Lögreglumál

Fréttamynd

Ölvaðir menn til vand­ræða

Lögregla hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt og var nokkuð um ölvaða menn til vandræða, bæði á bílum og á tveimur jafnfljótum.

Innlent
Fréttamynd

Níð­stöngin hafi tengingu við „ljóta og myrka galdra­vitund“ for­tíðarinnar

Stofnandi Sólsetursins grunar ákveðinn hóp tengdan seiðkonu um að hafa reist níðstöng með hestshaus við Skrauthóla á föstudag en hún kveðst ekki ætla tilkynna lögreglu um það. Hún segir nágranna sína ekki eiga neinn þátt í málinu og að það tengist ekki deilum þeirra á milli. Hún bindur vonir við að hægt sé að leysa málið án aðkomu lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Ók raf­vespu á lög­reglu­bíl

Laust fyrir miðnætti í gær hugðust lögreglumenn stöðva för konu á rafvespu. Sú sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og ók þess í stað á lögreglubílinn.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara líflátshótun“

Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla

Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði.

Innlent
Fréttamynd

Meirihluti vændismála felldur niður

Meirihluti vændiskaupamála sem hafa ratað á borð lögreglu á liðnum árum hefur verið felldur niður og á síðustu tveimur árum endaði einungis fjórðungur með sekt eða ákæru. Ríkislögreglustjóri segir forgangsraðað í þágu mála þar sem grunur er um mansal.

Innlent
Fréttamynd

Lagði eigin íbúð í Hlíðunum í rúst

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í gærkvöldi rétt fyrir miðnættið en hann hafði brotið hurð að eigin íbúð í Hlíðunum í Reykjavík og lagt þar allt í rúst.

Innlent
Fréttamynd

Fékk símtal sem allar svartar mæður hræðast

Móðir unglingspilts, sem lögregla hafði í tvígang afskipti af vegna leitar að strokufanga í vikunni, segist hafa verið hrædd og niðurlægð þegar lögreglu var sigað á son hennar. Hún telur lögreglu hafa gert alvarleg mistök og segir vitundarvakningu um raunveruleika ungmenna af erlendum uppruna nauðsynlega.

Innlent
Fréttamynd

Stígur fram vegna máls sonar síns

Claudia Ashanie Wilson lögmaður telur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa gert alvarleg mistök við afskipti af sextán ára syni hennar í vikunni. Lögregla vitjaði piltsins í tvígang í tengslum við leit að ungum strokufanga en þeir eru báðir dökkir á hörund. Rætt verður við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún hefur ekki tjáð sig um það við fjölmiðla fyrr en nú.

Innlent
Fréttamynd

Skallaði konu í and­litið

Maður skallaði konu í andlitið í Hafnarfirði skömmu fyrir tvö í nótt. Sá var handtekinn og vistaður í fangageymslu en konan hlaut meðal annars bólgur í andliti.

Innlent