Kosningar 2009

Einar K Guðfinnsson efstur í prófkjöri
Talning í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NV kjördæmi hófst klukkan 9 í morgun. Nú er búið að telja 800 atkvæði eða um 27prósent samkvæmt fréttavefnum skessuhorn.is.

Kristján Þór líklega í formannsframboð
Heimildarmenn Vísis innan úr Sjálfstæðisflokknum segja að þeir búist við þvi að Kristján Þór Júlíusson muni bjóða sig fram til formanns á Landsfundi flokksins um næstu helgi.

Súlukóngur styrkir Sjálfstæðisflokkinn
Súlukóngurinn Ásgeir Þór Davíðsson, eða Geiri á Goldfinger, eins og hann er iðullega kallaður, styrkti Sjálfstæðisflokkinn um þrjúhundruð þúsund krónur fyrir alþingiskosningarnar árið 2007. Það er hæsta mögulega upphæðin sem má gefa stjórnmálaflokki.

Kristján Þór hugsanlega í formannsslag
Sjálfstæðismaðurinn og þingmaður Norðausturkjördæmis, Kristján Þór Júlíusson hefur boðað til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem hann mun kynna áform sín um forystukjör í Sjálfstæðisflokknum, eins og hann orðar það í tilkynningu.

Sjálfstæðisflokkur braut lög
Sjálfstæðisflokkur braut lög þegar hann veitti þrjú hundruð þúsund króna styrk frá Neyðarlínunni viðtöku. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að honum hafi ekki verið kunnugt um að styrkveitingin væri lögbrot. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Ungir Framsóknarmenn fengu styrk Valgerðar
„Þessu styrkur var fyrir norræna ráðstefnu ungs fólks sem Samband ungra Framsóknarmanna áttu aðild að, en styrkurinn var í gegnum þá," segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum utanríkisráðherra, en í skýrslu ríkisendurskoðunar um fjárframlög til stjórnmálaflokka kemur fram að utanríkisráðuneytið hafi styrkt Framsóknarflokkinn um nítíu þúsund krónur. Þá gegndi Valgerður stöðu utanríkisráðherra.

Utanríkisráðherrann Valgerður styrkti eigin flokk
Utanríkisráðuneytið styrkti Framsóknarflokkinn um nítíu þúsund krónur árið 2006 samkvæmt gögnum Ríkisendurskoðunar um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Þá var Framsóknarkonan Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra en hún gengdi því embætti frá 2006-2007.

Össur Skarphéðinsson: Útilokar samstarf við Sjálfstæðismenn
Iðnaðarráðherran Össur Skarphéðinsson skrifar í pilsti á vefsvæði Eyjunnar að hann sé sammála formannsefni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar, um að flokkarinn ættu ekki að fara í samstarf eftir næstu kosningar.

Meðstjórnendur kosnir hjá VG
Kosning til meðstjórnanda á flokksþingi Vinstir grænna var að ljúka. Greidd voru 251 atkvæði og náðu eftirtaldir félagar kjöri sem aðalmenn í stjórn flokksins:

Neyðarlínan var í meirihlutaeigu ríkisins
Neyðarlínan var ekki orðinn opinbert hlutafélag þegar Sjáfstæðisflokkurinn falaðist eftir framlagi til flokksins en félagið var hinsvegar í meirihlutaeigu ríkisins.

Neyðarlínan styrkti Sjálfstæðisflokkinn
Opinbera hlutafélagið Neyðarlínan ohf greiddi Sjálfstæðisflokknum þrjúhundruð þúsund krónur í framlag til kosningabaráttu flokksins fyrir síðustu kosningar. Hámarks framlag til stjórnmálaafls eru þrjú hundruð þúsund krónur. Athygli vekur að ríkissjóður á 73,6 prósent í Neyðarlínunni, restin skiptist á milli Reykjavíkurborgar, Landsvirkjunnar og Orkuveitu Reykjavíkur.

Steingrímur endurkjörinn formaður
Steingrímur Jóhann Sigfússon var endurkjörinn sem formaður Vinstri grænna en hann hefur gegnt embættinu frá stofnun flokksins.

Tuttugu vilja á þing fyrir Samfylkinguna í Reykjavík
Framboðsfrestur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem hefst mánudaginn 9. mars og lýkur laugardaginn 14. mars, rann út á laugardaginn. Alls bárust framboð frá 20 frambjóðendum.

Lúðvík vill leiða Samfylkinguna í Kraganum
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði hefur gefið formlega kost á sér til þess að leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lúðvíki en fyrr í dag sagði fréttastofa frá því að þetta stæði til.

Þrefalt fleiri vilja Jóhönnu frekar en Ingibjörgu
Rúmlega þrefalt fleiri vilja að að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra leiði Samfylkinguna í næstu Alþingiskosningum, en að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins geri það, samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins.

Íslandshreyfingin gengur í Samfylkinguna
Stjórn Íslandshreyfingarinnar hefur samþykkt að hreyfingin óski eftir því að gerast aðili að Samfylkingunni sem eitt af aðildarfélögum hennar og heiti henni fullum stuðningi í komandi kosningum. Stjórnin skorar á fylgismenn Íslandshreyfingarinnar að ljá þessu máli stuðning sinn og verður málið lagt fyrir aðalfund hreyfingarinnar sem fyrst.

Ellefu vilja á þing fyrir Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi
Ellefu hafa gefið kost á sér í prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar vorið 2009. Prófkjörið verður rafrænt og hefst á hádegi föstudaginn 6. mars og líkur sunnudaginn 8. mars. Niðurstöður liggja líklega fyrir klukkan 18 sama dag.

Katrín sækist eftir endurkjöri - vill 2. sætið
Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður, hefur ákveðið að sækjast eftir endurkjöri og býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi sem fram fer dagana 12.-14. mars.

Magnús Þór vill sæti Kristins
Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi. Við síðustu alþingiskosningar sat Kristinn H. Gunnarsson í sætinu en hann tilkynnti í Alþingi í dag að hann hefði sagt sig úr þingflokki flokksins líkt og Jón Magnússon gerði nýverið.

Sálfræðingur vill þingsæti
Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins býður sig fram í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kolbrún hefur verið löggildur sálfræðingur frá 1992 og hlaut sérfræðileyfi Landlæknisembættisins í klínískri sálfræði 2008.

Helga Sigrún hjólar í Siv
Helga Sigrún Harðardóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti flokksins í Suðvesturkjördæmi. Siv Friðleifsdóttir situr í því sæti og sækist eftir endurkjöri. Prófkjör um efstu sæti á framboðslista framsóknarmanna í kjördæminu fer fram laugardaginn 7. mars. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, sækist einnig eftir fyrsta sætinu.

Valgeir Helgi gefur kost á sér fyrir Samfylkinguna
Valgeir Helgi Bergþórsson, formaður Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfjarði, hefur ákveðið að gefa kost á mér í 3.-5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Með framboði mínu segist hann vera svara kalli kjósenda um endurnýjun á Alþingi.

Anna Margrét vill á þing fyrir Samfylkinguna
Anna Margrét Guðjónsdóttir, forstöðumaður skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Brussel, býður sig fram í 1.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

Magnús Orri vill 3. eða 4. sætið hjá Samfylkingunni
Magnús Orri Schram, sölu- og markaðsstjóri útflutnings hjá Bláa Lóninu, býður sig fram í 3. til 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

Birkir og Höskuldur takast á um sæti Valgerðar
Birkir Jón Jónsson varaformaður Framsóknarflokksins og Höskuldur Þórhallsson þingmaður vilja báðir leiða framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi. Undanfarin ár hefur Valgerður Sverrisdóttir verið oddviti flokksins í kjördæminu en hún tilkynnti nýverið að hún sækist ekki eftir endurkjöri.

Undrast tal um að seinka kosningum
Einar K. Guðfinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, undrast yfirlýsingar forystumanna ríkisstjórnarinnar að hugsanlega eigi að seinka kjördegi og kjósa til þings á öðrum degi en áður hefur verið rætt um. Að hans mati er þetta sérkennilegt í ljósi þess að Samfylkingin hafi lagt á það áherslu að flýta kosningum í síðustu ríkisstjórn og Vinstri grænir hafi lagt ofuráheerslu að kosningar yrðu sem fyrst.

Björk sækist eftir endurkjöri
Björk Guðjónsdóttir, alþingismaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún sækist eftir 2. sæti á listanum og óskar eftir stuðningi í prófkjörinu sem fram fer 14. mars.

Þóra sækist eftir 2-3. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Þóra Þórarinsdóttir fyrrverandi ritstjóri fréttablaðsins Gluggans á Suðurlandi hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.-3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

Bæjarstjórinn í Garði vill á þing
Oddný Harðardóttir, bæjarstjóri í Garði, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjörkjördæmi.

Sækist eftir forystusæti í Reykjavík
Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem haldið verður dagana 13. og 14. mars næstkomandi vegna komandi Alþingiskosninga. Sigurður Kári sækist eftir forystusæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og óskar eftir stuðningi í 2.-3. sæti í prófkjörinu.