Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. september 2022 06:00 Myndskeiðum úr snjallmyndavélum af meintum þjófum er oft deilt á samfélagsmiðlum. Skjáskot Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. Snjalldyrabjöllum hefur fjölgað hratt hér á landi á síðustu árum og má nú finna við mörg þúsund heimili. „Í fyrra seldum við til dæmis þrefalt fleiri snjalldyrabjöllur heldur en árinu áður,“ segir Valur Hólm þjálfunarstjóri verslunarinnar Elko. Valur Hólm hjá versluninni Elko segir að á síðustu fimm árum hafi veruleg aukning orðið í sölu á snjalldyrabjöllum. Þá hafi framboðið aukist mikið.Vísir/Egill Bjöllurnar láta ekki mikið yfir sér og því ekki allir sem átta sig á þær taka upp allt sem sagt er og gert fyrir framan þær. Myndin úr þeim er oft á tíðum mjög skýr og hljóðið líka. „Ég myndi segja í mjög góðum myndavélum til þess að heyra skýrt þá er það kannski ekki mikið meira en fjórir til fimm metrar en hún heyrir samt alveg þannig séð alveg jafn langt og hún sér. Hún er að nema hljóð kannski á götunni ef að gatan er tíu metrum frá þér.“ Myndbandsupptökur líkt og úr svona snjalldyrabjöllum berast lögreglu æ oftar og hafa nýst við rannsókn innbrota og þjófnaðar. „Ég held að það sé alveg svona fjórða hvert þjófnaðarmál má segja þar koma upptökur við og geta hjálpað okkur,“ Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Guðmundur Páll Guðmundsson lögreglufulltrúi segir að sífellt fleiri myndbönd berist lögreglu úr öryggismyndavélum.Vísir/Egill Myndböndin sem berast lögreglu eru ekki bara tekin við heimili og fyrirtæki heldur einnig úr bílum. Í þjófnaðarmálum er oft tíðum er um góðkunningja lögreglunnar að ræða. „Mjög oft bara. Nánast 80% af þjófnaðarmálum eru þannig,“ segir Guðmundur. Þó þjófarnir reyni stundum að hylja andlit sitt segir Guðmundur Pétur ýmislegt annað koma upp um þá. „Það er kannski tattú einhvers staðar sem sést í eða núverandi klæðaburður eða hreyfingar. Það er svo margt sem við getum stuðst við“ Myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum berast ekki bara lögreglu heldur hefur færst í vöxt að þeim sé deilt á samfélagsmiðlum til dæmis í hverfagrúbbum. Þangað hafa til dæmis myndbönd af meintum þjófum ratað og börnum að gera dyraat. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var myndbandi úr öryggismyndavél við heimahús deilt á Twitter. Á því mátti sjá Elínu Soffíu Harðardóttur sjálfboðaliða hjá Samfylkingunni dreifa rósum og grín sem gert var á hennar kostnað. Sjálf segir hún að það hafi aldrei hvarflað að sér, þegar hún stóð við húsið þar sem myndbandið var tekið upp, að það væri myndavél á staðnum. Þegar hún kom heim í lok dagsins fékk hún símtal frá sonum sínum. „Veistu það er verið að trenda þig á twitter og ég sagði hvað er það af því ég er ekki einu sinni á twitter og þá sögðu þeir að það eru mörg þúsund manns búin að skoða myndbandið af þér sem ég hafði ekki hugmynd um að væri verið að deila að mér forspurðri og reyna að gera lítið úr mér,“ segir Elín Soffía. Hún segir afleitt að fólk stundi þá iðju að deila myndböndum af öðrum. „Auðvitað er þetta innrás á einkalíf fólks og það er verið að taka upp börn og deila börnum. Þú veist þetta á náttúrulega ekki að líðast.“ Kvörtunum til Persónuverndar fer fjölgandi Þeir sem eru ósáttir við myndbirtingu geta leitað til Persónuverndar sem hefur heimild til að sekta út af málum sem þessum „Almenna reglan er sú að vöktunarmyndbönd þau má eingöngu afhenda lögreglu og birta með samþykki þess sem upptakan er af,“ segir Vigdís Eva Líndal sviðsstjóri hjá Persónuvernd. Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsinga og öryggis hjá Persónuvernd.Vísir/Baldur Mikilvægt sé að virða sérstaklega vel réttindi barna í þessu samhengi. Nokkuð hefur verið um að kvartanir hafi borist Persónuvernd vegna notkunar á snjalldyrabjöllum. „Það er nefnilega erfitt með þessar myndavélar það fer ekki mikið fyrir þeim og það er oft erfitt að átta sig á því hvort að þarna fari fram upptaka eða ekki og við sjáum kannski helst aukningu í einmitt fyrirspurnum frá almenningi. Það er að velta þessu fyrir sér. Hvað getur það gert,“ segir Vigdís Eva. Staðsetning myndavélanna stundum fyrir brjóstið á nágrönnum. „Við erum að sjá ákveðna aukningu í svona uppsetningu í myndavélum í fjölbýlishúsum þar sem einstaklingar setja upp svona dyrabjöllur við sína innganga og inn í sameign. Það í raun og veru má ekki nema með samþykki allra eigenda eða húsfundar. Svo erum við hins vegar með þessar einkalóðir eða einbýli þar sem er verið að vakta út fyrir yfirráðasvæði og um leið og það er komið út fyrir þitt svæði þá fellur það undir persónuverndarlögin og við þurfum þá að grípa inn í.“ Elín Soffía skoðaði að kvarta yfir sínu máli til Persónuverndar en gerði það ekki formlega. Hún segir marga ekki átta sig á hversu víða myndavélar eru og hversu oft sé verið að taka upp það sem fólk segir. Elín Soffía Harðardóttir segir það ekki eiga að líðast að fólk deili myndböndum af öðrum á samfélagsmiðlum án samþykkis.Vísir/Egill Þá blöskri mörgum myndbirtingar úr öryggismyndavélunum. Sjálfri hefði henni þótt vænt um afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp en sú afsökunarbeiðni barst aldrei. „Fólk sem ég þekki ekki og eru ekki vinir mínir voru að senda mér stuðningsyfirlýsingar á Facebook af því fólk var bara svo gáttað að menn skyldu láta sér detta þetta í hug,“ segir Elín Soffía. Lögreglumál Lögreglan Tækni Netöryggi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Snjalldyrabjöllum hefur fjölgað hratt hér á landi á síðustu árum og má nú finna við mörg þúsund heimili. „Í fyrra seldum við til dæmis þrefalt fleiri snjalldyrabjöllur heldur en árinu áður,“ segir Valur Hólm þjálfunarstjóri verslunarinnar Elko. Valur Hólm hjá versluninni Elko segir að á síðustu fimm árum hafi veruleg aukning orðið í sölu á snjalldyrabjöllum. Þá hafi framboðið aukist mikið.Vísir/Egill Bjöllurnar láta ekki mikið yfir sér og því ekki allir sem átta sig á þær taka upp allt sem sagt er og gert fyrir framan þær. Myndin úr þeim er oft á tíðum mjög skýr og hljóðið líka. „Ég myndi segja í mjög góðum myndavélum til þess að heyra skýrt þá er það kannski ekki mikið meira en fjórir til fimm metrar en hún heyrir samt alveg þannig séð alveg jafn langt og hún sér. Hún er að nema hljóð kannski á götunni ef að gatan er tíu metrum frá þér.“ Myndbandsupptökur líkt og úr svona snjalldyrabjöllum berast lögreglu æ oftar og hafa nýst við rannsókn innbrota og þjófnaðar. „Ég held að það sé alveg svona fjórða hvert þjófnaðarmál má segja þar koma upptökur við og geta hjálpað okkur,“ Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Guðmundur Páll Guðmundsson lögreglufulltrúi segir að sífellt fleiri myndbönd berist lögreglu úr öryggismyndavélum.Vísir/Egill Myndböndin sem berast lögreglu eru ekki bara tekin við heimili og fyrirtæki heldur einnig úr bílum. Í þjófnaðarmálum er oft tíðum er um góðkunningja lögreglunnar að ræða. „Mjög oft bara. Nánast 80% af þjófnaðarmálum eru þannig,“ segir Guðmundur. Þó þjófarnir reyni stundum að hylja andlit sitt segir Guðmundur Pétur ýmislegt annað koma upp um þá. „Það er kannski tattú einhvers staðar sem sést í eða núverandi klæðaburður eða hreyfingar. Það er svo margt sem við getum stuðst við“ Myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum berast ekki bara lögreglu heldur hefur færst í vöxt að þeim sé deilt á samfélagsmiðlum til dæmis í hverfagrúbbum. Þangað hafa til dæmis myndbönd af meintum þjófum ratað og börnum að gera dyraat. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var myndbandi úr öryggismyndavél við heimahús deilt á Twitter. Á því mátti sjá Elínu Soffíu Harðardóttur sjálfboðaliða hjá Samfylkingunni dreifa rósum og grín sem gert var á hennar kostnað. Sjálf segir hún að það hafi aldrei hvarflað að sér, þegar hún stóð við húsið þar sem myndbandið var tekið upp, að það væri myndavél á staðnum. Þegar hún kom heim í lok dagsins fékk hún símtal frá sonum sínum. „Veistu það er verið að trenda þig á twitter og ég sagði hvað er það af því ég er ekki einu sinni á twitter og þá sögðu þeir að það eru mörg þúsund manns búin að skoða myndbandið af þér sem ég hafði ekki hugmynd um að væri verið að deila að mér forspurðri og reyna að gera lítið úr mér,“ segir Elín Soffía. Hún segir afleitt að fólk stundi þá iðju að deila myndböndum af öðrum. „Auðvitað er þetta innrás á einkalíf fólks og það er verið að taka upp börn og deila börnum. Þú veist þetta á náttúrulega ekki að líðast.“ Kvörtunum til Persónuverndar fer fjölgandi Þeir sem eru ósáttir við myndbirtingu geta leitað til Persónuverndar sem hefur heimild til að sekta út af málum sem þessum „Almenna reglan er sú að vöktunarmyndbönd þau má eingöngu afhenda lögreglu og birta með samþykki þess sem upptakan er af,“ segir Vigdís Eva Líndal sviðsstjóri hjá Persónuvernd. Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsinga og öryggis hjá Persónuvernd.Vísir/Baldur Mikilvægt sé að virða sérstaklega vel réttindi barna í þessu samhengi. Nokkuð hefur verið um að kvartanir hafi borist Persónuvernd vegna notkunar á snjalldyrabjöllum. „Það er nefnilega erfitt með þessar myndavélar það fer ekki mikið fyrir þeim og það er oft erfitt að átta sig á því hvort að þarna fari fram upptaka eða ekki og við sjáum kannski helst aukningu í einmitt fyrirspurnum frá almenningi. Það er að velta þessu fyrir sér. Hvað getur það gert,“ segir Vigdís Eva. Staðsetning myndavélanna stundum fyrir brjóstið á nágrönnum. „Við erum að sjá ákveðna aukningu í svona uppsetningu í myndavélum í fjölbýlishúsum þar sem einstaklingar setja upp svona dyrabjöllur við sína innganga og inn í sameign. Það í raun og veru má ekki nema með samþykki allra eigenda eða húsfundar. Svo erum við hins vegar með þessar einkalóðir eða einbýli þar sem er verið að vakta út fyrir yfirráðasvæði og um leið og það er komið út fyrir þitt svæði þá fellur það undir persónuverndarlögin og við þurfum þá að grípa inn í.“ Elín Soffía skoðaði að kvarta yfir sínu máli til Persónuverndar en gerði það ekki formlega. Hún segir marga ekki átta sig á hversu víða myndavélar eru og hversu oft sé verið að taka upp það sem fólk segir. Elín Soffía Harðardóttir segir það ekki eiga að líðast að fólk deili myndböndum af öðrum á samfélagsmiðlum án samþykkis.Vísir/Egill Þá blöskri mörgum myndbirtingar úr öryggismyndavélunum. Sjálfri hefði henni þótt vænt um afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp en sú afsökunarbeiðni barst aldrei. „Fólk sem ég þekki ekki og eru ekki vinir mínir voru að senda mér stuðningsyfirlýsingar á Facebook af því fólk var bara svo gáttað að menn skyldu láta sér detta þetta í hug,“ segir Elín Soffía.
Lögreglumál Lögreglan Tækni Netöryggi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira