Evrópudeild UEFA

Fréttamynd

Palace neitar að tapa

Enska fótboltaliðið Crystal Palace hefur nú leikið 19 leiki án þess að bíða ósigur. Í kvöld lagði liði Dynamo Kyiv í Evrópudeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Sæ­var Atli neitar að fara úr marka­skónum

Þá með sanni segja að Breiðhyltingurinn Sævar Atli Magnússon kunni vel við sig í Bergen í Noregi. Leiknismaðurinn fyrrverandi skoraði eina markið þegar lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann unnu 1-0 sigur á FC Utrecht í Evrópudeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Hákon Arnar skoraði sigur­markið en Özer stal fyrir­sögninni

Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson skoraði sigurmark Lille þegar það sótti Roma heim til Rómarborgar í Evrópudeildinni í fótbolta. Berke Özer, markvörður Lille, stelur þó fyrirsögnunum víðast hvar en hann varði þrjár vítaspyrnur í leiknum og sá til þess að Lille er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir.

Fótbolti
Fréttamynd

Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sæ­vars

Íslendingaliðin Lille og Brann áttust við í Evrópudeildinni í fótbolta. Lille vann 2-1 sigur þökk sé skallamarki Olivier Giroud seint í leiknum en Sævar Atli Magnússon komst á blað hjá Brann á meðan Hákon Arnar Haraldsson leiddi sína menn til leiks.

Fótbolti
Fréttamynd

Sér­fræðingur á­nægður með Frey sem vill ís­lenska geð­veiki

Þjálfarinn Freyr Alexandersson gerir sér fulla grein fyrir því að lið hans Brann verður í hlutverki Davíðs gegn Golíat í Frakklandi í dag, þegar norska liðið glímir við Hákon Arnar Haraldsson og félaga í Lille í Evrópudeildinni í fótbolta. Hann kallar eftir íslenskri „geðveiki“ í sínu liði í dag og það gleður sérfræðing NRK.

Fótbolti
Fréttamynd

Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann

Forkólfar ísraelska knattspyrnusambandsins eru sagðir vinna að því hörðum höndum að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu framkvæmdastjórnar UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á morgun um að banna ísraelsk fótboltalið frá keppnum á vegum UEFA.

Fótbolti
Fréttamynd

Cecilía hélt hreinu og Inter komst á­fram

Cecilía Rán Rúnarsdóttir hélt marki Inter hreinu í 1-0 sigri á útivelli gegn Hibernian í Skotlandi. Inter vinnur einvígi liðanna því samanlagt 5-1 og kemst áfram í umspil um sæti í Evrópubikarnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hár­losi

Yeray Álvarez, varnarmaður Athletic á Spáni, féll á lyfjaprófi eftir leik liðsins gegn Manchester United í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili. Hann hefur nú verið dæmdur í tíu mánaða keppnisbann.

Fótbolti
Fréttamynd

Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock

Vísir var með beina útsendingu frá drættinum í Evrópu- og Sambandsdeildina í fótbolta karla í dag. Breiðablik var á meðal liða í pottinum í Sambandsdeildinni og nú er ljóst hvaða sex liðum Blikar mæta.

Fótbolti
Fréttamynd

Nú fengu Blikabanarnir stóran skell

Pólska félagið Lech Poznan steinlá 1-5 á heimavelli í kvöld í fyrri leik sínum í umspili um sæti í Evrópudeildinni og geta farið að undirbúa sig fyrir að spila í Sambandsdeildinni í vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

Hall­dór: Gæðalítill leikur

Breiðablik er dottið úr Evrópudeildinni en eygir möguleika á því að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Halldór Árnason þurfti að viðurkenna að að fyrri hálfelikur hafi verið lélegur í kvöld. Leiknum lauk með ósigri 1-2 og Blikar þurfa að drífa sig að jafna sig.

Fótbolti
Fréttamynd

Damir: Of mjúkir í fyrri hálf­leik

Breiðablik var slegið út úr Evrópudeildinni í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu 1-2. Samanlagt fór einvígið 2-3 en Damir Muminovic sagði bæði lið ekki hafa átt góðan leik í fyrri hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Læri­sveinar Freys á leið í umspil

Þrátt fyrir 1-0 tap eru lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann eru á leið í umspil upp á sæti í Evrópudeildinni eftir 2-1 samanlagðan sigur í einvígi gegn BK Hacken.

Fótbolti