Fótbolti

Ajax úr leik eftir vítaspyrnukeppni

Nordic Photos / Getty Images
Kolbeinn Sigþórsson og félagar í hollenska félaginu Ajax eru úr leik í Evrópudeild UEFA eftir tap gegn Steaua Búkarest eftir vítaspyrnukeppni.

Ajax vann fyrri leikinn á heimavelli 2-0 en Steaua gerði slíkt hið sama í kvöld og því varð að framlengja leikinn.

Ekkert var skorað í framlengingunni og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni.

Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Ajax en fór af velli á 71. mínútu og gat því ekki tekið þátt í vítaspyrnukeppninni.

Taugar heimamanna voru sterkari í vítaspyrnukeppninni. Þeir nýttu fyrstu fjórar spyrnur sínar og þurftu ekki að taka fimmta vítið því Ajax klúðraði tveimur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×