Óvæntur glaðningur í veggjunum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. janúar 2025 14:20 Daníel og Aðalsteina hafa gert mikið í húsinu og fundið ýmislegt í veggjunum. Hjón sem vinna að endurbótum á húsi sínu í Bústaðahverfi í Reykjavík hafa fundið ýmsan óvæntan nokkurra áratuga gamlan glaðning í veggjum hússins sem nýttur var sem fóðrun. Meðal þess er dagatal Viðtækjaverzlunar ríkisins frá árinu 1965 og gamall Tópas pakki. „Við gerðum húsið fokhelt fyrir tveimur árum og erum nú að stíga næsta skref og klára efri hæðina. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem maður stendur í svona framkvæmdum, en þetta er stærsta verkefnið og maður hefur fundið ýmislegt í veggjunum, meðal annars bréf af Opal, Suðusúkkulaði og allskonar,“ segir Daníel Sigurbjörnsson sem staðið hefur í framkvæmdunum með konunni sinni Aðalsteinu Gísladóttur. Klippa: Ýmislegt í veggjunum Ljóst sé að allt sem mögulega hafi getað verið nýtt hafi verið nýtt. „Það er engin lygi að hús hafi verið byggð með hverju sem er, hérna eru til dæmis mikið af fjölum sem augljóslega úr kössum sem nýttir voru til að flytja inn bíla í gamla daga, sérstaklega frá Bandaríkjunum. Svo á ég einn grænan lítinn Topas pakka sem var í einum veggnum með engri innihaldslýsingu, svona eins og pakkarnir voru alltaf í gamla daga.“ Daníel útskýrir að hann hafi fundið hann inni í vegg í hjónaherberginu. Pakkinn hafi verið þarna frá því fyrir 1970. Þá voru gerðar breytingar á norðurhluta hússins sem varð þá að hjónarherbergi. Antík Tópas! Sérstaka athygli vakti myndband sem Daníel birti á samfélagsmiðlum þar sem mátti sjá dagatal Viðtækjaverzlunar ríkisins frá 1965 í sérlega góðu ásigkomulagi. Viðtækjaverzlun ríkisins var heildsala sem átti einkarétt á sölu á útvörpum á Íslandi frá 1930 til 1967 þegar hún var lögð niður. Daníel segist hafa kannast við Viðtækjaverzlunina, en fór hann einhvern tímann í hana? „Nei nei nei, ég er nú ekki nema bara 46 ára!“ svarar hann hlæjandi. „En auðvitað vissi ég að þetta hefði verið til, þegar ríkið seldi útvörp og sjónvarpstæki. Svo veit maður ekkert endilega hvort þetta hafi farið upp á þessum tíma en þetta er eins og að vera fastur í tíma.“ Daníel segist í gríni hafa velt því fyrir sér hvort hann ætti sjálfur að skilja eftir minjagripi í veggnum. „Í einu herbergjanna var stórt holrými sem við lokuðum af og ég spáði í því hvort ég ætti að fara í Partýbúðina og láta eina beinagrind liggja þar fyrir þann sem kemur næst,“ segir hann hlæjandi. Hjónin hafa ekki látið deigan síga. Þau hafa líka tekið til hendinni í garðinum og byggt pall. Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
„Við gerðum húsið fokhelt fyrir tveimur árum og erum nú að stíga næsta skref og klára efri hæðina. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem maður stendur í svona framkvæmdum, en þetta er stærsta verkefnið og maður hefur fundið ýmislegt í veggjunum, meðal annars bréf af Opal, Suðusúkkulaði og allskonar,“ segir Daníel Sigurbjörnsson sem staðið hefur í framkvæmdunum með konunni sinni Aðalsteinu Gísladóttur. Klippa: Ýmislegt í veggjunum Ljóst sé að allt sem mögulega hafi getað verið nýtt hafi verið nýtt. „Það er engin lygi að hús hafi verið byggð með hverju sem er, hérna eru til dæmis mikið af fjölum sem augljóslega úr kössum sem nýttir voru til að flytja inn bíla í gamla daga, sérstaklega frá Bandaríkjunum. Svo á ég einn grænan lítinn Topas pakka sem var í einum veggnum með engri innihaldslýsingu, svona eins og pakkarnir voru alltaf í gamla daga.“ Daníel útskýrir að hann hafi fundið hann inni í vegg í hjónaherberginu. Pakkinn hafi verið þarna frá því fyrir 1970. Þá voru gerðar breytingar á norðurhluta hússins sem varð þá að hjónarherbergi. Antík Tópas! Sérstaka athygli vakti myndband sem Daníel birti á samfélagsmiðlum þar sem mátti sjá dagatal Viðtækjaverzlunar ríkisins frá 1965 í sérlega góðu ásigkomulagi. Viðtækjaverzlun ríkisins var heildsala sem átti einkarétt á sölu á útvörpum á Íslandi frá 1930 til 1967 þegar hún var lögð niður. Daníel segist hafa kannast við Viðtækjaverzlunina, en fór hann einhvern tímann í hana? „Nei nei nei, ég er nú ekki nema bara 46 ára!“ svarar hann hlæjandi. „En auðvitað vissi ég að þetta hefði verið til, þegar ríkið seldi útvörp og sjónvarpstæki. Svo veit maður ekkert endilega hvort þetta hafi farið upp á þessum tíma en þetta er eins og að vera fastur í tíma.“ Daníel segist í gríni hafa velt því fyrir sér hvort hann ætti sjálfur að skilja eftir minjagripi í veggnum. „Í einu herbergjanna var stórt holrými sem við lokuðum af og ég spáði í því hvort ég ætti að fara í Partýbúðina og láta eina beinagrind liggja þar fyrir þann sem kemur næst,“ segir hann hlæjandi. Hjónin hafa ekki látið deigan síga. Þau hafa líka tekið til hendinni í garðinum og byggt pall.
Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira