Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. nóvember 2025 22:01 Eggert Aron spilaði allan leikinn í 0-0 jafntefli Brann gegn Bologna. Íslendingaliðið Brann hélt góðu gengi sínu í Evrópudeildinni áfram í kvöld en tókst ekki að sækja sigur gegn Bologna, sem lék nánast allan leikinn manni færri. Brann hefur verið á frábæru flugi í Evrópudeildinni og unnið síðustu tvo leiki. Íslendingaliðið mætti því fullt sjálfstrausts til Ítalíu í leikinn gegn Bologna. Hagur Brann vænkaðist líka verulega þegar Charalampos Lykogiannis, leikmaður Bologna, lét reka sig af velli eftir rúmar tuttugu mínútur. Þrátt fyrir það voru heimamenn Bologna hættulegri aðilinn og ógnuðu markinu meira, en Brann fékk besta færi leiksins sem lauk með markalausu jafntefli. Eggert Aron Guðmundsson var í byrjunarliði Brann og átti eitt skot í leiknum, fyrir utan teig og framhjá markinu. Öruggur sigur eftir mikil mótmæli Aston Villa tók á móti Maccabi Tel Aviv í leik sem einkenndist af miklum mótmælum fyrir utan leikvanginn áður en hann hófst. Heimamenn fóru með öruggan 2-0 sigur, Ian Maatsen og Donyell Malen skoruðu mörkin. https://www.visir.is/g/20252799971d/sex-hand-tokur-i-mot-maelum-fyrir-leik-i-evropudeildinni Palace sneri aftur á sigurbraut í Sambandsdeildinni Crystal Palace komst aftur á sigurbraut eftir nokkuð óvænt tap gegn AEK í síðustu umferð. Ernirnir unnu 3-1 gegn AZ Alkmaar. Maxence Lacroix kom Palace yfir eftir rúmar tuttugu mínútur og Ismaila Sarr tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Sven Mijnans minnkaði muninn fyrir gestina í upphafi seinni hálfleiks en Sarr svaraði skömmu síðar, setti sitt annað mark í leiknum og þar við sat til enda, 3-1 lokaniðurstaðan. Eftir úrslit kvöldsins eru þrjú lið með fullt hús stiga í Sambansdeildinni; Celje, Mainz og Samsunspor, lið Loga Tómassonar. https://www.visir.is/g/20252799961d/logi-a-toppnum-en-hakon-a-bekknum Frönsku liðin Lausanne og Strasbourg eru í næstu sætum fyrir neðan með sjö stig eftir þrjár umferðir. Þar á eftir koma Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar sem var þó frá keppni í kvöld, Crystal Palace og Shakhtar, sem lagði Breiðablik örugglega að velli fyrr í kvöld. https://www.visir.is/g/20252799812d/shakhtar-breida-blik-tekst-blikum-ad-strida-storlidi- Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Brann hefur verið á frábæru flugi í Evrópudeildinni og unnið síðustu tvo leiki. Íslendingaliðið mætti því fullt sjálfstrausts til Ítalíu í leikinn gegn Bologna. Hagur Brann vænkaðist líka verulega þegar Charalampos Lykogiannis, leikmaður Bologna, lét reka sig af velli eftir rúmar tuttugu mínútur. Þrátt fyrir það voru heimamenn Bologna hættulegri aðilinn og ógnuðu markinu meira, en Brann fékk besta færi leiksins sem lauk með markalausu jafntefli. Eggert Aron Guðmundsson var í byrjunarliði Brann og átti eitt skot í leiknum, fyrir utan teig og framhjá markinu. Öruggur sigur eftir mikil mótmæli Aston Villa tók á móti Maccabi Tel Aviv í leik sem einkenndist af miklum mótmælum fyrir utan leikvanginn áður en hann hófst. Heimamenn fóru með öruggan 2-0 sigur, Ian Maatsen og Donyell Malen skoruðu mörkin. https://www.visir.is/g/20252799971d/sex-hand-tokur-i-mot-maelum-fyrir-leik-i-evropudeildinni Palace sneri aftur á sigurbraut í Sambandsdeildinni Crystal Palace komst aftur á sigurbraut eftir nokkuð óvænt tap gegn AEK í síðustu umferð. Ernirnir unnu 3-1 gegn AZ Alkmaar. Maxence Lacroix kom Palace yfir eftir rúmar tuttugu mínútur og Ismaila Sarr tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Sven Mijnans minnkaði muninn fyrir gestina í upphafi seinni hálfleiks en Sarr svaraði skömmu síðar, setti sitt annað mark í leiknum og þar við sat til enda, 3-1 lokaniðurstaðan. Eftir úrslit kvöldsins eru þrjú lið með fullt hús stiga í Sambansdeildinni; Celje, Mainz og Samsunspor, lið Loga Tómassonar. https://www.visir.is/g/20252799961d/logi-a-toppnum-en-hakon-a-bekknum Frönsku liðin Lausanne og Strasbourg eru í næstu sætum fyrir neðan með sjö stig eftir þrjár umferðir. Þar á eftir koma Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar sem var þó frá keppni í kvöld, Crystal Palace og Shakhtar, sem lagði Breiðablik örugglega að velli fyrr í kvöld. https://www.visir.is/g/20252799812d/shakhtar-breida-blik-tekst-blikum-ad-strida-storlidi-
Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira