Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2025 23:30 Gary Hall Jr. með Ólympíugullverðlaun sem hann vann í Aþenu 2004. Þessi verðlaunapeningur eyðilagðist eins og öll hin Ólympíuverðlaunin hans. Getty/Shaun Botterill Bandaríski sundmaðurinn Gary Hall Jr. átti flottan feril og safnaði að sér verðlaunum á Ólympíuleikunum. Hann missti þó þau öll á einu bretti. Eldarnir miklu í Los Angeles hafa ollið gríðarlegum skaða og þúsundir fjölskyldna hafa misst heimili sín og allt innbúið. Í þeim hópi eru líka afreksfólk í íþróttum eins og dæmi Hall sýnir. Hall vann alls tíu verðlaun í sundi á Ólympíuleikunum frá Ólympíuleikunum í Atlanta 1996 til Ólympíuleikanna í Aþenu 2004. Hann vann fimm gull, þrjú silfur og tvö brons þar af tvö gullverðlaun í 50 metra skriðsundi, bæði á ÓL 2000 í Sydney og ÓL 2004 í Aþenu. CBS News ræddi við Hall og komst að því að hann missti allt sitt í eldunum í Los Angeles. Þar á meðal voru öll tíu Ólympíuverðlaunin og þau verðlaun sem hann vann á heimsmeistaramótum. „Ég missti allar mínar veraldlegar eigur, heimilið og fyrirtækið mitt. Þetta gerðist allt á mjög stuttum tíma,“ sagði Gary Hall yngri.„Eldurinn hófst efst í brekkunni og það var ekki langt í húsið mitt. Ég sá fyrst reykinn og eftir eina mínútu var hann orðinn tvöfalt stærri. Eftir tvær mínútur fór eldurinn að æða niður brekkuna á ógnarhraða í átt að heimili mínu,“ sagði Hall. „Um leið og ég sá að húsin fyrir ofan mig voru að brenna þá áttaði ég mig á því að ég þyrfti að safna saman verðmætunum mínum og koma mér í burtu,“ sagði Hall. „Ég hafði síðan bara tíma til að taka tvo hluti með mér. Þegar ég ætlaði að hlaða í bílinn minn þá var eldurinn kominn til mín. Ég náði bara að grípa hundinn minn og insúlínmeðalið mitt,“ sagði Hall. „Ég er með sykursýki og þurfti insúlínið til að lifa. Ég náði ekki að taka meira með mér. Ég keypti mér tannbursta í gær og get því bætt honum við það sem ég á,“ sagði Hall. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=bcT5wVK_6VY">watch on YouTube</a> Sund Ólympíuleikar Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Sjá meira
Eldarnir miklu í Los Angeles hafa ollið gríðarlegum skaða og þúsundir fjölskyldna hafa misst heimili sín og allt innbúið. Í þeim hópi eru líka afreksfólk í íþróttum eins og dæmi Hall sýnir. Hall vann alls tíu verðlaun í sundi á Ólympíuleikunum frá Ólympíuleikunum í Atlanta 1996 til Ólympíuleikanna í Aþenu 2004. Hann vann fimm gull, þrjú silfur og tvö brons þar af tvö gullverðlaun í 50 metra skriðsundi, bæði á ÓL 2000 í Sydney og ÓL 2004 í Aþenu. CBS News ræddi við Hall og komst að því að hann missti allt sitt í eldunum í Los Angeles. Þar á meðal voru öll tíu Ólympíuverðlaunin og þau verðlaun sem hann vann á heimsmeistaramótum. „Ég missti allar mínar veraldlegar eigur, heimilið og fyrirtækið mitt. Þetta gerðist allt á mjög stuttum tíma,“ sagði Gary Hall yngri.„Eldurinn hófst efst í brekkunni og það var ekki langt í húsið mitt. Ég sá fyrst reykinn og eftir eina mínútu var hann orðinn tvöfalt stærri. Eftir tvær mínútur fór eldurinn að æða niður brekkuna á ógnarhraða í átt að heimili mínu,“ sagði Hall. „Um leið og ég sá að húsin fyrir ofan mig voru að brenna þá áttaði ég mig á því að ég þyrfti að safna saman verðmætunum mínum og koma mér í burtu,“ sagði Hall. „Ég hafði síðan bara tíma til að taka tvo hluti með mér. Þegar ég ætlaði að hlaða í bílinn minn þá var eldurinn kominn til mín. Ég náði bara að grípa hundinn minn og insúlínmeðalið mitt,“ sagði Hall. „Ég er með sykursýki og þurfti insúlínið til að lifa. Ég náði ekki að taka meira með mér. Ég keypti mér tannbursta í gær og get því bætt honum við það sem ég á,“ sagði Hall. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=bcT5wVK_6VY">watch on YouTube</a>
Sund Ólympíuleikar Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Sjá meira