent
Fréttamynd

Stím málið bíður á borði ákæruvaldsins

Rannsókn sérstaks saksóknara í hinu svokallaða Stím máli lauk í seinasta mánuði. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verður gefin út í málinu. Málið er á borði saksóknara sem ræður framhaldi þess.

Innlent
Fréttamynd

Rann­sókn á Stím að ljúka

Rannsókn sérstaks saksóknara á Stím-málinu er á lokastigi og á henni að ljúka í næstu viku, samkvæmt heimildum. Þegar rannsókn lýkur fær saksóknari málið á sitt borð og tekur ákvörðun um saksókn eða niðurfellingu málsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stefnt fyrir að flytja ábyrgðir á ónýt félög

Slitastjórn Glitnis höfðar skaðabótamál gegn tveimur fyrrverandi starfsmönnum bankans. Sagðir hafa fært milljarða skuldbindingar frá stöndugum félögum yfir á gjaldþrota Stím og Gnúp. Sérstakur saksóknari rannsakar málið sem umboðssvik.

Innlent
Fréttamynd

Dómari bíður eftir sérstökum

Sex milljarða skaðabótamál slitastjórnar Glitnis, kennt við félagið Aurum Holding, á hendur stjórnendum bankans er nú í biðstöðu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómari vill vita hvað kemur út úr rannsókn sérstaks saksóknara á málinu áður en lengra verður haldið.

Innlent
Fréttamynd

Rannsaka lán til Salts og Rákungs

Rannsókn embættis sérstaks saksóknara á Glitni beinist að meintri kerfisbundinni markaðsmisnotkun bankans yfir margra ára tímabil fyrir bankahrun. Hin meintu brot ná allt aftur til ársins 2004 og viðskiptin sem eru rannsökuð nema á annað hundrað milljörðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tengjast rannsókn sérstaks saksóknara

Skilanefnd gamla Landsbankans ætlar á ný að reyna að sækja 10 milljónir svissneskra franka, jafnvirði 1,4 milljarða íslenskra króna, til eignarhaldsfélaga feðganna Flosa Valgeirs Jakobssonar og Jakobs Valgeirs Flosasonar í Bolungarvík. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 31. ágúst næstkomandi.

Viðskipti innlent