Segja reglurnar allt of harkalegar og að starfsfólk óttist að verða gert að blórabögglum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. desember 2021 19:30 Gunnar Carl og Birgir segja að hægt hefði verið að fara mildari leið. Vísir/Sigurjón Ólason Framkvæmdastjóri Tékklands bifreiðaskoðunar segir nýjar reglur um ástandsskoðun ökutækja ganga allt of langt. Starfsfólk óttist að verða gert að blórabögglum og kvíði breytingunum. „Það eru einhverjir sérfræðingar í Evrópusambandinu sem ákváðu að hafa þetta svona. Það hefur verið í umræðunni dæmi um olíuleka á bíl eða gírkassa, ef það er þannig að hann er í dropatali þá þýðir það akstursbann,“ segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri Tékklands bifreiðaskoðunar. Við höfum fram að þessu dæmt slíka bíla til endurskoðunar og menn fá ákveðinn frest. Við teljum að þetta sé ekkert sérstakt umferðaröryggisatriði hvort að bíllinn leki olíu eða ekki. Þetta er umhverfissjónarmið en bíllinn er klárlega ekkert hættulegur umferðinni þó það leki olía.“ Fréttastofa greindi frá breytingunum í gær en þegar þær taka gildi verður mun erfiðara að koma bílnum í gegnum skoðun. Til dæmis verður akstursbann sett á ef olía eða eldsneyti lekur, líkt og Birgir bendir á, ef hemlaljós eru biluð, ef handbremsa er í ólagi eða loftpúðar óvirkir - svo dæmi séu tekin. Enn fremur mega viðvörunarljós ekki vera í mælaborði og bremsur þurfa að vera í fullkomnu standi. Birgir bendir á að verið sé að fylgja Evróputilskipun, ekki sé um heimatilbúnar reglur að ræða. Hins vegar gangi þær of langt. „Við teljum að það hefði verið hægt að fara mildari leið heldur en að dæma bíl í akstursbann. Tilskipun Evrópusambandsins gefur svigrúm fyrir aðildarlöndin til að milda þessa niðurstöðu en íslensk stjórnvöld ákváðu að gera það ekki.“ Þá kvíði starfsfólk þessum breytingum. „Já að sjálfsögðu,“ segir Gunnar Carl Zebitz, skoðunarmaður hjá Tékklandi. „Það er enginn vafi á því að það mun ekki bregðast vel við þessum dæmingum, þær eru harkalegar,“ segir hann. Birgir tekur undir þetta og segir allt of mörg dæmi um að viðskiptavinir helli sér yfir starfsfólk skoðanastöðva. „Þetta leggst ekkert sérstaklega vel í starfsfólkið. Þess vegna er gott að þetta sé vel kynnt þannig að fólk viti hvaðan þessar reglur eru að koma, þetta er ekki frá skoðanafyrirtækjunum.“ Rætt var við Samgöngustofu vegna málsins í gær en stefnt er að því að kynna breytingarnar á nýju ári. Samgöngur Bílar Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Það eru einhverjir sérfræðingar í Evrópusambandinu sem ákváðu að hafa þetta svona. Það hefur verið í umræðunni dæmi um olíuleka á bíl eða gírkassa, ef það er þannig að hann er í dropatali þá þýðir það akstursbann,“ segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri Tékklands bifreiðaskoðunar. Við höfum fram að þessu dæmt slíka bíla til endurskoðunar og menn fá ákveðinn frest. Við teljum að þetta sé ekkert sérstakt umferðaröryggisatriði hvort að bíllinn leki olíu eða ekki. Þetta er umhverfissjónarmið en bíllinn er klárlega ekkert hættulegur umferðinni þó það leki olía.“ Fréttastofa greindi frá breytingunum í gær en þegar þær taka gildi verður mun erfiðara að koma bílnum í gegnum skoðun. Til dæmis verður akstursbann sett á ef olía eða eldsneyti lekur, líkt og Birgir bendir á, ef hemlaljós eru biluð, ef handbremsa er í ólagi eða loftpúðar óvirkir - svo dæmi séu tekin. Enn fremur mega viðvörunarljós ekki vera í mælaborði og bremsur þurfa að vera í fullkomnu standi. Birgir bendir á að verið sé að fylgja Evróputilskipun, ekki sé um heimatilbúnar reglur að ræða. Hins vegar gangi þær of langt. „Við teljum að það hefði verið hægt að fara mildari leið heldur en að dæma bíl í akstursbann. Tilskipun Evrópusambandsins gefur svigrúm fyrir aðildarlöndin til að milda þessa niðurstöðu en íslensk stjórnvöld ákváðu að gera það ekki.“ Þá kvíði starfsfólk þessum breytingum. „Já að sjálfsögðu,“ segir Gunnar Carl Zebitz, skoðunarmaður hjá Tékklandi. „Það er enginn vafi á því að það mun ekki bregðast vel við þessum dæmingum, þær eru harkalegar,“ segir hann. Birgir tekur undir þetta og segir allt of mörg dæmi um að viðskiptavinir helli sér yfir starfsfólk skoðanastöðva. „Þetta leggst ekkert sérstaklega vel í starfsfólkið. Þess vegna er gott að þetta sé vel kynnt þannig að fólk viti hvaðan þessar reglur eru að koma, þetta er ekki frá skoðanafyrirtækjunum.“ Rætt var við Samgöngustofu vegna málsins í gær en stefnt er að því að kynna breytingarnar á nýju ári.
Samgöngur Bílar Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira