Gaf LEX tvær klukkustundir til þess að falla frá málarekstri 16. mars 2013 18:13 LEX stefnir Jakobi Valgeiri fyrir hönd þrotabús Glitnis. Lögmannsstofan LEX hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna bloggfærslu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns sem hann birti í dag á vefsvæði Pressunnar og Vísir greindi frá, en þar kemur fram að hann hafi hótað að gera atlögu að orðspori lögmannstofunnar. Í bloggfærslunni upplýsti Sigurður að hann hefði verið kærður til siðanefndar Lögmannafélags Íslands af lögmannsstofunni fyrir hótanir. Málið snýst um skjólstæðing Sigurðar, Jakob Valgeir Flosason, sem þrotabú Glitnis hefur stefnt fyrir stjórnarsetu sína hjá skúffufyrirtækinu Stím. Það er LEX sem sér um málið fyrir þrotabúið. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að Sigurður hafi gerst sekur um tilraun til að hindra lögmenn stofunnar í að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna og hafi með því gerst brotlegur við siðareglur lögmanna. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: Lögmannsstofan LEX hefur kært Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til úrskurðarnefndar Lögmannafélags Íslands. LEX telur Sigurð hafa gerst sekan um tilraun til að hindra lögmenn stofunnar í að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna og hafi með því gerst brotlegur við siðareglur lögmanna. Í tölvubréfi sem fimm lögmönnum LEX barst frá Sigurði miðvikudaginn 13. mars sl. komu fram alvarlegar hótanir í garð starfsmanna LEX. Í bréfinu veitti Sigurður, lögmannsstofunni LEX, tveggja klukkustunda frest til þess að falla frá málarekstri á hendur einum af umbjóðendum Sigurðar, ellegar yrði gerð atlaga að orðspori starfsmanna lögmannsstofunnar. Þess konar hótanir eru fordæmalausar í samskiptum lögmanna hér á landi og ekki er unnt að láta slík vinnubrögð óátalin. Því var samdægurs tekin ákvörðun um að kæra háttsemi Sigurðar til Lögmannafélags Íslands. Vegna þeirra ásakana sem Sigurður hefur haft uppi er rétt að skýrt komi fram að starfsmenn LEX hafa í hvívetna sinnt störfum sínum í samræmi við lög og góða starfshætti. Vegna falls Glitnis banka fengust ekki þau gögn sem þurfti til að unnt væri að ljúka ársreikningsgerð fyrir þau félög sem Sigurður kýs að draga inn í umræðuna. Tilraunir starfsmanna LEX til að afla þeirra hjá bankanum báru ekki árangur. Auðvelt er að geta sér til um ástæður þess, enda var mikið álag á starfsfólki bankans á haustdögum 2008. Starfsmenn LEX veittu hvorki bankanum né nokkrum öðrum ráðgjöf í tengslum við stofnun umræddra félaga eða fjárfestingar þeirra. Allar ákvarðanir um fjárhagslegar skuldbindingar þeirra félaga sem Sigurður týnir til voru teknar áður en að starfsmenn LEX tóku sæti í stjórn þeirra og engin starfsemi var í félögunum á meðan á stjórnarsetu starfsmannanna stóð. Um allt þetta ætti Sigurði G. Guðjónssyni að vera full kunnugt sem stjórnarmanni Glitnis banka á þessum tíma. Þrátt fyrir það kýs hann að haga málflutningi sínum með þeim ranga og ósmekklega hætti sem raun ber vitni. Lögmannsstofan LEX átelur hótanir Sigurðar G. Guðjónssonar, enda teljast þær alvarleg tilraun til að hindra lögmenn í að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna. Mál eins og þetta skal reka á réttum vettvangi, í sölum dómstóla, en ekki með meðulum eins og þeim sem lögmaðurinn beitir. Stím málið Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Lögmannsstofan LEX hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna bloggfærslu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns sem hann birti í dag á vefsvæði Pressunnar og Vísir greindi frá, en þar kemur fram að hann hafi hótað að gera atlögu að orðspori lögmannstofunnar. Í bloggfærslunni upplýsti Sigurður að hann hefði verið kærður til siðanefndar Lögmannafélags Íslands af lögmannsstofunni fyrir hótanir. Málið snýst um skjólstæðing Sigurðar, Jakob Valgeir Flosason, sem þrotabú Glitnis hefur stefnt fyrir stjórnarsetu sína hjá skúffufyrirtækinu Stím. Það er LEX sem sér um málið fyrir þrotabúið. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að Sigurður hafi gerst sekur um tilraun til að hindra lögmenn stofunnar í að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna og hafi með því gerst brotlegur við siðareglur lögmanna. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: Lögmannsstofan LEX hefur kært Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til úrskurðarnefndar Lögmannafélags Íslands. LEX telur Sigurð hafa gerst sekan um tilraun til að hindra lögmenn stofunnar í að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna og hafi með því gerst brotlegur við siðareglur lögmanna. Í tölvubréfi sem fimm lögmönnum LEX barst frá Sigurði miðvikudaginn 13. mars sl. komu fram alvarlegar hótanir í garð starfsmanna LEX. Í bréfinu veitti Sigurður, lögmannsstofunni LEX, tveggja klukkustunda frest til þess að falla frá málarekstri á hendur einum af umbjóðendum Sigurðar, ellegar yrði gerð atlaga að orðspori starfsmanna lögmannsstofunnar. Þess konar hótanir eru fordæmalausar í samskiptum lögmanna hér á landi og ekki er unnt að láta slík vinnubrögð óátalin. Því var samdægurs tekin ákvörðun um að kæra háttsemi Sigurðar til Lögmannafélags Íslands. Vegna þeirra ásakana sem Sigurður hefur haft uppi er rétt að skýrt komi fram að starfsmenn LEX hafa í hvívetna sinnt störfum sínum í samræmi við lög og góða starfshætti. Vegna falls Glitnis banka fengust ekki þau gögn sem þurfti til að unnt væri að ljúka ársreikningsgerð fyrir þau félög sem Sigurður kýs að draga inn í umræðuna. Tilraunir starfsmanna LEX til að afla þeirra hjá bankanum báru ekki árangur. Auðvelt er að geta sér til um ástæður þess, enda var mikið álag á starfsfólki bankans á haustdögum 2008. Starfsmenn LEX veittu hvorki bankanum né nokkrum öðrum ráðgjöf í tengslum við stofnun umræddra félaga eða fjárfestingar þeirra. Allar ákvarðanir um fjárhagslegar skuldbindingar þeirra félaga sem Sigurður týnir til voru teknar áður en að starfsmenn LEX tóku sæti í stjórn þeirra og engin starfsemi var í félögunum á meðan á stjórnarsetu starfsmannanna stóð. Um allt þetta ætti Sigurði G. Guðjónssyni að vera full kunnugt sem stjórnarmanni Glitnis banka á þessum tíma. Þrátt fyrir það kýs hann að haga málflutningi sínum með þeim ranga og ósmekklega hætti sem raun ber vitni. Lögmannsstofan LEX átelur hótanir Sigurðar G. Guðjónssonar, enda teljast þær alvarleg tilraun til að hindra lögmenn í að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna. Mál eins og þetta skal reka á réttum vettvangi, í sölum dómstóla, en ekki með meðulum eins og þeim sem lögmaðurinn beitir.
Stím málið Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira