Bandaríkin

Fréttamynd

Söngkonan Coco Lee er látin

Bandaríska söngkonan og leikkonan Coco Lee, sem fæddist í Hong Kong og naut mikilla vinsælda í Asíu, er látin, 48 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Baumgartner þarf að yfir­gefa heimilið í mánuðinum

Dómari í Kaliforníufylki hefur úrskurðað að ákvæði í kaupmála leikarans Kevin Costner og fyrrverandi eiginkonu hans hönnuðarins Christine Baumgartner sé í fullu gildi. Þarf hún að yfirgefa heimili þeirra í síðasta lagi 31. júlí.

Lífið
Fréttamynd

Líkja Joey við Jordan og Brady

Ef það er einhver maður sem á svðið í Bandaríkjunum á Þjóðhátíðardeginum 4. júlí þá er það maður að nafni Joey „Jaws“ Chestnut.

Sport
Fréttamynd

„Ég mana ykkur að kasta einhverju í mig“

Undanfarið virðist vera sem það sé að færast í aukana að ýmsum hlutum sé kastað í átt að tónlistarfólki á meðan það kemur fram á sviði. Tónlistarkonan Adele ræddi um þetta á tónleikum sínum og sendi aðdáendum sínum skilaboð.

Lífið
Fréttamynd

Þver­taka fyrir að hjóna­bandinu sé lokið

Kyle Richards segir að orðrómur um skilnað hennar og eiginmanns hennar Mauricio Umansky sé ekki á rökum reistur. Hún segir þó að undanfarið ár sé búið að reyna á hjónabandið sem aldrei fyrr.

Lífið
Fréttamynd

Skaut fólk af handa­hófi á götum Fíla­delfíu

Vopnaður karlmaður skaut fjóra til bana og særði tvo drengi í að því er virðist handahófskenndri árás á götum Fíladelfíu í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Lögreglumenn handtóku manninn eftir að hann gafst upp.

Erlent
Fréttamynd

Banna Bar­bie vegna landa­korts

Kvikmyndin Barbie verður ekki sýnd í Víetnam sökum landakorts sem kemur fyrir í myndinni. Um er að ræða kort sem sýnir landamæri í Suður-Kínahafi. Á kortinu er Kína með yfirráð yfir hafsvæði sem Víetnam og fleiri þjóðir gera tilkall til.

Erlent
Fréttamynd

Týndist fyrir átta árum en fannst á lífi

Rudy Farias týndist þegar hann var átján ára gamall, fyrir rúmum átta árum síðan. Hann fannst á lífi á laugardaginn í kirkju sem staðsett er í um tólf kílómetra fjarlægð frá heimili hans í borginni Houston í Texas, Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Bíður sjálf í röð ólíkt Kardashian-systrunum

Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu, segist sjálf bíða í röð eftir pylsu. Það hafi hins vegar Kardashian-systurnar ekki gert á sínum tíma. Hún segir vinsældir Bæjarins beztu vera miklar, það stafi af vinnu sem farið var í fyrir mörgum árum síðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ein­veran í æsku kveikjan að far­sælum tón­listar­ferli

„Ætli ég sé ekki svolítið prívat manneskja. Það er þó ekki meðvitað hjá mér að vera svona prívat heldur er það bara algjörlega út frá einhverjum svona þægindaramma. Mér finnst athygli stundum óþægileg nema þegar að ég fer upp á svið með tónlistina, þá líður mér vel,“ segir tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir. Blaðamaður hitti hana í kaffi og ræddi við hana um listina, lífið og nýtt sóló efni.

Tónlist
Fréttamynd

Vopna­vörðurinn sagður hafa verið með kókaín á setti

Saksóknarar í máli Hönnuh Gutierrez-Reed, sem ákærð hefur verið fyrir manndráp af gáleysi í tengslum við andlát kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins á tökustað kvikmyndarinnar Rust, segja hana hafa afhent ónefndu vitni lítinn poka af kókaíni daginn sem Hutchins lést.

Lífið
Fréttamynd

Dæmdu vefsíðuhönnuði sem vildi ekki vinna fyrir hinsegin hjón í hag

Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að kristinn grafískur hönnuður sem vill hanna brúðkaupsvefsíður mætti neita því að vinna fyrir hinsegin hjón. Dómurinn er talinn mikið bakslag fyrir hinsegin réttindi og hann gefi fyrirtækjum leyfi til að mismuna fólki á grundvelli trúarbragða.

Erlent
Fréttamynd

Óskars­verð­launa­leikarinn Alan Arkin látinn

Bandaríski leikarinn Alan Arkin er látinn, 89 ára að aldri. Hann vann til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Little Miss Sunshine árið 2006. Þá vann hann einnig til tveggja Tony-verðlauna á ferlinum.

Lífið
Fréttamynd

Hlaut 24 ára dóm fyrir að láta myrða kollega sinn

Pólitískur ráðgjafi sem borgaði tveimur mönnum fimmtán þúsund Bandaríkjadali fyrir að myrða kollega sinn var dæmdur í 24 ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Morðingjarnir tveir hlutu sextán og tuttugu ára dóma.

Erlent