Jólafréttir Lax með hvítlaukskartöflumauki og engifersósu 1 kg bein hreinsað laxa flak 50 gr smjör 3 msk ólífu olía ½ sítróna 1 kg skrældar kartöflur 2 stk hvítlauksgeirar 200 ml rjómi 150 gr smjör salt ½ krukka súrsað sushi engifer 200ml rjómi Jólin 1.11.2011 00:01 Aldagömlum hefðum í verkun hangikjöts haldið við í sveitinni Hangikjöt er líklega sú fæða sem lengst hefur fylgt jólahaldi þjóðarinnar og kunnáttan við verkun þess gengur víða í arf milli kynslóða. Þeir Úlfar Helgason, bóndi í Hoffelli í Hornafirði, og Páll Benediktsson, bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal, voru inntir eftir aðferðunum. Jól 25.11.2008 11:04 Snjókorn falla Söngvarinn Jón Jónsson tekur hér frábæra útgáfu af jólalaginu Snjókorn falla. Jólin 1.11.2011 00:01 Ekki byrjuð inni ennþá Lítil fjölskylda í Hlíðunum hefur skreytt garðinn sinn jólaljósum í nóvemberrigningunni. „Jólin hafa alltaf verið uppáhaldstími ársins hjá mér, en foreldrar mínir eiga bæði afmæli á aðfangadag,“ segir Margrét Ýr Ingimarsdóttir, en jólaljósin eru í garðinum heima hjá þeim Ómari Valdimarssyni og Sölku, þriggja ára dóttur þeirra. Jólin 1.11.2011 00:01 Hafdís Huld: Humarkokteillinn hans pabba ómissandi „Við erum með nokkrar jólahefðir heima hjá mér. Til dæmis hlustum við mamma alltaf á jólaplötuna með Jackson 5 í jólaundirbúningnum og höfum gert síðan ég man eftir mér." Jólin 1.11.2011 00:01 Ást og englar allt um kring Jólaóróar úr plexigleri og aðrir úr masoníti ásamt kortum úr krossviði er meðal þess sem hjónin Hulda Sveinsdóttir og Hrafn Jónsson búa til heima hjá sér í gömlu fjósi suður í Njarðvíkum. Hönnunarfyrirtækið þeirra heitir Raven Desing. Jólin 1.11.2011 00:01 Engar kaloríur Margir hafa áhyggjur af kaloríunum sem þeir innbyrða yfir jól og áramót en nú er hægt að gleðjast á ný. Þessar skemmtilegu kaloríureglur hafa gengið manna á milli með tölvupósti undanfarnar vikur og er alveg tilvalið að hafa þær til hliðsjónar í kaloríuátinu yfir hátíðarnar. Jól 3.12.2007 16:25 Dettur í hátíðargírinn þegar tréð er skreytt Stefán Hilmarsson hefur sent frá sér sína fimmtu sólóplötu sem ber heitið Húm (Söngvar um ástina og lífið). Margir af fremstu lagasmiðum landsins lögðu Stefáni til lög og óhætt er að segja að platan sé uppfull af gæðatónlist. Vísir hafði samband við Stefán til að forvitnast hvað kemur honum í jólagírinn. Jól 24.11.2009 07:17 Engar jólagjafir hjá Sálinni „Við æfum nú ekki reglulega, mörg laganna eru í blóðinu og fara ekkert þaðan. En við höfum í gegnum tíðina sent reglulega frá okkur nýtt efni og þurfum að æfa það," svarar Stefán Hilmarsson söngvari hljómsveitarinnar og heldur áfram: „Síðan er það nú svo að lögin lög slípast mikið til á tónleikum og þróast yfir tíma. Tónleikarnir eru þannig í senn æfingabúðir." „Fyrsta giggið var 10. mars 1988. Síðan eru liðin nokur ár. Ég og Gummi vorum með frá upphafi, Friðrik og Jens komu inn ári seinna og loks Jóhann árið 1998. Bandið hefur því starfað í núverandi mynd í ellefu ár," segir Stefán Hilmarsson þegar talið berst að aldri hljómsveitarinnar. Gefið þið hvor öðrum jólagjafir? „Nei, það hefur ekki tíðkast." Jól 10.12.2009 16:56 Jólahátíð í Kópavogi - myndir Sannkölluð jólahátíð í Kópavogi var haldin í gær á Hálsatorgi í Kópavogi. Kópavogsbúum og öðrum gestum var meðal annars boðið að taka þátt í laufabrauðsbakstri, hlusta á jólasöngva, fræðast um jólaköttinn og tendra á jólaljósunum á vinarbæjarjólatré Kópavogsbúa. Eins og myndirnar sýna myndaðist sannkölluð fjölskyldustemning. Jól 29.11.2009 09:33 Arnar Grant: Bakar piparkökur og hlustar á jólalög „Þar sem dóttir mín er tveggja og hálfs árs einkennist undirbúningur jólanna auðvitað mikið af því að kynna hana fyrir jólahátíðinni og öllu því sem henni fylgir," segir Arnar Grant líkamsræktarfrömuður. „Við erum dugleg að segja henni frá jólasveinunum, sýna henni öll jólaljósin og skreytingarnar, baka og skreyta piparkökur og hlusta á jólalög." Jól 10.12.2009 14:39 Bjarni Haukur: Góður matur og familían „Ég undirbý jólin með því að minnka vinnu," svarar Bjarni Haukur Þórsson leikari afslappaður aðspurður út í undirbúning fyrir hátíðarnar. Hvað kemur þér í jólagírinn? „Helga Möller á jólin skuldlaust og Pálmi Gunnars kemur sterkur inn á kantinum," svarar hann og bætir við: „Og Skröggurinn hans Ladda. Charles Dickens og Laddi. Það eru jól. „Að kaupa jólatréð með syninum er auðvitað líka málið." Eftirminnileg jól? „Fyrstu jólin með Hauki Bjarnasyni syni mínum," svarar Bjarni Haukur án umhugsunar. „Að upplifa fyrstu jólin með barninu sínu - það er ekkert sem kemst nálægt því. Guð er með þetta!" „Góður matur og familían. Og SMS frá Sigga Hlö: „Gleðileg jól pungur". Svo fer maður bara kannski í bað," segir Bjarni Haukur spurður út í aðfangadagskvöldið í ár. „Þessi kæruleysislega ringulreið milli 15-17.55. Umferð, pakkar, matarlykt, bað, símtöl, teiknimyndir. Gotta love it!" segir Bjarni Haukur áður en kvatt er með jólakveðju.-elly@365.is Jól 8.12.2009 15:56 Helga Möller: Vill hafa alla fjölskylduna hjá sér á jólunum „Núna síðustu árin hef ég einfaldað allan jólaundirbúning. Ég er hætt að baka allar þessar kökusortir því þær setjast bara á rassinn á mér," segir Helga Möller söngkona aðspurð út í undirbúning hennar fyrir jólin. „En ég baka kannski eina sort og er þá búin að breyta uppskriftinni þannig að ég nota til dæmis bara hrásykur heilhveiti eða spelt, 70% súkkulaði og svo framvegis." Jól 7.12.2009 08:16 Jólakransinn er ómissandi um jólin Vala Gísladóttir heldur mikið upp á lítinn jólakrans sem tilheyrði æskuheimili hennar. Á unglingsárunum fannst henni þó ekki mikið til hans koma. Jól 25.11.2008 10:44 Hjálpræðisherinn bjargar jólafötunum Bjartmar Þórðarson segir að í Hjálpræðishernum og Kolaportinu leynist oft glæsileg jakkaföt. Efnahagsástandið hvetji til þess að hugmyndafluginu sé beitt í fatavali og samsetningu en snjallt sé að poppa upp eldri klæðnað með nýjum fylgihlutum. Jól 25.11.2008 11:07 Bo Hall: Þakklátur fyrir öll jól „Það er eins og hjá svo mörgum. Við tökum fram skrautið. Húsið hreinsað hátt og lágt. Hjá mér persónulega undanfarið hefur undirbúningurinn verið í að smíða tónleikana, Jólagesti Björgvins og fylgja eftir plötunum mínum sem ég gef út á hverju ár," svarar Björgvin Halldórsson aðspurður hvernig hann undirbýr jólin. Jól 4.12.2009 05:11 Gulli Briem: Mömmur þurfa líka að fá að hvíla sig á jólunum „Ég get ekki sagt að ég sé sérstakt jólabarn, þó svo að sjálfsagt sé að taka til, baka og mála stundum og láta klippa sig hjá Jolla," svarar Gulli Briem tónlistarmaður aðspurður hvort hann er jólabarn. „Jólin eru fyrir mér hátíð kærleikans og mikilvægt að reyna að finna þann frið sem þessir dagar færa okkur," segir Gulli. „Mér finnst gaman að skrifa jólakort og reyni þá að skrifa eitthvað sem mér finnst skipta máli og eitthvað uppbyggilegt svona meira á persónulegum nótum." Jólin 1.11.2011 00:01 Jólakonfekt: Allir taka þátt Ingvar Sigurðsson matreiðslumeistari hjá Landsvirkjun hefur þróað einfaldar uppskriftir að ljúffengu jólakonfekti sem fjölskyldan útbýr í sameiningu nokkrum dögum fyrir jól. Jólin 1.11.2011 00:01 Jólabollar sem ylja og gleðja Allir ættu að geta fundið fallegan jólabolla sem gleður og kætir í skammdeginu, hvort sem þeir eru litlir eða stórir, krúttlegir eða fágaðir. Jólin 1.11.2011 00:01 Jói G: Gleði barnanna og rauðkálið hennar mömmu „Ég á svo framsýna konu að jólapakkar eru flestir keyptir og margir frágengnir í byrjun desember," svarar Jóhann G. Jóhannsson leikari spurður út í hans undirbúning fyrir hátíðarnar. Jólin 1.11.2011 00:01 Logi: Þakklátur að geta haldið jólin „Blanda af snjó, jólatónlist, góðri lykt, skemmtilegu fólki, góðum mat og góðri stemningu kemur mér í gírinn," svarar Logi Geirsson handboltakappi spurður hvað kemur honum í jólagír. „Þessi hátíð er svo sannarlega fallegasta hátíð ársins. Bestu gjarfirnar í kringum tréð eru sameining og tengsl fjölskyldunnar. En eins og einhver snillingurinn sagði ; „At Christmas, all roads lead home." Jólin 1.11.2011 00:01 Leyndarmálinu ljóstrað upp Jólatré borgarinnar fá sérstaka andlistslyftingu fyrir aðventuna. Jólin 1.11.2011 00:01 Söngbók jólasveinanna „Það má segja að bæði atvinnu- og frístundatónlistarmenn hafa alltaf verið í vandræðum með að útvega laglínur og hljómagang jólasöngva," svarar Gylfi Garðarsson þegar við forvitnumst um um tilurð bókanna Jólasöngvar-Nótur og Jólasöngvar-Textar og heldur áfram: „Það voru sömu vandræðin fyrir hver einustu jól." Jólin 1.11.2011 00:01 Lax í jólaskapi Eirný Sigurðardóttir, ostadrottningin í Búrinu, er þekktust fyrir sérþekkingu sína á dýrindis ostum af öllum gerðum og þjóðerni. Hún býður hér upp á framandi en jólavæna uppskrift að laxi í sparifötunum, sem heitir líka Coulibiac á erlendum tungum. Jólin 1.11.2011 00:01 Gítargripin við Bjart er yfir Betlehem Margir grípa í gítarinn yfir hátíðirnar og þá kemur sér vel að eiga jólasöngbók með helstu jólalögunum og gítargripunum með. Jólin 1.11.2011 00:01 Minnum okkur á hvað er mikilvægt á jólunum Jólin eru að koma, þar sem allir eiga gleðjast, eiga góðar stundir