Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. desember 2024 20:10 McConnell er 82 ára og þaulsetnasti leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings. AP Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, féll í gólfið í hádegispásu öldungaþingsins í bandaríska þinghúsinu í dag. Í umfjöllun ABC er haft eftir John Barrasso, öldungardeildarþingmanni Repúblikana, að McConnell heilsist vel þrátt fyrir fallið. Hann hafi hrasað og fallið í gólfið rétt áður en vikulegur blaðamannafundur hans átti að hefjast. McConnell hafi hlotið lítils háttar áverka á andliti en væri mættur aftur til vinnu. McConnell var frá vinnu í nokkrar vikur í fyrra eftir að hann féll og hlaut heilahristing og rifbeinsbrot. Seinna sama ár fraus hann tvisvar í miðri setningu á blaðamannafundum með tiltölulega skömmu millibili. Í kjölfarið sendi hann út bréf frá lækni þingsins þar sem fram kom að heilsa hans kæmi ekki í veg fyrir áframhaldandi störf. McConnell, sem er 82 ára, gaf ekki kost á sér í embætti forseta öldungadeildarinnar eftir forsetakosningarnar í nóvember. Enginn hefur gegnt embættinu lengur en hann, en hann hefur verið nærri tvo áratugi í leiðtogastöðunni. Þó hyggst hann sitja út kjörtímabil sitt, sem lýkur í janúar 2027. Þá mun hann hafa setið á þingi í 43 ár. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Fraus í miðri setningu og var teymdur út af blaðamannafundi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi embættisins í dag. Hann var teymdur í burtu frá ræðupúltinu en sneri aftur skömmu síðar og sagðist vera „í lagi“. 26. júlí 2023 22:07 McConnell lætur gott heita Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. 28. febrúar 2024 18:08 Fraus aftur í miðri setningu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í Kentucky ríki í dag. Um mánuður er liðinn síðan McConnell gerði slíkt hið sama á öðrum blaðamannafundi. 30. ágúst 2023 21:38 Segist við góða heilsu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Það er eftir að hann fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í gærkvöldi og starði áfram í um tuttugu sekúndur, áður en hann var leiddur á brott. 27. júlí 2023 11:06 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Í umfjöllun ABC er haft eftir John Barrasso, öldungardeildarþingmanni Repúblikana, að McConnell heilsist vel þrátt fyrir fallið. Hann hafi hrasað og fallið í gólfið rétt áður en vikulegur blaðamannafundur hans átti að hefjast. McConnell hafi hlotið lítils háttar áverka á andliti en væri mættur aftur til vinnu. McConnell var frá vinnu í nokkrar vikur í fyrra eftir að hann féll og hlaut heilahristing og rifbeinsbrot. Seinna sama ár fraus hann tvisvar í miðri setningu á blaðamannafundum með tiltölulega skömmu millibili. Í kjölfarið sendi hann út bréf frá lækni þingsins þar sem fram kom að heilsa hans kæmi ekki í veg fyrir áframhaldandi störf. McConnell, sem er 82 ára, gaf ekki kost á sér í embætti forseta öldungadeildarinnar eftir forsetakosningarnar í nóvember. Enginn hefur gegnt embættinu lengur en hann, en hann hefur verið nærri tvo áratugi í leiðtogastöðunni. Þó hyggst hann sitja út kjörtímabil sitt, sem lýkur í janúar 2027. Þá mun hann hafa setið á þingi í 43 ár.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Fraus í miðri setningu og var teymdur út af blaðamannafundi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi embættisins í dag. Hann var teymdur í burtu frá ræðupúltinu en sneri aftur skömmu síðar og sagðist vera „í lagi“. 26. júlí 2023 22:07 McConnell lætur gott heita Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. 28. febrúar 2024 18:08 Fraus aftur í miðri setningu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í Kentucky ríki í dag. Um mánuður er liðinn síðan McConnell gerði slíkt hið sama á öðrum blaðamannafundi. 30. ágúst 2023 21:38 Segist við góða heilsu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Það er eftir að hann fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í gærkvöldi og starði áfram í um tuttugu sekúndur, áður en hann var leiddur á brott. 27. júlí 2023 11:06 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Fraus í miðri setningu og var teymdur út af blaðamannafundi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi embættisins í dag. Hann var teymdur í burtu frá ræðupúltinu en sneri aftur skömmu síðar og sagðist vera „í lagi“. 26. júlí 2023 22:07
McConnell lætur gott heita Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. 28. febrúar 2024 18:08
Fraus aftur í miðri setningu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í Kentucky ríki í dag. Um mánuður er liðinn síðan McConnell gerði slíkt hið sama á öðrum blaðamannafundi. 30. ágúst 2023 21:38
Segist við góða heilsu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Það er eftir að hann fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í gærkvöldi og starði áfram í um tuttugu sekúndur, áður en hann var leiddur á brott. 27. júlí 2023 11:06