Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Lovísa Arnardóttir skrifar 15. janúar 2025 17:37 Fjöldi fólks hefur safnast saman á götum Tel Avív til að fagna því að Hamas og Ísrael hafi náð saman og að gíslunum verði sleppt. Vísir/Getty Ísrael og Hamas hafa komist að samkomulagi um vopnahlé sem á að binda á enda á fimmtán mánaða átök á Gasa. Vopnahléið á að hefjast formlega á sunnudag. Samninganefndir hafa unnið að samkomulaginu í marga mánuði. Stjórnvöld í Ísrael eiga enn eftir að samþykkja tillöguna samkvæmt fréttum AP en á erlendum miðlum er haft eftir embættismönnum að búið sé að komast að samkomulagi. Þar segir jafnframt að fólk sé komið saman í Khan Younis á Gasa til að fagna þessum tímamótum og í Tel Avív í Ísrael. Forsætisráðherra Katar Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al Thani hefur staðfest samkomulagið á blaðamannafundi. Hann segist hafa trú á því að allir aðilar muni virða samkomulagið. Það muni eflaust koma einhver vandamál upp við innleiðingu en allir aðilar séu tilbúnir til að takast á við þau. „Þetta er vonandi síðasta blaðsíðan í þessu stríði,“ sagði Al Thani á blaðamannafundinum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir samkomulagið sem Hamas og Ísrael hafa samþykkt byggt á tillögu sem hann lagði fram í maí á þessu ári og var stutt af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Biden fagnar því að búið sé að ná samkomulagi um vopnahlé, frelsun gísla og flutning hjálpargagna til Gasa. Biden sagði í yfirlýsingu sinni að Bandaríkjamenn muni aðstoða við frelsun gíslanna. Þá segir hann að í fyrsta fasa verði hægt að tryggja flutning hjálpargagna til Gasa og að á næstu sex vikunum verði samið um annað fasa sem sé varanlegur endir stríðsins. Þá segir hann að taki samningaviðræður lengri tíma en sex vikur, eins og lagt er til í planinu, muni vopnahléið samt halda. Vopnahléið muni halda eins lengi og viðræður séu í gangi. Að loknum fasa tvö verði vopnahléið varanlegt. Biden sagði vegferðina að þessum samningi hafa verið erfiða og jafnvel þá erfiðustu sem hann hefði tekið þátt í allan sinn feril. „Palestínubúar hafa gengið í gegnum helvíti,“ sagði Biden og að íbúar Gasa geti loksins hafið uppbyggingu á ný. Fjölskyldur gíslanna sem haldið hefur verið á Gasa í fimmtán mánuði kveiktu á blysum þegar þau fengu að vita að þeim yrði sleppt.Vísir/EPA Fyrsti fasi hefst á sunnudag Á ísraelska miðlinum Times of Israel segir að fyrstu gíslunum verði sleppt á sunnudag og að ríkisstjórn Ísrael muni hittast á morgun til að greiða atkvæði um tillöguna. Í frétt Israel Times segir að hafin sé vinna við að opna landamærin við Rafah svo hægt sé að koma alþjóðlegri neyðaraðstoð til Gasa. Stjórnvöld í Egyptalandi séu að undirbúa sig til að flytja til Gasa gífurlegt magn hjálpargagna. Þrír fasar Reuters segir að í fyrsta fasa samkomulagsins verði 33 gíslum sleppt, öllum konum, börnum og karlmönnum sem eru eldri en 50 ára úr haldi Hamas. Í öðrum fasa, sem hefjast á 16. degi vopnahlésis, verði öðrum gíslum sleppt og komið á varanlegu vopnahléi og herlið Ísraela yfirgefi Gasa. Í þriðja fasa á að skila líkum látinna gísla og hefja uppbyggingu á Gasa að nýju. Palestínubúar í Khan Younis bregðast við því að búið sé að komast að samkomulagi um vopnahlé.Vísir/EPA Samkomulagið hefur ekki verið birt opinberlega en í frétt Reuters segir að það muni taka um sex vikur fyrir herlið Ísrael að koma sér út af Gasasvæðinu og sleppa öllum gíslum á Gasa og föngum í Ísrael. Á vef BBC segir að Isaac Herzog forseti Ísraels hafi fundað með forseta Rauða krossins til að undirbúa frelsun gíslanna. Í tilkynningu frá skrifstofu forsetans hafi komið fram að Herzog hafi ítrekað mikilvægi þessa verkefnis. Í tilkynningunni segir jafnframt að teymi Rauða krossins hafi greint forsetanum frá undirbúningi vegna flutnings gíslanna og þeim áskorunum sem Rauði krossinn standi frammi fyrir. Átökin hófust í október árið 2023 þegar Hamas réðst inn í Ísrael og drápu um 1.200 manns og tóku 250 gísla til Gasa. Samkvæmt samkomulaginu verður öllum gíslum sem enn eru í haldi á Gasa sleppt á gildistíma samkomulagsins. Fram kemur á BBC að þeir séu 94 en 34 af þeim séu taldir látnir. Trump búinn að staðfesta Þar stendur jafnframt að Hamas-liði hafi staðfesti við BBC að Hamas hafi tilkynnt sáttamiðlurum frá Katar og Egyptalandi að þeir hafi samþykkt vopnahléstillöguna. Hann hafi staðfest þetta við BBC á sama tíma og fjallað var um það í ísraelskum miðlum að Hamas hafi gert kröfu um breytingar á tillögunni rétt áður en halda átti blaðamannafund um málið. Kröfur þeirra eiga að hafa tengst Philadelphi ganginum sem er landsvæði á Gasa við Egyptaland. Á Gasa er einnig fagnað. Myndin er tekin í Deir al-Balah á Gasa.Vísir/AP Eftir árás Hamas í október 2023 réðust Ísraelar inn á Gasa og hafa drepið um 46 þúsund manns síðan samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Gaza sem stýrt er af Hamas-liðum. Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna birti fyrir stuttu tilkynningu á samfélagsmiðlinum sínum Truth social að samninganefndir hefðu komist að samkomulagi og að öll gíslunum yrði sleppt fljótlega. Fréttin er í vinnslu og hefur verið uppfærð. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Sjá meira
Samninganefndir hafa unnið að samkomulaginu í marga mánuði. Stjórnvöld í Ísrael eiga enn eftir að samþykkja tillöguna samkvæmt fréttum AP en á erlendum miðlum er haft eftir embættismönnum að búið sé að komast að samkomulagi. Þar segir jafnframt að fólk sé komið saman í Khan Younis á Gasa til að fagna þessum tímamótum og í Tel Avív í Ísrael. Forsætisráðherra Katar Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al Thani hefur staðfest samkomulagið á blaðamannafundi. Hann segist hafa trú á því að allir aðilar muni virða samkomulagið. Það muni eflaust koma einhver vandamál upp við innleiðingu en allir aðilar séu tilbúnir til að takast á við þau. „Þetta er vonandi síðasta blaðsíðan í þessu stríði,“ sagði Al Thani á blaðamannafundinum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir samkomulagið sem Hamas og Ísrael hafa samþykkt byggt á tillögu sem hann lagði fram í maí á þessu ári og var stutt af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Biden fagnar því að búið sé að ná samkomulagi um vopnahlé, frelsun gísla og flutning hjálpargagna til Gasa. Biden sagði í yfirlýsingu sinni að Bandaríkjamenn muni aðstoða við frelsun gíslanna. Þá segir hann að í fyrsta fasa verði hægt að tryggja flutning hjálpargagna til Gasa og að á næstu sex vikunum verði samið um annað fasa sem sé varanlegur endir stríðsins. Þá segir hann að taki samningaviðræður lengri tíma en sex vikur, eins og lagt er til í planinu, muni vopnahléið samt halda. Vopnahléið muni halda eins lengi og viðræður séu í gangi. Að loknum fasa tvö verði vopnahléið varanlegt. Biden sagði vegferðina að þessum samningi hafa verið erfiða og jafnvel þá erfiðustu sem hann hefði tekið þátt í allan sinn feril. „Palestínubúar hafa gengið í gegnum helvíti,“ sagði Biden og að íbúar Gasa geti loksins hafið uppbyggingu á ný. Fjölskyldur gíslanna sem haldið hefur verið á Gasa í fimmtán mánuði kveiktu á blysum þegar þau fengu að vita að þeim yrði sleppt.Vísir/EPA Fyrsti fasi hefst á sunnudag Á ísraelska miðlinum Times of Israel segir að fyrstu gíslunum verði sleppt á sunnudag og að ríkisstjórn Ísrael muni hittast á morgun til að greiða atkvæði um tillöguna. Í frétt Israel Times segir að hafin sé vinna við að opna landamærin við Rafah svo hægt sé að koma alþjóðlegri neyðaraðstoð til Gasa. Stjórnvöld í Egyptalandi séu að undirbúa sig til að flytja til Gasa gífurlegt magn hjálpargagna. Þrír fasar Reuters segir að í fyrsta fasa samkomulagsins verði 33 gíslum sleppt, öllum konum, börnum og karlmönnum sem eru eldri en 50 ára úr haldi Hamas. Í öðrum fasa, sem hefjast á 16. degi vopnahlésis, verði öðrum gíslum sleppt og komið á varanlegu vopnahléi og herlið Ísraela yfirgefi Gasa. Í þriðja fasa á að skila líkum látinna gísla og hefja uppbyggingu á Gasa að nýju. Palestínubúar í Khan Younis bregðast við því að búið sé að komast að samkomulagi um vopnahlé.Vísir/EPA Samkomulagið hefur ekki verið birt opinberlega en í frétt Reuters segir að það muni taka um sex vikur fyrir herlið Ísrael að koma sér út af Gasasvæðinu og sleppa öllum gíslum á Gasa og föngum í Ísrael. Á vef BBC segir að Isaac Herzog forseti Ísraels hafi fundað með forseta Rauða krossins til að undirbúa frelsun gíslanna. Í tilkynningu frá skrifstofu forsetans hafi komið fram að Herzog hafi ítrekað mikilvægi þessa verkefnis. Í tilkynningunni segir jafnframt að teymi Rauða krossins hafi greint forsetanum frá undirbúningi vegna flutnings gíslanna og þeim áskorunum sem Rauði krossinn standi frammi fyrir. Átökin hófust í október árið 2023 þegar Hamas réðst inn í Ísrael og drápu um 1.200 manns og tóku 250 gísla til Gasa. Samkvæmt samkomulaginu verður öllum gíslum sem enn eru í haldi á Gasa sleppt á gildistíma samkomulagsins. Fram kemur á BBC að þeir séu 94 en 34 af þeim séu taldir látnir. Trump búinn að staðfesta Þar stendur jafnframt að Hamas-liði hafi staðfesti við BBC að Hamas hafi tilkynnt sáttamiðlurum frá Katar og Egyptalandi að þeir hafi samþykkt vopnahléstillöguna. Hann hafi staðfest þetta við BBC á sama tíma og fjallað var um það í ísraelskum miðlum að Hamas hafi gert kröfu um breytingar á tillögunni rétt áður en halda átti blaðamannafund um málið. Kröfur þeirra eiga að hafa tengst Philadelphi ganginum sem er landsvæði á Gasa við Egyptaland. Á Gasa er einnig fagnað. Myndin er tekin í Deir al-Balah á Gasa.Vísir/AP Eftir árás Hamas í október 2023 réðust Ísraelar inn á Gasa og hafa drepið um 46 þúsund manns síðan samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Gaza sem stýrt er af Hamas-liðum. Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna birti fyrir stuttu tilkynningu á samfélagsmiðlinum sínum Truth social að samninganefndir hefðu komist að samkomulagi og að öll gíslunum yrði sleppt fljótlega. Fréttin er í vinnslu og hefur verið uppfærð.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Sjá meira