Ísland í dag

Smíðaði sjálf útieldhús á einum degi fyrir um 20 þúsund
Eva Ósk Guðmundsdóttir nemi í Landbúnaðarháskólanum teiknaði hún og smíðaði sjálf útieldhús á aðeins einum degi. Eva og maður hennar eiga lítinn sumarbústað og langaði til þess að búa til skemmtileg útirými í staðinn fyrir að stækka sumarbústaðinn.

„Eins og smábarn aftur“ eftir alvarlegt bílslys
Fannar Freyr Þorbergsson beið hálsbrotinn í sex tíma við hliðina á veginum eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi. Hann hlaut skaða á mænu og lamaðist fyrir neðan brjóst en gafst aldrei upp og er í dag í námi og reynir líka að eignast fjölskyldu.

„Núna er þetta fullkomið“
Þegar Ísland í dag hitti Ásu Huldu Oddsdóttur og Hörð Þór Jóhannsson fyrir rúmu ári, voru þau glíma við ófrjósemi. Þau þráðu ekkert heitar en að eignast barn og nú rúmu ári seinna hefur draumur þeirra loksins ræst.

Með Euromarket-málið á borði sínu og skilur lítið í fullyrðingum Þórðar
Tekin verður ákvörðun á næstu tveimur mánuðum um hvort ákæra verði gefin út í Euromarket málinu svokallaða að sögn saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara.

Vill að lögregla viðurkenni mistök í Euromarket-málinu
„Þarna var fólk rifið upp um miðja nótt og handjárnað á gólfinu fyrir framan börnin sín“ segir Þórður Magnússon sem dreginn var inn í Euromarket málið svokallaða sem lögregla hefur haft til rannsóknar og er sagt snúa að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi.

Íslenskur tvíkynhneigður prestur slær í gegn á TikTok
Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri hefur að undanförnu vakið töluverða athygli fyrir að nýta sér samfélagsmiðilinn TikTok í starfi sínu, en hann byrjaði á miðlinum til að hafa ofan af fyrir sér og börnunum sínum þremur í samkomubanninu í vor.

„Lýðheilsa er ein mesta áskorun okkar tíma“
Eva Laufey skoraði á Steinda maraþonmann og Guðna Th. forseta Íslands í spretthlaupi. Forsetinn hefur hlaupið 16 eða 17 hálfmaraþon og gefur Íslendingum góð ráð varðandi hlaup.

Svona er dagur í lífi bryta á Íslandi
Á Íslandi eru tveir brytar, annar er á Bessastöðum en hinn vinnur á hóteli. En af hverju fer fólk í þetta nám og hvað gengur bryti langt í að þjóna viðskiptavininum? Ísland í dag fékk að fylgjast með degi í lífi Erlings Gunnarssonar sem er bryti á The Retreat Blue lagoon.

„Ég veit ég þarf að jarða barnið mitt“
Móðir fjölfatlaðs drengs segir meira en að segja það að sjá um barn sem er fjölfatlað og að fólk þori ekki alltaf að tala um óþægilegu hliðarnar á þeim málum. Því vilji hún breyta.

Hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina
Í þáttunum FC Ísland ferðast margir af þekktustu fyrrverandi knattspyrnumönnum Íslands um landið og skora á knattspyrnulið á landsbyggðinni í góðgerðarleik til styrktar góðu málefni í hverju sveitarfélagi.

Sárnaði kjaftasögurnar í byrjun en leiðir þær hjá sér
Unnur Steinsson var viðmælandi Völu Matt í Íslandi í dag. Þar ræddi hún um fegurðarsamkeppnirnar, fjölskylduna og lífið á Stykkishólmi.

„Viðbjóðslega fyndinn karakter“
Tökur á skemmtiþættinum Eurogarðurinn eru á enda og fer hann í loftið á Stöð 2 í haust. Þættirnir eiga að vera mjög svo óviðeigandi og óþægilegir á köflum og hræðilega fyndnir líka.

„Uppgjöfin var mér erfið“
Íþróttafræðingurinn og heilsu frumkvöðullinn Jónína Benediktsdóttir hefur lengi verið áberandi í íslensku þjóðfélagi. Jónína hefur alltaf verið opinská og hrein og bein og nú er hún nýkomin úr áfengismeðferð og ræddi við Völu Matt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

„Ég þorði ekki að segja neinum, ég vildi það ekki“
Gísli Már Helgason er Ólafsfirðingur og fimm barna faðir sem hefur búið í Svíþjóð síðastliðin 23 ár. Hann flutti frá Íslandi eftir röð áfalla sem gerðu það að verkum að honum fannst sér ekki vært þar lengur og vildi komast burt í nýtt umhverfi.

Orðinn hundrað ára og fer enn í sumarbústaðinn í Danmörku
Þegar hann hætti að vinna ákvað Oddur Magnússon þá tæplega sjötugur að kaupa sumarhús í Danmörku ásamt danskri eiginkonu sinni. Þau langaði að verja sumrunum þar en því miður lést Kirsten stuttu síðar.

Líka hægt að ferðast innanlands til Reykjavíkur
Hvert getum við ferðast innanlands í sumar? Þetta er spurning sem margir Íslendingar eru að velta fyrir sér í dag.

Katla hefur misst sjötíu kíló eftir magaermisaðgerð: „Maður þarf að taka hausinn í gegn“
Árið 2018 fór Katla Snorradóttir í magaermisaðgerð og hefur síðan þá misst rúmlega 70 kíló eða helming þyngdar sinnar.

„Er rosalega mikil landsbyggðartútta“
Eva Laufey og nýi matarvagninn hennar ferðast um landið í sumar og hófst fjörið á laugardaginn.

Íslendingar hvattir til að dreifa myndum sem sýna hversu gott lífið er hér
Myndaleikur Icelandair 2020 heitir Heimssókn og er markmiðið er að fá Íslendinga til þess að taka myndir af landinu, deila á Facebook eða Instagram og merkja þær #icelandisopen.

Fjandinn varð laus þegar Jenný ákvað loksins að skilja við manninn
Þegar Jenný Kristín Valberg var tvítug kynntist hún fyrrverandi eiginmanni sínum. Með honum var hún í sjö ár og eignaðist með honum tvö börn. Leiðir þeirra skildu, hún flutti á Selfoss og kynntist þar öðrum manni sem hún var vinkona í sjö mánuði áður en þau byrjuðu saman.

„Þakkaði honum fyrir að hafa verið bróðir minn“
Þann 27. maí árið 2006 létust tveir skipverjar um borð í Akureyrinni, frystitogara Samherja, þegar eldur kom upp þar sem skipið var við veiðar 75 sjómílur vestur af Látrabjargi. Skipverjarnir hétu Birgir Bertelsen og Hafþór Sigurgeirsson en þeir voru báðir þaulreyndir sjómenn sem gáfu sjómennskunni allt og nutu mikillar virðingar félaga sinna um borð.

„Var í langan tíma búin telja mér trú um að ég væri tilfinningalaus“
Þær fóru í gegnum framhaldsskóla án þess að koma út úr skápnum í þeirri von um að falla betur inn í hópinn. Hjónin Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir fóru af stað með nýtt hlaðvarp á dögunum sem kallast Raunveruleikinn.

Ræktar 150 tonn af grænmeti á ári í 300 fermetrum
Andri Björn Gunnarsson er grænmetisbóndi af þeirri gerð sem fáir Íslendingar hafa heyrt um áður en hann starfrækir fyrirtækið Hárækt sem sérhæfir sig í lóðréttum landbúnaði eða Vertical Farming eins og það er kallað úti í hinum stóra heimi.

Dúndur veitingastaðir á hjólum fara í öll úthverfin og landsbyggðina
Eitt af því skemmtilegasta sem Covid-19 leiddi af sér eru ævintýralega góðir veitingastaðir á hjólum sem nú fara í öll úthverfi Reykjavíkur og miðborgina.

Var lengi vel með mikla minnimáttarkennd vegna útlitsins
Sindri Sindrason settist niður með alþingiskonunni Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur einn morguninn á heimili hennar í Hafnarfirðinum og fóru þau yfir morgunrútínuna með formanni Viðreisnar.

Salan rauk upp og eigandinn með Covid-19: „Kynlíf er eins og mýkingarefni“
Hún fann sig ekki í skólakerfinu og gafst upp á námi eftir grunnskóla, fór sínar eigin leiðir og opnaði sitt fyrsta fyrirtæki þegar hún var aðeins 21 árs gömul og nú níu árum síðar rekur hún afar farsælt fyrirtæki, kynlífstækjaverslunina Blush ásamt því að koma að öðrum fyrirtækjum sem fjárfestir.

Kom út í lífið án þess að eiga séns
Myndlistamaðurinn Tolli Morthens hefur um langa hríð leitt mikið uppbyggingarstarf á meðal fanga á Íslandi.

Með sex grill á pallinum: „Þetta er bara áhugamál og della“
Grindvíkingurinn Alfreð Fannar Björnsson er án efa mesti dellumaður landsins, tekur allt með trompi hvort sem það snýr að veiðinni, bílasprautun eða öðru. Og síðasta æðið hans er að grilla. Og þá þýðir ekkert að eiga eitt grill. Nei, á pallinn eru komin sex grill.

Sigrún er með húðflúr á hálsi, höku og enni en lætur andlitið líklega í friði í bili
Húðflúr í ótrúlegustu myndum og á ótrúlegustu stöðum á líkamanum hafa verið vinsæl að undanförnu.

„Fyrir mig persónulega var þetta rétti tíminn“
Gunnlaugur Arnar Ingason er 25 ára bakari og konditor sem opnaði nýverið veisluþjónustu í Hafnarfirði og sérhæfir sig í kökum og eftirréttum.