Segja reglurnar allt of harkalegar og að starfsfólk óttist að verða gert að blórabögglum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. desember 2021 19:30 Gunnar Carl og Birgir segja að hægt hefði verið að fara mildari leið. Vísir/Sigurjón Ólason Framkvæmdastjóri Tékklands bifreiðaskoðunar segir nýjar reglur um ástandsskoðun ökutækja ganga allt of langt. Starfsfólk óttist að verða gert að blórabögglum og kvíði breytingunum. „Það eru einhverjir sérfræðingar í Evrópusambandinu sem ákváðu að hafa þetta svona. Það hefur verið í umræðunni dæmi um olíuleka á bíl eða gírkassa, ef það er þannig að hann er í dropatali þá þýðir það akstursbann,“ segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri Tékklands bifreiðaskoðunar. Við höfum fram að þessu dæmt slíka bíla til endurskoðunar og menn fá ákveðinn frest. Við teljum að þetta sé ekkert sérstakt umferðaröryggisatriði hvort að bíllinn leki olíu eða ekki. Þetta er umhverfissjónarmið en bíllinn er klárlega ekkert hættulegur umferðinni þó það leki olía.“ Fréttastofa greindi frá breytingunum í gær en þegar þær taka gildi verður mun erfiðara að koma bílnum í gegnum skoðun. Til dæmis verður akstursbann sett á ef olía eða eldsneyti lekur, líkt og Birgir bendir á, ef hemlaljós eru biluð, ef handbremsa er í ólagi eða loftpúðar óvirkir - svo dæmi séu tekin. Enn fremur mega viðvörunarljós ekki vera í mælaborði og bremsur þurfa að vera í fullkomnu standi. Birgir bendir á að verið sé að fylgja Evróputilskipun, ekki sé um heimatilbúnar reglur að ræða. Hins vegar gangi þær of langt. „Við teljum að það hefði verið hægt að fara mildari leið heldur en að dæma bíl í akstursbann. Tilskipun Evrópusambandsins gefur svigrúm fyrir aðildarlöndin til að milda þessa niðurstöðu en íslensk stjórnvöld ákváðu að gera það ekki.“ Þá kvíði starfsfólk þessum breytingum. „Já að sjálfsögðu,“ segir Gunnar Carl Zebitz, skoðunarmaður hjá Tékklandi. „Það er enginn vafi á því að það mun ekki bregðast vel við þessum dæmingum, þær eru harkalegar,“ segir hann. Birgir tekur undir þetta og segir allt of mörg dæmi um að viðskiptavinir helli sér yfir starfsfólk skoðanastöðva. „Þetta leggst ekkert sérstaklega vel í starfsfólkið. Þess vegna er gott að þetta sé vel kynnt þannig að fólk viti hvaðan þessar reglur eru að koma, þetta er ekki frá skoðanafyrirtækjunum.“ Rætt var við Samgöngustofu vegna málsins í gær en stefnt er að því að kynna breytingarnar á nýju ári. Samgöngur Bílar Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Sjá meira
„Það eru einhverjir sérfræðingar í Evrópusambandinu sem ákváðu að hafa þetta svona. Það hefur verið í umræðunni dæmi um olíuleka á bíl eða gírkassa, ef það er þannig að hann er í dropatali þá þýðir það akstursbann,“ segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri Tékklands bifreiðaskoðunar. Við höfum fram að þessu dæmt slíka bíla til endurskoðunar og menn fá ákveðinn frest. Við teljum að þetta sé ekkert sérstakt umferðaröryggisatriði hvort að bíllinn leki olíu eða ekki. Þetta er umhverfissjónarmið en bíllinn er klárlega ekkert hættulegur umferðinni þó það leki olía.“ Fréttastofa greindi frá breytingunum í gær en þegar þær taka gildi verður mun erfiðara að koma bílnum í gegnum skoðun. Til dæmis verður akstursbann sett á ef olía eða eldsneyti lekur, líkt og Birgir bendir á, ef hemlaljós eru biluð, ef handbremsa er í ólagi eða loftpúðar óvirkir - svo dæmi séu tekin. Enn fremur mega viðvörunarljós ekki vera í mælaborði og bremsur þurfa að vera í fullkomnu standi. Birgir bendir á að verið sé að fylgja Evróputilskipun, ekki sé um heimatilbúnar reglur að ræða. Hins vegar gangi þær of langt. „Við teljum að það hefði verið hægt að fara mildari leið heldur en að dæma bíl í akstursbann. Tilskipun Evrópusambandsins gefur svigrúm fyrir aðildarlöndin til að milda þessa niðurstöðu en íslensk stjórnvöld ákváðu að gera það ekki.“ Þá kvíði starfsfólk þessum breytingum. „Já að sjálfsögðu,“ segir Gunnar Carl Zebitz, skoðunarmaður hjá Tékklandi. „Það er enginn vafi á því að það mun ekki bregðast vel við þessum dæmingum, þær eru harkalegar,“ segir hann. Birgir tekur undir þetta og segir allt of mörg dæmi um að viðskiptavinir helli sér yfir starfsfólk skoðanastöðva. „Þetta leggst ekkert sérstaklega vel í starfsfólkið. Þess vegna er gott að þetta sé vel kynnt þannig að fólk viti hvaðan þessar reglur eru að koma, þetta er ekki frá skoðanafyrirtækjunum.“ Rætt var við Samgöngustofu vegna málsins í gær en stefnt er að því að kynna breytingarnar á nýju ári.
Samgöngur Bílar Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda