Samgöngur

Fréttamynd

Fallið frá hug­myndum um mis­læg gatna­mót

Fallið hefur verið frá hugmyndum um að ráðast í framkvæmd mislægra gatnamóta á mótum Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Þess í stað felur ný útfærsla í sér brú og ljósastýrð vegamót sem eigi að hafa minna rask í för með sér.

Innlent
Fréttamynd

Kynna rafknúnar vetnisvélar sem leið til orkuskipta í flugi

Dash 8-flugvélum, eins og þeim sem notaðar eru hérlendis í innanlandsfluginu, verður hægt að fljúga á mengunarlausu vetni eftir fjögur ár í stað flugvélabensíns, nái áform bandarísks fyrirtækis fram að ganga. Flugvélaframleiðendur horfa nú til vetnis sem milliorkugjafa fyrir rafknúnar flugvélar.

Innlent
Fréttamynd

Harmar van­trausts­yfir­lýsingu Snigla

Forstjóri Vegagerðarinnar harmar vantraustsyfirlýsingu sem stjórn Snigla, samtök áhugamanna um öruggan akstur bifhjóla, lýstu yfir á hendur stofnuninni og Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra hennar, í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Mal­bikið á Kjalar­nesi stóðst alls ekki kröfur

Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt.

Innlent
Fréttamynd

Breikkun Reykja­nes­brautar fer um svæði á náttúru­minja­skrá

Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður.

Innlent
Fréttamynd

Betri samgöngur ohf. orðið að veruleika

Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa gengið frá stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg.

Innlent
Fréttamynd

Þetta stendur í Sam­göngu­sátt­málanum

Umbyltingar í Breiðholti eru ekki í þágu allra. Ég hef búið í Breiðholti í 20 ár og starfað þar í 10 ár. Nú liggja fyrir hugmyndir að endurnýjuðu hverfisskipulagi fyrir Breiðholt.

Skoðun
Fréttamynd

Um samgöngur og rekstrarform

Nýlega sagði stjórn Herjólfs upp öllu starfsfólki vegna rekstrarerfiðleika, sem má meðal annars rekja til brostinna væntinga um farþegafjölda á Covid-árinu.

Skoðun
Fréttamynd

Að­eins þriðjungur velur bílinn

Nýleg könnun Maskínu um ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu er um margt áhugaverð. Fjöldi þeirra sem aka til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu fækkar úr 71,7% á seinasta ári í 63,3% í ár.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm milljóna styrkur í rannsóknir samgönguslysa

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mætti í morgun á lögreglustöðina á Selfossi til að undirrita samning um að Lögreglan á Suðurlandi haldi áfram að sinna rannsóknum ökutækja úr alvarlegum umferðarslysum um land allt.

Innlent
Fréttamynd

Styttist í opnun Dýrafjarðarganga

Endaspretturinn er hafinn í lokafrágangi Dýrafjarðarganga og standa vonir til að unnt verði að opna jarðgöngin um miðjan október. Þau leysa Hrafnseyrarheiði af hólmi og stytta vesturleiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27 kílómetra.

Innlent