Ellefu hafa gefið kost á sér í prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar vorið 2009. Prófkjörið verður rafrænt og hefst á hádegi föstudaginn 6. mars og líkur sunnudaginn 8. mars. Niðurstöður liggja líklega fyrir klukkan 18 sama dag.
Rétt til þátttöku í prófkjörinu hafa allir félagar í Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi sem eru kjörgengir í kjördæminu. Við röðun á lista verður parað í sex efstu sætin, þannig að ávallt verði karl og kona í hverjum tveimur sætum, raðað eftir atkvæðamagni í prófkjöri, að fram kemur í tilkynningu.
Frambjóðendum er óheimilt að auglýsa í ljósvaka- , prent- og vefmiðlum.
Frambjóðendurnir eru:
Anna Kristín Gunnarsdóttir, varaþingmaður Sauðárkróki. 2. sæti
Arna Lára Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur og bæjarfulltrúi Ísafirði. 2.-3. sæti
Ásdís Sigtryggsdóttir, vaktstjóri Akranesi. 4.-6. sæti
Einar Benediktsson, verkamaður Akranesi. 3.-6. sæti
Guðbjartur Hannesson, alþingismaður Akranesi. 1. sæti
Hulda Skúladóttir, kennslu- og námsráðgjafi Snæfellsbæ. 5.-6. sæti.
Karl V. Matthíasson, alþingismaður Miðhrauni II í Miklaholtshreppi. 1.-2. sæti
Ólína Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur Ísafirði. 1.-2. Sæti
Ólafur Ingi Guðmundsson, stjórnmálafræðingur Akranesi. 5.-6. sæti
Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggð. 2.-3. sæti
Þórður Már Jónsson, viðskiptalögfræðingur Bifröst. 3. sæti
Ellefu vilja á þing fyrir Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi
