Þótti Stím óþægilega mikið skuldsett félag strax í upphafi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2015 10:30 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/stefán Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, þótti félagið Stím óþægilega mikið skuldsett, eða „gírað“ eins og hann orðaði það á sínum tíma, en fjárfestingabankinn sem hann stýrði lánaði Stím einn milljarð króna til að kaupa hlutabréf í nóvember 2007. Þá eignaðist Saga Capital jafnframt 6,25 prósent eignarhlut í Stím en Glitnir var stærsti hluthafi félagsins og lánaði því jafnframt tæpa 20 milljarða til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group. Þorvaldur er ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Jóhannesar Baldurssonar sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis. Meint umboðssvik fólust í því að einn fagfjárfestasjóða Glitnis keypti skuldabréf af Saga Capital í ágúst 2008 en útgefandi bréfsins var Stím. Upphaflega var skuldabréfið lánssamningur milli Sögu Capital og Stím vegna láns fjárfestingabankans til félagsins, en samningnum var breytt í skuldabréf skömmu eftir að hann var undirritaður í nóvember 2007.Viðskiptalegar forsendur hafi verið fyrir sölu skuldabréfsinsVill ákæruvaldið meina að bæði Þorvaldur og Jóhannes hafi mátt vita að staða Stím væri slæm í ágúst 2008 þegar fagfjárfestasjóður Glitnis keypti skuldabréfið en samkvæmt ákæru var eigið fé Stím neikvætt og eignir félagsins höfðu rýrnað verulega. Fjármunum fagfjárfestasjóðsins var því stofnað í verulega hættu með kaupunum á bréfinu að mati ákæruvaldsins. Þorvaldur neitar sök í málinu og krefst sýknu. Fyrir dómi sagði hann að hann teldi að viðskiptalegar forsendur hefðu verið fyrir því að fagfjárfestasjóðurinn keypti skuldabréfið. Hann taldi að Glitnir væri í góðum málum rekstarlega séð enda höfðu fyrstu sex mánuðir ársins 2008 fært félaginu 40 milljarða. Að auki hafði bankinn allar upplýsingar um stöðu Stím á þessum tíma en fram kom við skýrslutökuna að sjálfum hafði Þorvaldi gengið illa að fá upplýsingar um skuldastöðu félagsins fyrri hluta árs 2008. Var einfaldlega að gæta hagsmuna Sögu CapitalAð mati Þorvaldar stýrði Glitnir Stím en framkvæmdastjóri félagsins kom hins vegar frá Saga Capital. Sagði Þorvaldur að það hafi verið nokkuð snúið:„Hvernig áttum við að vera í forsvari fyrir félag sem við vissum ekkert um?“ spurði hann meðal annars í dómsal í dag. Í máli sínu lagði Þorvaldur mikla áherslu á það að hann hafi verið að gæta hagsmuna Sögu Capital eins og honum bar skylda til. Þess vegna hafi hann til að mynda þrýst mikið á að um að fá upplýsingar um skuldastöðu Stím og það hvernig skuldastýring félagsins gengi hjá Glitni. Þá sagðist hann efast um að hann myndi breyta öðruvísi í dag enda hafi hann þarna verið í hagsmunagæslu fyrir banka sem hann var í forsvari fyrir. Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59 Lárus Welding í héraðsdómi: „Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif“ Fyrrverandi forstjóri Glitnis gagnrýndi bæði fjölmiðla og embætti sérstaks saksóknara í ræðu sem hann hélt við upphaf aðalmeðferðar í STÍM-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. nóvember 2015 15:06 Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, þótti félagið Stím óþægilega mikið skuldsett, eða „gírað“ eins og hann orðaði það á sínum tíma, en fjárfestingabankinn sem hann stýrði lánaði Stím einn milljarð króna til að kaupa hlutabréf í nóvember 2007. Þá eignaðist Saga Capital jafnframt 6,25 prósent eignarhlut í Stím en Glitnir var stærsti hluthafi félagsins og lánaði því jafnframt tæpa 20 milljarða til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group. Þorvaldur er ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Jóhannesar Baldurssonar sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis. Meint umboðssvik fólust í því að einn fagfjárfestasjóða Glitnis keypti skuldabréf af Saga Capital í ágúst 2008 en útgefandi bréfsins var Stím. Upphaflega var skuldabréfið lánssamningur milli Sögu Capital og Stím vegna láns fjárfestingabankans til félagsins, en samningnum var breytt í skuldabréf skömmu eftir að hann var undirritaður í nóvember 2007.Viðskiptalegar forsendur hafi verið fyrir sölu skuldabréfsinsVill ákæruvaldið meina að bæði Þorvaldur og Jóhannes hafi mátt vita að staða Stím væri slæm í ágúst 2008 þegar fagfjárfestasjóður Glitnis keypti skuldabréfið en samkvæmt ákæru var eigið fé Stím neikvætt og eignir félagsins höfðu rýrnað verulega. Fjármunum fagfjárfestasjóðsins var því stofnað í verulega hættu með kaupunum á bréfinu að mati ákæruvaldsins. Þorvaldur neitar sök í málinu og krefst sýknu. Fyrir dómi sagði hann að hann teldi að viðskiptalegar forsendur hefðu verið fyrir því að fagfjárfestasjóðurinn keypti skuldabréfið. Hann taldi að Glitnir væri í góðum málum rekstarlega séð enda höfðu fyrstu sex mánuðir ársins 2008 fært félaginu 40 milljarða. Að auki hafði bankinn allar upplýsingar um stöðu Stím á þessum tíma en fram kom við skýrslutökuna að sjálfum hafði Þorvaldi gengið illa að fá upplýsingar um skuldastöðu félagsins fyrri hluta árs 2008. Var einfaldlega að gæta hagsmuna Sögu CapitalAð mati Þorvaldar stýrði Glitnir Stím en framkvæmdastjóri félagsins kom hins vegar frá Saga Capital. Sagði Þorvaldur að það hafi verið nokkuð snúið:„Hvernig áttum við að vera í forsvari fyrir félag sem við vissum ekkert um?“ spurði hann meðal annars í dómsal í dag. Í máli sínu lagði Þorvaldur mikla áherslu á það að hann hafi verið að gæta hagsmuna Sögu Capital eins og honum bar skylda til. Þess vegna hafi hann til að mynda þrýst mikið á að um að fá upplýsingar um skuldastöðu Stím og það hvernig skuldastýring félagsins gengi hjá Glitni. Þá sagðist hann efast um að hann myndi breyta öðruvísi í dag enda hafi hann þarna verið í hagsmunagæslu fyrir banka sem hann var í forsvari fyrir.
Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59 Lárus Welding í héraðsdómi: „Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif“ Fyrrverandi forstjóri Glitnis gagnrýndi bæði fjölmiðla og embætti sérstaks saksóknara í ræðu sem hann hélt við upphaf aðalmeðferðar í STÍM-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. nóvember 2015 15:06 Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59
Lárus Welding í héraðsdómi: „Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif“ Fyrrverandi forstjóri Glitnis gagnrýndi bæði fjölmiðla og embætti sérstaks saksóknara í ræðu sem hann hélt við upphaf aðalmeðferðar í STÍM-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. nóvember 2015 15:06
Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52