saman sem fjölskylda og sinna þörfum hvors annars. Því miður er raunveruleikinn ekki einungis þessi um jólahátíðirnar. Það er kvíði í börnum og foreldrarnir eru pirraðir og stressaðir. Jólin eru nefnilega ekki bara ánægjulegur tími heldur líka streitumesti tími ársins. Jól 1.12.2009 10:48 Edda Björgvins: Jólatrénu hent á aðfangadag „Tréð sem ég hafði keypt óvenju snemma og hélt að væri vel geymt í kuldanum undir útidyratröppunum fram á aðfangadag. Við tókum það ansi seint inn á aðfangadag, eftir klukkan fimm, og það stinkaði svo hræðilega, þrátt fyrir marga lítra af rakspíra og ilmvatni, að við hentum því í tunnuna eftir miðnætti." Jól 5.12.2009 09:03 Gáfu eina jólagjöf Fósturmamma Snædísar Ylfu Ólafsdóttur í Ekvador táraðist þegar Snædís bakaði fyrir hana jólasmákökur. Hún dvaldi sem skiptinemi þar árin 2005-2006. Jól 25.11.2008 11:02 Taldi aðventuljósin með mömmu „Mér finnst undirbúningur jólanna nánast meira spennandi en jólin sjálf. Þá er einhver eftirvænting í loftinu sem er einstök, " svarar Tinna Hrafnsdóttir leikkona spurð út í jólaundirbúninginn hjá henni og heldur áfram: Jól 9.12.2009 11:00 Keypti sér jólaskraut úti í miðri eyðimörk „Ég er mikil jólakerling og á ekki auðvelt með að benda á uppáhalds jólaskrautið mitt enda er ég annáluð fyrir að finna jólaskraut úti um allan heim," segir hjúkrunarfræðingurinn Ásdís Eckardt, sem hefur meðal annars afrekað það að kaupa jólaskraut í miðri eyðimörk í Ástralíu. Jól 28.11.2009 07:35 « ‹ 19 20 21 22 23 24 … 24 ›
Lax með hvítlaukskartöflumauki og engifersósu 1 kg bein hreinsað laxa flak 50 gr smjör 3 msk ólífu olía ½ sítróna 1 kg skrældar kartöflur 2 stk hvítlauksgeirar 200 ml rjómi 150 gr smjör salt ½ krukka súrsað sushi engifer 200ml rjómi Jólin 1.11.2011 00:01
Aldagömlum hefðum í verkun hangikjöts haldið við í sveitinni Hangikjöt er líklega sú fæða sem lengst hefur fylgt jólahaldi þjóðarinnar og kunnáttan við verkun þess gengur víða í arf milli kynslóða. Þeir Úlfar Helgason, bóndi í Hoffelli í Hornafirði, og Páll Benediktsson, bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal, voru inntir eftir aðferðunum. Jól 25.11.2008 11:04
Snjókorn falla Söngvarinn Jón Jónsson tekur hér frábæra útgáfu af jólalaginu Snjókorn falla. Jólin 1.11.2011 00:01
Ekki byrjuð inni ennþá Lítil fjölskylda í Hlíðunum hefur skreytt garðinn sinn jólaljósum í nóvemberrigningunni. „Jólin hafa alltaf verið uppáhaldstími ársins hjá mér, en foreldrar mínir eiga bæði afmæli á aðfangadag,“ segir Margrét Ýr Ingimarsdóttir, en jólaljósin eru í garðinum heima hjá þeim Ómari Valdimarssyni og Sölku, þriggja ára dóttur þeirra. Jólin 1.11.2011 00:01
Hafdís Huld: Humarkokteillinn hans pabba ómissandi „Við erum með nokkrar jólahefðir heima hjá mér. Til dæmis hlustum við mamma alltaf á jólaplötuna með Jackson 5 í jólaundirbúningnum og höfum gert síðan ég man eftir mér." Jólin 1.11.2011 00:01
Ást og englar allt um kring Jólaóróar úr plexigleri og aðrir úr masoníti ásamt kortum úr krossviði er meðal þess sem hjónin Hulda Sveinsdóttir og Hrafn Jónsson búa til heima hjá sér í gömlu fjósi suður í Njarðvíkum. Hönnunarfyrirtækið þeirra heitir Raven Desing. Jólin 1.11.2011 00:01
Engar kaloríur Margir hafa áhyggjur af kaloríunum sem þeir innbyrða yfir jól og áramót en nú er hægt að gleðjast á ný. Þessar skemmtilegu kaloríureglur hafa gengið manna á milli með tölvupósti undanfarnar vikur og er alveg tilvalið að hafa þær til hliðsjónar í kaloríuátinu yfir hátíðarnar. Jól 3.12.2007 16:25
Dettur í hátíðargírinn þegar tréð er skreytt Stefán Hilmarsson hefur sent frá sér sína fimmtu sólóplötu sem ber heitið Húm (Söngvar um ástina og lífið). Margir af fremstu lagasmiðum landsins lögðu Stefáni til lög og óhætt er að segja að platan sé uppfull af gæðatónlist. Vísir hafði samband við Stefán til að forvitnast hvað kemur honum í jólagírinn. Jól 24.11.2009 07:17
Engar jólagjafir hjá Sálinni „Við æfum nú ekki reglulega, mörg laganna eru í blóðinu og fara ekkert þaðan. En við höfum í gegnum tíðina sent reglulega frá okkur nýtt efni og þurfum að æfa það," svarar Stefán Hilmarsson söngvari hljómsveitarinnar og heldur áfram: „Síðan er það nú svo að lögin lög slípast mikið til á tónleikum og þróast yfir tíma. Tónleikarnir eru þannig í senn æfingabúðir." „Fyrsta giggið var 10. mars 1988. Síðan eru liðin nokur ár. Ég og Gummi vorum með frá upphafi, Friðrik og Jens komu inn ári seinna og loks Jóhann árið 1998. Bandið hefur því starfað í núverandi mynd í ellefu ár," segir Stefán Hilmarsson þegar talið berst að aldri hljómsveitarinnar. Gefið þið hvor öðrum jólagjafir? „Nei, það hefur ekki tíðkast." Jól 10.12.2009 16:56
Jólahátíð í Kópavogi - myndir Sannkölluð jólahátíð í Kópavogi var haldin í gær á Hálsatorgi í Kópavogi. Kópavogsbúum og öðrum gestum var meðal annars boðið að taka þátt í laufabrauðsbakstri, hlusta á jólasöngva, fræðast um jólaköttinn og tendra á jólaljósunum á vinarbæjarjólatré Kópavogsbúa. Eins og myndirnar sýna myndaðist sannkölluð fjölskyldustemning. Jól 29.11.2009 09:33
Arnar Grant: Bakar piparkökur og hlustar á jólalög „Þar sem dóttir mín er tveggja og hálfs árs einkennist undirbúningur jólanna auðvitað mikið af því að kynna hana fyrir jólahátíðinni og öllu því sem henni fylgir," segir Arnar Grant líkamsræktarfrömuður. „Við erum dugleg að segja henni frá jólasveinunum, sýna henni öll jólaljósin og skreytingarnar, baka og skreyta piparkökur og hlusta á jólalög." Jól 10.12.2009 14:39
Bjarni Haukur: Góður matur og familían „Ég undirbý jólin með því að minnka vinnu," svarar Bjarni Haukur Þórsson leikari afslappaður aðspurður út í undirbúning fyrir hátíðarnar. Hvað kemur þér í jólagírinn? „Helga Möller á jólin skuldlaust og Pálmi Gunnars kemur sterkur inn á kantinum," svarar hann og bætir við: „Og Skröggurinn hans Ladda. Charles Dickens og Laddi. Það eru jól. „Að kaupa jólatréð með syninum er auðvitað líka málið." Eftirminnileg jól? „Fyrstu jólin með Hauki Bjarnasyni syni mínum," svarar Bjarni Haukur án umhugsunar. „Að upplifa fyrstu jólin með barninu sínu - það er ekkert sem kemst nálægt því. Guð er með þetta!" „Góður matur og familían. Og SMS frá Sigga Hlö: „Gleðileg jól pungur". Svo fer maður bara kannski í bað," segir Bjarni Haukur spurður út í aðfangadagskvöldið í ár. „Þessi kæruleysislega ringulreið milli 15-17.55. Umferð, pakkar, matarlykt, bað, símtöl, teiknimyndir. Gotta love it!" segir Bjarni Haukur áður en kvatt er með jólakveðju.-elly@365.is Jól 8.12.2009 15:56
Helga Möller: Vill hafa alla fjölskylduna hjá sér á jólunum „Núna síðustu árin hef ég einfaldað allan jólaundirbúning. Ég er hætt að baka allar þessar kökusortir því þær setjast bara á rassinn á mér," segir Helga Möller söngkona aðspurð út í undirbúning hennar fyrir jólin. „En ég baka kannski eina sort og er þá búin að breyta uppskriftinni þannig að ég nota til dæmis bara hrásykur heilhveiti eða spelt, 70% súkkulaði og svo framvegis." Jól 7.12.2009 08:16
Jólakransinn er ómissandi um jólin Vala Gísladóttir heldur mikið upp á lítinn jólakrans sem tilheyrði æskuheimili hennar. Á unglingsárunum fannst henni þó ekki mikið til hans koma. Jól 25.11.2008 10:44
Hjálpræðisherinn bjargar jólafötunum Bjartmar Þórðarson segir að í Hjálpræðishernum og Kolaportinu leynist oft glæsileg jakkaföt. Efnahagsástandið hvetji til þess að hugmyndafluginu sé beitt í fatavali og samsetningu en snjallt sé að poppa upp eldri klæðnað með nýjum fylgihlutum. Jól 25.11.2008 11:07
Bo Hall: Þakklátur fyrir öll jól „Það er eins og hjá svo mörgum. Við tökum fram skrautið. Húsið hreinsað hátt og lágt. Hjá mér persónulega undanfarið hefur undirbúningurinn verið í að smíða tónleikana, Jólagesti Björgvins og fylgja eftir plötunum mínum sem ég gef út á hverju ár," svarar Björgvin Halldórsson aðspurður hvernig hann undirbýr jólin. Jól 4.12.2009 05:11
Gulli Briem: Mömmur þurfa líka að fá að hvíla sig á jólunum „Ég get ekki sagt að ég sé sérstakt jólabarn, þó svo að sjálfsagt sé að taka til, baka og mála stundum og láta klippa sig hjá Jolla," svarar Gulli Briem tónlistarmaður aðspurður hvort hann er jólabarn. „Jólin eru fyrir mér hátíð kærleikans og mikilvægt að reyna að finna þann frið sem þessir dagar færa okkur," segir Gulli. „Mér finnst gaman að skrifa jólakort og reyni þá að skrifa eitthvað sem mér finnst skipta máli og eitthvað uppbyggilegt svona meira á persónulegum nótum." Jólin 1.11.2011 00:01
Jólakonfekt: Allir taka þátt Ingvar Sigurðsson matreiðslumeistari hjá Landsvirkjun hefur þróað einfaldar uppskriftir að ljúffengu jólakonfekti sem fjölskyldan útbýr í sameiningu nokkrum dögum fyrir jól. Jólin 1.11.2011 00:01
Jólabollar sem ylja og gleðja Allir ættu að geta fundið fallegan jólabolla sem gleður og kætir í skammdeginu, hvort sem þeir eru litlir eða stórir, krúttlegir eða fágaðir. Jólin 1.11.2011 00:01
Jói G: Gleði barnanna og rauðkálið hennar mömmu „Ég á svo framsýna konu að jólapakkar eru flestir keyptir og margir frágengnir í byrjun desember," svarar Jóhann G. Jóhannsson leikari spurður út í hans undirbúning fyrir hátíðarnar. Jólin 1.11.2011 00:01
Logi: Þakklátur að geta haldið jólin „Blanda af snjó, jólatónlist, góðri lykt, skemmtilegu fólki, góðum mat og góðri stemningu kemur mér í gírinn," svarar Logi Geirsson handboltakappi spurður hvað kemur honum í jólagír. „Þessi hátíð er svo sannarlega fallegasta hátíð ársins. Bestu gjarfirnar í kringum tréð eru sameining og tengsl fjölskyldunnar. En eins og einhver snillingurinn sagði ; „At Christmas, all roads lead home." Jólin 1.11.2011 00:01
Leyndarmálinu ljóstrað upp Jólatré borgarinnar fá sérstaka andlistslyftingu fyrir aðventuna. Jólin 1.11.2011 00:01
Söngbók jólasveinanna „Það má segja að bæði atvinnu- og frístundatónlistarmenn hafa alltaf verið í vandræðum með að útvega laglínur og hljómagang jólasöngva," svarar Gylfi Garðarsson þegar við forvitnumst um um tilurð bókanna Jólasöngvar-Nótur og Jólasöngvar-Textar og heldur áfram: „Það voru sömu vandræðin fyrir hver einustu jól." Jólin 1.11.2011 00:01
Lax í jólaskapi Eirný Sigurðardóttir, ostadrottningin í Búrinu, er þekktust fyrir sérþekkingu sína á dýrindis ostum af öllum gerðum og þjóðerni. Hún býður hér upp á framandi en jólavæna uppskrift að laxi í sparifötunum, sem heitir líka Coulibiac á erlendum tungum. Jólin 1.11.2011 00:01
Gítargripin við Bjart er yfir Betlehem Margir grípa í gítarinn yfir hátíðirnar og þá kemur sér vel að eiga jólasöngbók með helstu jólalögunum og gítargripunum með. Jólin 1.11.2011 00:01
Minnum okkur á hvað er mikilvægt á jólunum Jólin eru að koma, þar sem allir eiga gleðjast, eiga góðar stundir saman sem fjölskylda og sinna þörfum hvors annars. Því miður er raunveruleikinn ekki einungis þessi um jólahátíðirnar. Það er kvíði í börnum og foreldrarnir eru pirraðir og stressaðir. Jólin eru nefnilega ekki bara ánægjulegur tími heldur líka streitumesti tími ársins. Jól 1.12.2009 10:48
Edda Björgvins: Jólatrénu hent á aðfangadag „Tréð sem ég hafði keypt óvenju snemma og hélt að væri vel geymt í kuldanum undir útidyratröppunum fram á aðfangadag. Við tókum það ansi seint inn á aðfangadag, eftir klukkan fimm, og það stinkaði svo hræðilega, þrátt fyrir marga lítra af rakspíra og ilmvatni, að við hentum því í tunnuna eftir miðnætti." Jól 5.12.2009 09:03
Gáfu eina jólagjöf Fósturmamma Snædísar Ylfu Ólafsdóttur í Ekvador táraðist þegar Snædís bakaði fyrir hana jólasmákökur. Hún dvaldi sem skiptinemi þar árin 2005-2006. Jól 25.11.2008 11:02
Taldi aðventuljósin með mömmu „Mér finnst undirbúningur jólanna nánast meira spennandi en jólin sjálf. Þá er einhver eftirvænting í loftinu sem er einstök, " svarar Tinna Hrafnsdóttir leikkona spurð út í jólaundirbúninginn hjá henni og heldur áfram: Jól 9.12.2009 11:00
Keypti sér jólaskraut úti í miðri eyðimörk „Ég er mikil jólakerling og á ekki auðvelt með að benda á uppáhalds jólaskrautið mitt enda er ég annáluð fyrir að finna jólaskraut úti um allan heim," segir hjúkrunarfræðingurinn Ásdís Eckardt, sem hefur meðal annars afrekað það að kaupa jólaskraut í miðri eyðimörk í Ástralíu. Jól 28.11.2009 07:35
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent