Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2025 23:30 Gary Hall Jr. með Ólympíugullverðlaun sem hann vann í Aþenu 2004. Þessi verðlaunapeningur eyðilagðist eins og öll hin Ólympíuverðlaunin hans. Getty/Shaun Botterill Bandaríski sundmaðurinn Gary Hall Jr. átti flottan feril og safnaði að sér verðlaunum á Ólympíuleikunum. Hann missti þó þau öll á einu bretti. Eldarnir miklu í Los Angeles hafa ollið gríðarlegum skaða og þúsundir fjölskyldna hafa misst heimili sín og allt innbúið. Í þeim hópi eru líka afreksfólk í íþróttum eins og dæmi Hall sýnir. Hall vann alls tíu verðlaun í sundi á Ólympíuleikunum frá Ólympíuleikunum í Atlanta 1996 til Ólympíuleikanna í Aþenu 2004. Hann vann fimm gull, þrjú silfur og tvö brons þar af tvö gullverðlaun í 50 metra skriðsundi, bæði á ÓL 2000 í Sydney og ÓL 2004 í Aþenu. CBS News ræddi við Hall og komst að því að hann missti allt sitt í eldunum í Los Angeles. Þar á meðal voru öll tíu Ólympíuverðlaunin og þau verðlaun sem hann vann á heimsmeistaramótum. „Ég missti allar mínar veraldlegar eigur, heimilið og fyrirtækið mitt. Þetta gerðist allt á mjög stuttum tíma,“ sagði Gary Hall yngri.„Eldurinn hófst efst í brekkunni og það var ekki langt í húsið mitt. Ég sá fyrst reykinn og eftir eina mínútu var hann orðinn tvöfalt stærri. Eftir tvær mínútur fór eldurinn að æða niður brekkuna á ógnarhraða í átt að heimili mínu,“ sagði Hall. „Um leið og ég sá að húsin fyrir ofan mig voru að brenna þá áttaði ég mig á því að ég þyrfti að safna saman verðmætunum mínum og koma mér í burtu,“ sagði Hall. „Ég hafði síðan bara tíma til að taka tvo hluti með mér. Þegar ég ætlaði að hlaða í bílinn minn þá var eldurinn kominn til mín. Ég náði bara að grípa hundinn minn og insúlínmeðalið mitt,“ sagði Hall. „Ég er með sykursýki og þurfti insúlínið til að lifa. Ég náði ekki að taka meira með mér. Ég keypti mér tannbursta í gær og get því bætt honum við það sem ég á,“ sagði Hall. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=bcT5wVK_6VY">watch on YouTube</a> Sund Ólympíuleikar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Sjá meira
Eldarnir miklu í Los Angeles hafa ollið gríðarlegum skaða og þúsundir fjölskyldna hafa misst heimili sín og allt innbúið. Í þeim hópi eru líka afreksfólk í íþróttum eins og dæmi Hall sýnir. Hall vann alls tíu verðlaun í sundi á Ólympíuleikunum frá Ólympíuleikunum í Atlanta 1996 til Ólympíuleikanna í Aþenu 2004. Hann vann fimm gull, þrjú silfur og tvö brons þar af tvö gullverðlaun í 50 metra skriðsundi, bæði á ÓL 2000 í Sydney og ÓL 2004 í Aþenu. CBS News ræddi við Hall og komst að því að hann missti allt sitt í eldunum í Los Angeles. Þar á meðal voru öll tíu Ólympíuverðlaunin og þau verðlaun sem hann vann á heimsmeistaramótum. „Ég missti allar mínar veraldlegar eigur, heimilið og fyrirtækið mitt. Þetta gerðist allt á mjög stuttum tíma,“ sagði Gary Hall yngri.„Eldurinn hófst efst í brekkunni og það var ekki langt í húsið mitt. Ég sá fyrst reykinn og eftir eina mínútu var hann orðinn tvöfalt stærri. Eftir tvær mínútur fór eldurinn að æða niður brekkuna á ógnarhraða í átt að heimili mínu,“ sagði Hall. „Um leið og ég sá að húsin fyrir ofan mig voru að brenna þá áttaði ég mig á því að ég þyrfti að safna saman verðmætunum mínum og koma mér í burtu,“ sagði Hall. „Ég hafði síðan bara tíma til að taka tvo hluti með mér. Þegar ég ætlaði að hlaða í bílinn minn þá var eldurinn kominn til mín. Ég náði bara að grípa hundinn minn og insúlínmeðalið mitt,“ sagði Hall. „Ég er með sykursýki og þurfti insúlínið til að lifa. Ég náði ekki að taka meira með mér. Ég keypti mér tannbursta í gær og get því bætt honum við það sem ég á,“ sagði Hall. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=bcT5wVK_6VY">watch on YouTube</a>
Sund Ólympíuleikar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Sjá meira