Evrópudeild UEFA

Fréttamynd

Celtic gæti komist í Evrópudeildina eftir allt saman

Það vakti athygli á drættinum í riðla Evrópudeildarinnar í dag að fyrirvari var settur á þátttöku Sion frá Sviss. Celtic, sem beið lægri hlut gegn Sion í forkeppninni, hefur lagt fram kvörtun vegna þess að félagið telur Svisslendingana hafa notast við ólöglega leikmenn.

Fótbolti
Fréttamynd

Wenger má vera á bekknum í kvöld

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur fengið grænt ljós frá Knattspyrnusambandi Evrópu um að hann megi vera á hliðarlínunni þegar að lilð hans mætir Udinese í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Wenger dæmdur í tveggja leikja bann

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að brjóta reglur þegar hann tók út leikbann í leik liðsins gegn Udinese í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Schalke tapaði í Finnlandi

Fjölmargir leikir fóru fram í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld og hefur verið greint frá úrslitum nokkurra þeirra hér á Vísi í kvöld. Meðal annarra úrslita má nefna að þýska liðið Schalke tapaði fyrir finnska liðinu HJK Helsinki á útivelli í kvöld, 2-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Stoke í góðum málum

Stoke City er komið með annan fóttinn í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA eftir 1-0 sigur á FC Thun í Sviss. Þetta var fyrri leikur liðanna í forkeppninni en liðin mætast í Englandi í næstu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Tottenham pakkaði Hearts saman

Tottenham er svo gott sem öruggt áfram í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA eftir 5-0 útisigur á skoska liðinu Hearts í fyrri leik liðanna í forkeppninni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

AZ tapaði í Noregi

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar töpuðu fyrir Álasundi í leik liðanna í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Raul fór ekki með Schalke til Helsinki - hafnaði Blackburn

Spánverjinn Raul verður ekki í leikmannahópi þýska liðsins Schalke 04 þegar liðið sækir finnska liðið HJK Helsinki heim í forkeppni Evrópudeildarinnar á morgun. Forráðamenn segjast ætla að hlífa Raul við gervigrasvellinum í Finnlandi en um leið halda því þeir opnu að Raul geti spilað með öðru liði í Evrópukeppnunum í vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristinn Jakobsson dæmir í París

Kristinn Jakobsson hefur fengið verkefni í undankeppni Evrópudeildarinnar en hann mun dæma leik Paris Saint-Germain og FC Differdange 03 frá Lúxemborg sem fram fer á Parc des Princes í París 25. ágúst næstkomandi.

Fótbolti
Fréttamynd

UEFA vísar Olympiakos Volos úr Evrópudeildinni

Gríska knattspyrnufélaginu Olympiakos Volos hefur verið vísað úr Evrópudeildinni. Félagið átti að mæta Paris Saint Germain í 4. umferð forkeppninnar í næstu viku en varð uppvíst um hagræðingu úrslita í heimalandinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Eggert Gunnþór: Vill fá sigur gegn Tottenham í afmælisgjöf

Dregið var í lokaumferðina í forkeppni Evrópudeildar UEFA í gær og fékk skoska liðið Hearts það erfiða verkefni að mæta Tottenham, sem sló rækilega í gegn í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Eggert Gunnþór Jónsson er leikmaður Hearts og hlakkar vitanlega til að fá að kljást við þá ensku.

Fótbolti
Fréttamynd

Baldur, Guðjón og Skúli Jón á bekknum gegn Tbilisi

Baldur Sigurðsson, Guðjón Baldvinsson og Skúli Jón Friðgeirsson eru allir á varamannabekk KR sem mætir Dinamo í Tbilisi ytra klukkan 17 í dag. Auk þess fóru Bjarni Guðjónsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson og Viktor Bjarki Arnarson ekki með liðinu til Georgíu.

Íslenski boltinn