Lögreglumál

Fréttamynd

Hrósar borgarbúum í hástert eftir fyrsta dag fundar

Yfir­lög­reglu­þjónn al­þjóða­sviðs ríkis­lög­reglu­stjóra segir leið­toga­fund Evrópu­ráðsins í Hörpu lang­stærsta við­burðinn sem ís­lensk lög­reglu­yfir­völd hafa skipu­lagt. Hann segir að um hundrað sér­fræðingar séu hér frá lög­reglu­yfir­völdum á norður­löndum í tengslum við fundinn og segir fyrsta dag fundarins hafa gengið vel. Hann hrósar borgar­búum í há­stert fyrir að hafa farið eftir reglum.

Innlent
Fréttamynd

Feðgarnir á Blönduósi verða ekki ákærðir

Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru vegna dauða karlmanns sem varð konu að bana á Blönduósi í ágúst í fyrra. Þetta staðfestir verjandi í málinu við fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá.

Innlent
Fréttamynd

Fullyrðir að Vítalía hafi flett upp fólki í annarlegum tilgangi

Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, segir Vítalíu Lazarevu vera starfsmann Lyfju sem lyfjafyrirtækið kærði til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þjóðmála. Vítalía hefur hafnað ásökununum í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynnt um slags­mál þar sem öxi var beitt

Tveir menn voru handteknir eftir að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slagsmál og að maður veittist að fólki með öxi í Grafarvogi. Lögregla telur að öxinni hafi ekki verið beitt gegn fólki á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Ók á grindverk við Smáralindina

Ökumaður ók á grindverk í Kópavogi í dag. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ökumanninn hafa misst stjórn á bifreiðinni, engin slys hafi orðið á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Banda­rískur íþróttamaður reynir að flýja land grunaður um nauðgun

Bandarískur karlmaður grunaður um nauðgun í ársbyrjun hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. maí. Talið er nauðsynlegt að halda honum innan veggja fangelsis þar sem hann hefur endurtekið reynt að komast úr landi þrátt fyrir farbann. Karlmaðurinn spilaði ruðning á Íslandi árið 2022.

Innlent
Fréttamynd

„Þessi spjald­tölva er röddin hans“

Sam­skipta­tölvu sjö ára drengs með ein­hverfu var stolið í nótt úr vinnu­skúr föður hans. Pabbi hans biðlar til al­mennings um upp­lýsingar um tölvuna og heitir því að verði henni skilað verði engir eftir­málar.

Innlent
Fréttamynd

Erlendir njósnarar á Íslandi til skoðunar

Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum.

Innlent
Fréttamynd

Lög­maðurinn segir málið snúast um til­raun til fjár­kúgunar

Lögmaður sem er sakaður um að hafa nauðgað eiginkonu skjólstæðings síns, neitar sök í málinu og segir það snúast um tilraun til fjárkúgunar. Hann viðurkennir að hafa átt samræði við konuna sem hann segist ekki hreykinn af. Formaður lögmannafélagsins segir málið alvarlegt.

Innlent
Fréttamynd

Saknar bílsins síns sem var stolið af sambýli

Freyr Vilmundarson, nítján ára íbúi á sambýlinu Árlandi í Fossvogi, saknar þess að geta farið í bíltúr með gæslumanni sínum þessa dagana. Ástæðan er sú að bílnum var stolið um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Féll tvo metra ofan holu við Klepps­mýrar­veg

Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð út eftir að tilkynnt var um að maður hafi fallið um tvo metra ofan í grunn við við Kleppsmýrarveg, Dugguvog og Arkarvog í Reykjavík í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Í gæslu­varð­haldi fyrir að falsa að fyrr­verandi sam­býlis­konan væri á lífi

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni, sem er grunaður um fjársvik og skjalafals. Maðurinn er sagður hafa í áraraðir haldið því fram að fyrrverandi sambýliskona hans væri á lífi en hún lést árið 2014. Maðurinn dvaldi hins vegar í húsnæði Félagsbústaða, sem var skráð á konuna, tók út lyfseðilskyld lyf hennar og notaði fjármuni sem hún fær enn frá Tryggingastofnun.

Innlent
Fréttamynd

Lög­­maður sakaður um að nauðga eigin­­konu skjól­­stæðings síns

Íslenskur lögmaður með málflutningsrettindi fyrir Landsrétti hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði.

Innlent
Fréttamynd

Sex­tán ára ók á móti um­ferð í Breið­holti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gær afskipti af ökumanni sem hafði ekið á móti umferð í Breiðholti. Reyndist hann vera sextán ára gamall og því ekki með bílpróf. Er málið unnið í samráði við foreldra og barnaverndaryfirvöld.

Innlent
Fréttamynd

Beit lög­reglu­mann í mið­bænum

Óskað var eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt vegna manns sem var ofurölvi. Hann varð æstur við komu lögreglu og sjúkraflutningamanna og beit einn lögreglumannanna. Hann var því vistaður í fangageymslu þar til hægt var að ræða við hann.

Innlent