Samgöngur

Fréttamynd

Pláss fyrir 125 far­þega í 18 metra Borgar­línu­vagni

Er Borgarlínan lest? Við hjá Verkefnastofu Borgarlínunnar fáum reglulega þessa spurningu, en henni er auðsvarað. Nei, Borgarlínan er ekki lest. Borgarlínuvagnarnir verða líkari venjulegum almenningsvögnum en þeir verða 18 metra langir liðvagnar á hjólum með plássi fyrir 125 farþega.

Skoðun
Fréttamynd

Segir jarðgangaáætlun miklu raun­hæfari með kyndilborun

Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá.

Innlent
Fréttamynd

Vilja Fjarðagöng fremur en Fjarðarheiðargöng

Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á samgönguyfirvöld að setja Fjarðagöng á Austfjörðum í forgang á samgönguáætlun, tvenn göng sem tengja myndu Seyðisfjörð og Norðfjörð um Mjóafjörð. Slík göng yrðu þannig sett fram fyrir Fjarðarheiðargöng, milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, sem núna eru áformuð sem næstu jarðgöng á samgönguáætlun.

Innlent
Fréttamynd

Vara við fjölda hrein­dýra á vegum

Lögreglan á Austurlandi varar við fjölda hreindýra sem sést hafa á vegum víðsvegar um landshlutann. Ökumenn eru hvattir til að vera á varðbergi og aka á löglegum hraða.

Innlent
Fréttamynd

Ó­fært

Áætlunarflug til Vestmannaeyja í sinni hefðbundnu mynd hefur legið niðri frá því að Ernir hætti að fljúga til Vestmannaeyja haustið 2020 ef frá eru taldir þeir samningar sem samgönguráðuneytið gerði á sínum tíma annars vegar við Icelandair og hins vegar Erni um lágmarksflug til Eyja í örfáa daga á viku. Ekkert reglulegt flug hefur verið til eða frá Eyjum frá því um miðjan apríl síðastliðinn.

Skoðun
Fréttamynd

Isavia sýknað af milljarðakröfu í deilu um rútustæði

Isavia ohf. var í gær sýknað af öllum kröfum Airport Direct ehf. og Hópbíla ehf. í máli sem sneri að deilum um rútustæði við Keflavíkurflugvöll. Airport Direct krafðist greiðslu upp á tæplega milljarð króna og Hópbílar 170 milljóna króna og helmingunar á gjaldi sem fyrirtækið greiðir fyrir notkun svokallaðra nærstæða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

45.000 strætó­ferðir

Höfuðborgarsvæðið hefur lengi þróast eftir áherslum sem ýta undir bílaumferð með dreifðri byggð og einsleitum íbúðahverfum í stækkandi jaðri. Slíkt umhverfi er mikil áskorun fyrir góðar samgöngur.

Skoðun
Fréttamynd

Telur galla í hönnun Foss­vogs­brúarinnar

Byggingarverkfræðingur telur áríðandi að breyta hönnun Fossvogsbrúarinnar áður en hún kemur til framkvæmda svo fólk geti notið sólarlagsins áhyggjulaust. Gangandi umferð þurfi að vera á vestari hluta brúarinnar ólíkt því sem hönnun geri ráð fyrir. Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir hönnunina úthugsaða.

Innlent
Fréttamynd

Lífið breyttist vegna gá­leysis leigu­bíl­stjóra

Þórunn Óskarsdóttir lenti í alvarlegu bílslysi á Reykjanesbraut fyrir fjórum árum, þegar hún var farþegi í leigubíl ásamt tveimur öðrum. Dómstólar komust síðar að þeirri niðurstöðu að slysið hefði orsakast af stórfelldu gáleysi leigubílstjórans og var hann sakfelldur fyrir brot á umferðar- og hegningarlögum. 

Innlent
Fréttamynd

Reykja­víkur­borg leiðandi í húsnæðisuppbyggingu

Tryggt þak yfir höfuðið er undirstaða daglegs lífs, það veitir öryggi og skjól sem öllum er lífsnauðsynlegt. Núna í vetrarbyrjun voru 2.853 íbúðir í byggingu í Reykjavík og fjölgar um rúmlega 12% milli ára, 2.884 íbúðir eru í samþykktar í deiliskipulagi og 2565 á byggingarhæfum lóðum

Skoðun
Fréttamynd

Á­vinningur sam­göngu­bóta

Í tengslum við undirbúning samgönguáætlunar hefur Vegagerðin í samstarfi við innviðaráðuneytið unnið að mati á ávinningi og arðsemi þeirra framkvæmda sem tilgreindar eru í tillögu að nýrri samgönguáætlun sem var lögð fram á Alþingi í október síðastliðnum og hefur verið vísað til umhverfis- og samgöngunefndar til umfjöllunar.

Skoðun
Fréttamynd

Út og suður um sam­göngur

Í ljósi eldsumbrotanna á Reykjanesi sést enn betur en áður að fjárfesting í nýjum flugvelli í Hvassahrauni er hæpin í meira lagi. Ofan á aðrar efasemdir bætist að Reykjanesið verður að mati vísindamanna virkt eldsumbrota svæði næstu áratugi og jafnvel árhundruð og ekki er gott að hafa báða aðal flugvelli landsmanna á eldvirku nesi, sömu megin við Höfuðborgarsvæðið.

Skoðun
Fréttamynd

Nýr Baldur siglir til Stykkis­hólms í dag

Nýja Breiðafjarðarferjan Baldur er að verða tilbúin í áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar um Flatey. Komu skipsins verður fagnað með athöfn í Stykkishólmi á morgun.

Innlent
Fréttamynd

22 fót­bolta­vellir fullir af bílum

Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgar hratt. Það sést glögglega á því hvernig umferðin hefur þyngst. Um 70 bílar hafa bæst við umferðina að meðaltali í hverri viku frá 2016, þegar Samgöngustofa hóf að halda utan um bílafjölda eftir sveitarfélögum. Á ársgrundvelli jafngildir þessi fjölgun um 27 km langri bílaröð. Sú röð næði nánast milli Háskóla Íslands og Grundarhverfis á Kjalarnesi.

Skoðun
Fréttamynd

Nesvegur mikið skemmdur og ó­fær

Nesvegur vestan Grindavíkur til móts við golfvöllinn er í sundur og er alveg ófær. Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa verið að störfum á staðnum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Af­hverju strætó?

Strætó, stundum kallaður bussinn eða Gula limman, brunar um göturnar allan liðlangan daginn. Bílstjórarnir setjast upp í bílana fyrir sólarupprás og eru ekki farnir af götunum fyrr en komið er að háttatíma. Svo ekki sé minnst á sniðuga næturstrætóinn.

Skoðun
Fréttamynd

Hopp hækkar verðið

Hopp Ísland hækkaði í dag startgjald í fyrsta sinn síðan rafhlaupahjólaleigan var opnuð árið 2019. Þá hækkar mínútugjald einnig. Framkvæmdastjóri segir hækkunina beina afleiðingu verðbólgu.

Neytendur
Fréttamynd

Grunar að net­verslun út­skýri færri ferðir

Íbúar í Reykjavík fara færri ferðir á dag en fyrir tuttugu árum síðan. Í febrúar 2002 fóru íbúar að meðaltali 4,1 ferð á dag en í nóvember í fyrra fóru íbúar að meðaltali 3,3 ferðir daglega. Gallup grunar að netverslun útskýri þessa fækkun ferða. 

Innlent
Fréttamynd

Venju­leg gella á hjóli með þrenn skýr skila­boð til bíl­stjóra

Brynhildur Bolladóttir lögfræðingur segir lífið hafa breyst til hins betra þegar hún eignaðist rafhjól. Nú þýtur hún upp brekkur, kennir bílstjórum að umgangast hjólastíga og segir ekkert kappsmál fyrir henni að vera bíllaus. Hjólið veiti einfaldlega hamingju. Rafhjólin gætu orðið bylting millistéttarinnar.

Innlent