Stefnt fyrir að flytja ábyrgðir á ónýt félög Stígur Helgason skrifar 9. mars 2013 06:00 Til rannsóknar Jóhannes, til hægri, og Elmar, til vinstri, voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvemberlok 2011 og gæsluvarðhalds krafist yfir þeim vegna rannsókna sérstaks saksóknara. Fallist var á varðhald yfir Jóhannesi en ekki Elmari. Fréttablaðið/anton Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur tveimur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis, þeim Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni, vegna gerninga frá því í septemberlok 2008, rétt fyrir bankahrun, sem sérstakur saksóknari rannsakar sem umboðssvik. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskiptadeildar Glitnis fyrir hrun og Elmar var undirmaður hans þar. Málið sem stefnt er vegna snýst um að tvímenningarnir hafi, í lok september 2008, fært milljarða skuldbindingar frá stöndugum félögum yfir á félög sem þá töldust ógjaldfær, Stím og Gnúp, án þess að nokkrar tryggingar kæmu á móti því. Með því hafi Glitni verið bakað mikið tjón, þótt það hafi reyndar enn ekki verið metið að fullu. Einungis er stefnt til viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Skuldbindingarnar voru til komnar vegna fjölda framvirkra samninga með hlutabréf í Glitni og voru færðar frá félögum á borð við GT Capital ehf., í eigu athafnamannsins Gunnars Torfasonar, og BLÓ ehf., í eigu Óskars Eyjólfssonar, bónda í Hjarðartúni við Hvolsvöll. Báðir áttu hlut í Stími; Gunnar fimmtán prósent og BLÓ ehf. tíu prósent. Þessar gjörðir Jóhannesar og Elmars eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um umboðssvik, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Jóhannes er einn þriggja fyrrverandi starfsmanna Glitnis sem voru hnepptir í gæsluvarðhald í lok nóvember 2011 vegna rannsókna á málum sem tengjast bankanum. Hinir tveir eru Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri, og Ingi Rafnar Júlíusson, sem var verðbréfamiðlari hjá bankanum. Þeir sátu allir í tæpa viku í varðhaldi. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, fór á þeim tíma einnig fram á gæsluvarðhald yfir Elmari en þeirri kröfu hafnaði héraðsdómur. Skaðabótamál slitastjórnarinnar gegn tvímenningunum verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 22. mars næstkomandi. Stím málið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur tveimur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis, þeim Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni, vegna gerninga frá því í septemberlok 2008, rétt fyrir bankahrun, sem sérstakur saksóknari rannsakar sem umboðssvik. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskiptadeildar Glitnis fyrir hrun og Elmar var undirmaður hans þar. Málið sem stefnt er vegna snýst um að tvímenningarnir hafi, í lok september 2008, fært milljarða skuldbindingar frá stöndugum félögum yfir á félög sem þá töldust ógjaldfær, Stím og Gnúp, án þess að nokkrar tryggingar kæmu á móti því. Með því hafi Glitni verið bakað mikið tjón, þótt það hafi reyndar enn ekki verið metið að fullu. Einungis er stefnt til viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Skuldbindingarnar voru til komnar vegna fjölda framvirkra samninga með hlutabréf í Glitni og voru færðar frá félögum á borð við GT Capital ehf., í eigu athafnamannsins Gunnars Torfasonar, og BLÓ ehf., í eigu Óskars Eyjólfssonar, bónda í Hjarðartúni við Hvolsvöll. Báðir áttu hlut í Stími; Gunnar fimmtán prósent og BLÓ ehf. tíu prósent. Þessar gjörðir Jóhannesar og Elmars eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um umboðssvik, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Jóhannes er einn þriggja fyrrverandi starfsmanna Glitnis sem voru hnepptir í gæsluvarðhald í lok nóvember 2011 vegna rannsókna á málum sem tengjast bankanum. Hinir tveir eru Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri, og Ingi Rafnar Júlíusson, sem var verðbréfamiðlari hjá bankanum. Þeir sátu allir í tæpa viku í varðhaldi. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, fór á þeim tíma einnig fram á gæsluvarðhald yfir Elmari en þeirri kröfu hafnaði héraðsdómur. Skaðabótamál slitastjórnarinnar gegn tvímenningunum verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 22. mars næstkomandi.
Stím málið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira