Bandaríkin Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Abdel Fatah El-Sisi, forseti Egyptalands, fyrirskipaði undirmönnum sínum að framleiða 40 þúsund eldflaugar fyrir Rússa en fara leynt með það til að forðast að styggja Vesturlönd. Erlent 11.4.2023 09:06 Umfangsmikill gagnaleki veldur titringi í Washington Umfangsmikill leki leynilegra skjala hefur valdið titringi í Washington. „Við vitum ekki hver stendur að baki þessu, við vitum ekki hver ástæðan er,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, eftir að greint var frá lekanum í gær. Erlent 11.4.2023 07:50 Ákæra gefin út á hendur móður barnsins sem skaut kennarann sinn Kviðdómur í Virginíu í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur móður sex ára barns sem skaut kennarann sinn með skotvopni. Hún verður meðal annars ákærð fyrir alvarlega vanrækslu barns og brot á skotvopnalögum. Erlent 11.4.2023 07:04 Árásarmaðurinn fyrrverandi starfsmaður bankans Lögreglan í borginni Louisville í Kentucky fylki hefur staðfest að „fjöldi manns“ hafi fallið í skotárás. Búið er að loka af götunni East Main í miðborg Louisville og fólk beðið að halda sig fjarri. En árásin átti sér stað í banka nálægt Slugger Field hafnaboltavellinum og Kentucky International ráðstefnuhöllinni. Erlent 10.4.2023 14:44 Gítarleikari Mötley Crüe lögsækir félaga sína Mick Mars, gítarleikari þungarokkssveitarinnar Mötley Crüe kærði félaga sína á fimmtudag, 6. apríl. Krefst hann þess að afhent verði öll gögn um fjárhag sveitarinnar. Sakar hann félaga sína um að leyna fjárhagslegum upplýsingum. Erlent 10.4.2023 12:20 Bannað að kenna á annarri hæð því Kanye er hræddur við tröppur Kennari, sem áður kenndi við skóla sem stofnaður var af rapparanum og athafnamanninum Kanye West, segir börn sem ganga í skólann ekki fá tilhlýðilega menntun. Hún er einn fyrrverandi kennara sem nú standa í málaferlum við skólann. Erlent 10.4.2023 08:58 Leikarinn Michael Lerner látinn Leikarinn Michael Lerner er látinn 81 árs að aldri. Lerner átti farsælan feril í Hollywood sem spannaði rúma hálfa öld og innihélt myndir á borð við Elf, Godzilla, Barton Fink og X-Men: Days of Future Past. Lífið 9.4.2023 23:36 Síðasti Nürnberg-saksóknarinn látinn Benjamin Ferencz, sem var saksóknari í Nürnberg-réttarhöldunum, er látinn. Hann var 103 ára. Hann var síðasti eftirlifandi saksóknarinn sem rak mál í Nürnberg-réttarhöldunum. Erlent 9.4.2023 15:05 Vill náða morðingja daginn eftir sakfellingu Greg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, segist munu beita sér fyrir því að maður, sem var sakfelldur fyrir morð á föstudag, verði náðaður. Erlent 9.4.2023 08:50 Ógilding markaðsleyfis þungunarrofslyfs vekur ugg Demókratar eru æfir vegna ógildingar dómara í Texas í Bandaríkjunum á markaðsleyfi þungunarrofslyfsins mifepresone. Um sé að ræða stórhættulegt fordæmi. Erlent 8.4.2023 23:43 Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. Erlent 8.4.2023 18:10 Megan Fox og Machine Gun Kelly saman á ný Hollywood-leikkonan Megan Fox og tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly virðast hafa kveikt í glæðum sambands síns ef marka má myndir sem náðust af parinu í fríi á Hawaii. Síðustu mánuði hafa gengið orðrómar um sambandsslit þeirra. Lífið 8.4.2023 14:08 Vilja að George Foreman fari í lygamæli vegna ásakana Tvær konur sem hafa ásakað boxarann George Foreman um kynferðislega misnotkun vilja að hann fari í lygamælispróf. Brotin sem Foreman er sakaður um áttu sér stað fyrir 45 árum þegar hann var í kringum þrítugt en konurnar voru undir lögaldri. Lífið 8.4.2023 10:04 Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. Erlent 8.4.2023 08:28 Coolio hafi dáið af Fentanyl-ofskammti Rapparinn Coolio sem gerði garðinn frægan með smellnum Gangsta's Paradise lést af völdum Fentanyl-ofskammts segir umboðsmaður hans. Erlent 7.4.2023 10:48 „Konungnum hefur verið steypt af stóli“ Stormy Daniels, fyrrverandi klámstjarna, hefur tjáð sig opinberlega í fyrsta skiptið frá því að Donald Trump var ákærður á miðvikudag. Hún segist tilbúin til að bera vitni gegn Trump ef hún er kölluð til vitnis. Erlent 7.4.2023 10:00 Starfsmenn Tesla deildu viðkvæmum myndum viðskiptavina Hópur starfsmanna bílaframleiðandans Tesla segir að myndir og myndskeið, sem bílar viðskiptavina fyrirtækisins hafa tekið, hafi gengið milli starfsmanna í hópspjöllum á netinu. Sum myndskeiðin séu af viðkvæmum toga líkt og eitt sem sýnir viðskiptavin kviknakinn. Þá virðist eitt myndskeiðanna hafa verið tekið af bíl sjálfs Elons Musk, forstjóra Tesla. Erlent 7.4.2023 08:23 Kennedy vill verða forseti Robert F. Kennedy yngri, lögfræðingur og yfirlýstur andstæðingur bólusetninga, hefur lýst því yfir að hann ætli að gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar 2024. Erlent 6.4.2023 15:10 Játar að hafa selt The Wire-stjörnu banvænan skammt eiturlyfja Eiturlyfjasalinn Irvin Gartagena hefur játað að hafa selt leikaranum Michael K. Williams skammt eiturlyfja sem dró hann til dauða. Hann verður dæmdur í fimm til fjörutíu ára fangelsi fyrir glæpinn. Lífið 6.4.2023 12:02 Milljarðamæringur stunginn til bana í San Francisco Bob Lee, stofnandi tækniforritsins Cash App, fannst stunginn til bana í Rincon Hill-hverfinu í San Francisco í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Á öryggismyndavélum má sjá hvernig ökumenn hunsuðu særðan Lee er hann óskaði eftir hjálp. Erlent 6.4.2023 07:41 Kanna sakhæfi Íslendings í hrottalegu morðmáli Daníel Gunnarsson, 22 ára gamall Íslendingur sem grunaður er um að hafa myrt bekkjarsystur sína í Kaliforníu, verður leiddur fyrir dómara í þessum mánuði þar sem sakhæfi hans verður metið á ný. Hann hafði áður verið metinn ósakhæfur. Erlent 5.4.2023 17:51 „Gaman að taka upp í rými sem veitir mikinn innblástur“ Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gefur út lagið Disaster Master í dag. Lagið er samið af Nönnu og pródúserað af Josh Kauffman. Um er að ræða lag sem verður á væntanlegri sóló plötu hennar. Platan kemur út þann fimmta maí næstkomandi. Tónlist 5.4.2023 16:01 Hættur með unnustunni Rupert Murdoch er sagður vera hættur með unnustu sinni, Ann Lesley Smith, en þau trúlofuðu sig fyrir viku síðan. Ekkert verður því úr fimmta brúðkaupi hins 92 ára gamla fjölmiðlamóguls. Lífið 5.4.2023 07:28 Vígreifur Trump gaf lítið fyrir fyrirmæli dómarans Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dómarinn Juan Merchan ráðlagði Trump að stíga varlega til jarðar í ummælum sínum um yfirvofandi réttarhöld var forsetinn fyrrverandi kominn í vígaham og sakaði meðal annars dómarann og fjölskyldu hans um að hata sig. Erlent 5.4.2023 06:21 Vaktin: Donald Trump leiddur fyrir dómara í New York Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður fyrir bókhaldsbrot í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. Ákæran er í 34 liðum en Trump hefur lýst sig saklausan af þeim öllum. Erlent 4.4.2023 17:45 Heimili Grey's Anatomy stjörnu brann til kaldra kola Leikkonan Caterina Scorsone greindi frá því á Instagram-síðu sinni í dag að heimili hennar hafi brunnið til kaldra kola fyrir nokkrum mánuðum síðan. Hún prísar sig sæla að í lagi sé með fólkið á heimilinu en syrgir á sama tíma gæludýrin fjögur sem dóu í eldsvoðanum. Lífið 4.4.2023 16:42 Ætla að reka þingmenn sem mótmæltu skotvopnum Repúblikanar á ríkisþingi Tennessee í Bandaríkjunum tóku fyrstu skrefin að því að reka þrjá þingmenn demókrata af þingi eftir að þeir tóku þátt í mótmælum gegn skotvopnum í þinginu í síðustu viku. Fáheyrt er að þingmönnum sé vísað af þingi með þessum hætti. Erlent 4.4.2023 15:12 Virgin Orbit stefndi á geiminn en lenti á hausnum Geimferðarfyrirtækið Virgin Orbit í eigu breska auðkýfingsins Richards Barnason óskaði eftir gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum í gær. Eldflaugarskot fyrirtækisins misheppnaðist fyrr á þessu ári og það hefur átt í erfiðleikum með að fjármagna frekari tilraunir. Viðskipti erlent 4.4.2023 12:20 Ráðgjafi ríkisstjóra féll í átökum við lögreglu Fyrrverandi skrifstofustjóri ríkisstjóra Maryland í Bandaríkjunum lést af völdum skotsárs sem hann hlaut í átökum við fulltrúa alríkislögreglunnar FBI í gær. Maðurinn hafði verið á flótta undan yfirvöldum í þrjár vikur enn hann var sakaður um fjársvik. Erlent 4.4.2023 09:11 Kynnti áhöfnina sem á að fara aftur til tunglsins Bandaríska geimvísindastofnunin NASA kynnti í gær geimfarana fjóra sem urðu fyrir valinu til að fljúga til tunglsins á næsta ári. Kona og blökkumaður eru í fyrsta skipti á hópi væntanlegra tunglfara. Erlent 4.4.2023 08:38 « ‹ 73 74 75 76 77 78 79 80 81 … 334 ›
Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Abdel Fatah El-Sisi, forseti Egyptalands, fyrirskipaði undirmönnum sínum að framleiða 40 þúsund eldflaugar fyrir Rússa en fara leynt með það til að forðast að styggja Vesturlönd. Erlent 11.4.2023 09:06
Umfangsmikill gagnaleki veldur titringi í Washington Umfangsmikill leki leynilegra skjala hefur valdið titringi í Washington. „Við vitum ekki hver stendur að baki þessu, við vitum ekki hver ástæðan er,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, eftir að greint var frá lekanum í gær. Erlent 11.4.2023 07:50
Ákæra gefin út á hendur móður barnsins sem skaut kennarann sinn Kviðdómur í Virginíu í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur móður sex ára barns sem skaut kennarann sinn með skotvopni. Hún verður meðal annars ákærð fyrir alvarlega vanrækslu barns og brot á skotvopnalögum. Erlent 11.4.2023 07:04
Árásarmaðurinn fyrrverandi starfsmaður bankans Lögreglan í borginni Louisville í Kentucky fylki hefur staðfest að „fjöldi manns“ hafi fallið í skotárás. Búið er að loka af götunni East Main í miðborg Louisville og fólk beðið að halda sig fjarri. En árásin átti sér stað í banka nálægt Slugger Field hafnaboltavellinum og Kentucky International ráðstefnuhöllinni. Erlent 10.4.2023 14:44
Gítarleikari Mötley Crüe lögsækir félaga sína Mick Mars, gítarleikari þungarokkssveitarinnar Mötley Crüe kærði félaga sína á fimmtudag, 6. apríl. Krefst hann þess að afhent verði öll gögn um fjárhag sveitarinnar. Sakar hann félaga sína um að leyna fjárhagslegum upplýsingum. Erlent 10.4.2023 12:20
Bannað að kenna á annarri hæð því Kanye er hræddur við tröppur Kennari, sem áður kenndi við skóla sem stofnaður var af rapparanum og athafnamanninum Kanye West, segir börn sem ganga í skólann ekki fá tilhlýðilega menntun. Hún er einn fyrrverandi kennara sem nú standa í málaferlum við skólann. Erlent 10.4.2023 08:58
Leikarinn Michael Lerner látinn Leikarinn Michael Lerner er látinn 81 árs að aldri. Lerner átti farsælan feril í Hollywood sem spannaði rúma hálfa öld og innihélt myndir á borð við Elf, Godzilla, Barton Fink og X-Men: Days of Future Past. Lífið 9.4.2023 23:36
Síðasti Nürnberg-saksóknarinn látinn Benjamin Ferencz, sem var saksóknari í Nürnberg-réttarhöldunum, er látinn. Hann var 103 ára. Hann var síðasti eftirlifandi saksóknarinn sem rak mál í Nürnberg-réttarhöldunum. Erlent 9.4.2023 15:05
Vill náða morðingja daginn eftir sakfellingu Greg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, segist munu beita sér fyrir því að maður, sem var sakfelldur fyrir morð á föstudag, verði náðaður. Erlent 9.4.2023 08:50
Ógilding markaðsleyfis þungunarrofslyfs vekur ugg Demókratar eru æfir vegna ógildingar dómara í Texas í Bandaríkjunum á markaðsleyfi þungunarrofslyfsins mifepresone. Um sé að ræða stórhættulegt fordæmi. Erlent 8.4.2023 23:43
Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. Erlent 8.4.2023 18:10
Megan Fox og Machine Gun Kelly saman á ný Hollywood-leikkonan Megan Fox og tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly virðast hafa kveikt í glæðum sambands síns ef marka má myndir sem náðust af parinu í fríi á Hawaii. Síðustu mánuði hafa gengið orðrómar um sambandsslit þeirra. Lífið 8.4.2023 14:08
Vilja að George Foreman fari í lygamæli vegna ásakana Tvær konur sem hafa ásakað boxarann George Foreman um kynferðislega misnotkun vilja að hann fari í lygamælispróf. Brotin sem Foreman er sakaður um áttu sér stað fyrir 45 árum þegar hann var í kringum þrítugt en konurnar voru undir lögaldri. Lífið 8.4.2023 10:04
Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. Erlent 8.4.2023 08:28
Coolio hafi dáið af Fentanyl-ofskammti Rapparinn Coolio sem gerði garðinn frægan með smellnum Gangsta's Paradise lést af völdum Fentanyl-ofskammts segir umboðsmaður hans. Erlent 7.4.2023 10:48
„Konungnum hefur verið steypt af stóli“ Stormy Daniels, fyrrverandi klámstjarna, hefur tjáð sig opinberlega í fyrsta skiptið frá því að Donald Trump var ákærður á miðvikudag. Hún segist tilbúin til að bera vitni gegn Trump ef hún er kölluð til vitnis. Erlent 7.4.2023 10:00
Starfsmenn Tesla deildu viðkvæmum myndum viðskiptavina Hópur starfsmanna bílaframleiðandans Tesla segir að myndir og myndskeið, sem bílar viðskiptavina fyrirtækisins hafa tekið, hafi gengið milli starfsmanna í hópspjöllum á netinu. Sum myndskeiðin séu af viðkvæmum toga líkt og eitt sem sýnir viðskiptavin kviknakinn. Þá virðist eitt myndskeiðanna hafa verið tekið af bíl sjálfs Elons Musk, forstjóra Tesla. Erlent 7.4.2023 08:23
Kennedy vill verða forseti Robert F. Kennedy yngri, lögfræðingur og yfirlýstur andstæðingur bólusetninga, hefur lýst því yfir að hann ætli að gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar 2024. Erlent 6.4.2023 15:10
Játar að hafa selt The Wire-stjörnu banvænan skammt eiturlyfja Eiturlyfjasalinn Irvin Gartagena hefur játað að hafa selt leikaranum Michael K. Williams skammt eiturlyfja sem dró hann til dauða. Hann verður dæmdur í fimm til fjörutíu ára fangelsi fyrir glæpinn. Lífið 6.4.2023 12:02
Milljarðamæringur stunginn til bana í San Francisco Bob Lee, stofnandi tækniforritsins Cash App, fannst stunginn til bana í Rincon Hill-hverfinu í San Francisco í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Á öryggismyndavélum má sjá hvernig ökumenn hunsuðu særðan Lee er hann óskaði eftir hjálp. Erlent 6.4.2023 07:41
Kanna sakhæfi Íslendings í hrottalegu morðmáli Daníel Gunnarsson, 22 ára gamall Íslendingur sem grunaður er um að hafa myrt bekkjarsystur sína í Kaliforníu, verður leiddur fyrir dómara í þessum mánuði þar sem sakhæfi hans verður metið á ný. Hann hafði áður verið metinn ósakhæfur. Erlent 5.4.2023 17:51
„Gaman að taka upp í rými sem veitir mikinn innblástur“ Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gefur út lagið Disaster Master í dag. Lagið er samið af Nönnu og pródúserað af Josh Kauffman. Um er að ræða lag sem verður á væntanlegri sóló plötu hennar. Platan kemur út þann fimmta maí næstkomandi. Tónlist 5.4.2023 16:01
Hættur með unnustunni Rupert Murdoch er sagður vera hættur með unnustu sinni, Ann Lesley Smith, en þau trúlofuðu sig fyrir viku síðan. Ekkert verður því úr fimmta brúðkaupi hins 92 ára gamla fjölmiðlamóguls. Lífið 5.4.2023 07:28
Vígreifur Trump gaf lítið fyrir fyrirmæli dómarans Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dómarinn Juan Merchan ráðlagði Trump að stíga varlega til jarðar í ummælum sínum um yfirvofandi réttarhöld var forsetinn fyrrverandi kominn í vígaham og sakaði meðal annars dómarann og fjölskyldu hans um að hata sig. Erlent 5.4.2023 06:21
Vaktin: Donald Trump leiddur fyrir dómara í New York Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður fyrir bókhaldsbrot í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. Ákæran er í 34 liðum en Trump hefur lýst sig saklausan af þeim öllum. Erlent 4.4.2023 17:45
Heimili Grey's Anatomy stjörnu brann til kaldra kola Leikkonan Caterina Scorsone greindi frá því á Instagram-síðu sinni í dag að heimili hennar hafi brunnið til kaldra kola fyrir nokkrum mánuðum síðan. Hún prísar sig sæla að í lagi sé með fólkið á heimilinu en syrgir á sama tíma gæludýrin fjögur sem dóu í eldsvoðanum. Lífið 4.4.2023 16:42
Ætla að reka þingmenn sem mótmæltu skotvopnum Repúblikanar á ríkisþingi Tennessee í Bandaríkjunum tóku fyrstu skrefin að því að reka þrjá þingmenn demókrata af þingi eftir að þeir tóku þátt í mótmælum gegn skotvopnum í þinginu í síðustu viku. Fáheyrt er að þingmönnum sé vísað af þingi með þessum hætti. Erlent 4.4.2023 15:12
Virgin Orbit stefndi á geiminn en lenti á hausnum Geimferðarfyrirtækið Virgin Orbit í eigu breska auðkýfingsins Richards Barnason óskaði eftir gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum í gær. Eldflaugarskot fyrirtækisins misheppnaðist fyrr á þessu ári og það hefur átt í erfiðleikum með að fjármagna frekari tilraunir. Viðskipti erlent 4.4.2023 12:20
Ráðgjafi ríkisstjóra féll í átökum við lögreglu Fyrrverandi skrifstofustjóri ríkisstjóra Maryland í Bandaríkjunum lést af völdum skotsárs sem hann hlaut í átökum við fulltrúa alríkislögreglunnar FBI í gær. Maðurinn hafði verið á flótta undan yfirvöldum í þrjár vikur enn hann var sakaður um fjársvik. Erlent 4.4.2023 09:11
Kynnti áhöfnina sem á að fara aftur til tunglsins Bandaríska geimvísindastofnunin NASA kynnti í gær geimfarana fjóra sem urðu fyrir valinu til að fljúga til tunglsins á næsta ári. Kona og blökkumaður eru í fyrsta skipti á hópi væntanlegra tunglfara. Erlent 4.4.2023 08:38