Bandaríkin Kanna hvort ökumaðurinn hafi verið á flótta eftir glæp Lögregluþjónar í Waukesha í Wisconsin í Bandaríkjunum rannsaka hvort maðurinn sem ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í gær hafi verið að flýja vettvang glæps. Minnst fimm dóu og rúmlega fjörutíu er slasaðir eftir að maðurinn ók inn í þvögu fólks. Erlent 22.11.2021 14:05 Fimm látnir eftir að jeppi ók inn í jólaskrúðgöngu Fimm eru látnir og rúmlega fjörutíu slasaðir eftir að jeppi ók inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum. Atburðurinn átti sér stað í borginni Waukesha sem er í grennd við Milwaukee. Erlent 22.11.2021 06:40 Óðagot þegar peningum rigndi yfir hraðbrautina Seðlum hreinlega rigndi á hraðbraut í Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær, sem olli því að hraðbrautin lokaðist þegar ökumenn námu staðar og freistuðu þess að ná sér í skjótfenginn gróða. Peningarnir komu úr sendiferðabíl sem virðist ekki hafa verið nægilega vel lokaður. Erlent 21.11.2021 14:17 Sýknu í máli Rittenhouse mótmælt víða um Bandaríkin Lögreglan í borginni Portland í Oregon í Bandaríkjunum lýsti því yfir í gærkvöldi að mótmæli í borginni, sem voru til komin vegna sýknu Kyle Rittenhouse, væru orðin að óeirðum. Erlent 21.11.2021 08:58 Meghan Markle í falinni myndavél Meghan Markle, leikkonan og hertogaynjan af Sussex, fór á kostum í falinni myndavél í spjallþætti hjá bandarísku sjónvarpskonunni Ellen DeGeneres í vikunni. Lífið 20.11.2021 23:41 Kanye og Drake halda tónleika saman Tveir stærstu rapparar heims, Kanye West og Drake, höfðu eldað grátt silfur saman síðustu ár áður en þeir sættust óvænt fyrr í vikunni. Þeir ætla sér að koma fram saman á tónleikum þann 9. desember næstkomandi í tilraun til að reyna að fá bandarísk yfirvöld til að sleppa fanganum Larry Hoover lausum. Tónlist 20.11.2021 21:36 Hundruð Teslu-eigenda sátu fastir vegna bilunar í smáforriti Bilun í smáforriti rafbílaframleiðandans Teslu varð til þess að hundruð Teslu-eigenda gátu ekki startað bílum sínum í gær. Erlent 20.11.2021 18:45 Biden segist reiður yfir sýknu Rittenhouse Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst reiður yfir því að táningurinn Kyle Rittenhouse hafi verið sýknaður af öllum ákæruliðum á hendur sér í gær. Rittenhouse varð tveimur að bana og særði þann þriðja í óeirðum í borginni Kenosha á síðasta ári, og hafði verið ákærður fyrir morð. Erlent 20.11.2021 07:58 Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. Erlent 19.11.2021 23:00 Leitaði skjóls í kirkju á fyrsta degi veiðitímabilsins Dádýr virðist hafa leitað á náðir guðs þegar það fór í gegnum rúðu á kirkju í Michigan í Bandaríkjunum á fyrsta degi veiðitímabilsins þar. Þegar prestar Grace Sturgis-kirkjunnar mættu til vinnu á mánudaginn komu þeir að karldýri þar inni en þeim tóksta að smala því út. Lífið 19.11.2021 21:42 Rittenhouse sýknaður af öllum ákærum Kyle Rittenhouse hefur verið sýknaður af því að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Kviðdómur í Kenosha í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir nú fyrir skömmu. Erlent 19.11.2021 18:18 Sýnishorn úr brúðkaupi Jennifer Lopez og Owen Wilson Jennifer Lopez snýr aftur í rómantísku gamanmyndirnar á næsta ári, þegar mynd hennar Marry Me kemur út á Valentínusardaginn. Lífið 19.11.2021 13:30 Lögreglan sögð leita Jimmy Hoffa í landfyllingu í New Jersey Bandaríska alríkislögreglan framkvæmdi rannsókn á gamalli landfyllingu í Jersey City í október síðastliðnum, eftir að maður sagðist á dánarbeðinu hafa grafið líkamsleifar verkalýðsforingjans Jimmy Hoffa þar niður í stáltunnu. Erlent 19.11.2021 08:15 Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. Erlent 18.11.2021 21:00 Rúmlega 100 þúsund létust vegna ofneyslu lyfja í Bandaríkjunum á einu ári Bandarísk heilbrigðsyfirvöld áætla að rúmlega 100 þúsund manns hafi látist af völdum ofneyslu fíkniefna og lyfja á tólf mánaða tímabili í heimsfaraldrinum. Þetta er mesti slíki fjöldinn á árstímabili í sögu Bandaríkjanna. Erlent 18.11.2021 08:22 Rapparinn Young Dolph skotinn til bana Bandaríski rapparinn Young Dolph er látinn, 36 ára að aldri. Hann var skotinn til bana við verslun í heimaborg sinni Memphis í Tennessee í gær. Erlent 18.11.2021 07:37 Segir ekkert í handritinu hafa kallað eftir því að hleypt væri af byssunni Skrifta sem starfaði við tökur á kvikmyndinni Rust hefur höfðað mál á hendur leikaranum Alec Baldwin og öðrum aðstandendum myndarinnar en hún segir að atriðið sem verið var að mynda þegar byssuskot varð upptökustjóranum Halyna Hutchins að bana hafi ekki kallað á að Baldwin handléki byssuna eða hleypti af. Erlent 18.11.2021 07:11 Myrtu ekki Malcolm X: Menn sem sátu í fangelsi í áratugi hreinsaðir af sök Tveir menn sem dæmdir voru árið 1966 fyrir að myrða Malcolm X verða hreinsaðir af sök á morgun. Muhammad A. Aziz, sem nú er 83 ára gamall, var sleppt úr fangelsi árið 1985 en Khalil Islam var sleppt tveimur árum seina en dó árið 2009. Erlent 17.11.2021 22:09 Vinna að þróun nýs tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Northrop Grumman hafa opinberað að fyrirtækið leiðir hóp fyrirtækja sem vinna að því að þróa tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina. Farartæki sem geimfarar eiga að nota til að ferðast um yfirborð tunglsins á nýjan leik. Erlent 17.11.2021 22:01 „Seiðmaðurinn“ dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, hefur dæmdur í 41 mánaðar fangelsi fyrir aðkomu hans að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði farið fram á þunga refsingu til að setja fordæmi í aðdraganda fleiri dómsmála gegn fólki sem tók þátt í árásinni. Erlent 17.11.2021 17:59 Ætla að víta þingmann sem birti myndband af sér að drepa þingkonu Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ætla að ávíta þingmanni Repúblikanaflokksins sem birti myndband sem sýndi hann drepa þingkonu og leggja til Joes Biden forseta með sverðum á samfélagsmiðlum. Repúblikanar vildu ekki refsa þingmanninum. Erlent 17.11.2021 15:56 Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. Erlent 17.11.2021 13:28 Staples Center í Los Angeles fær nýtt nafn Nafni íþróttahallarinnar Staples Center í Los Angeles í Bandaríkjunum verður breytt á jóladag í Crypto.com Arena. Viðskipti erlent 17.11.2021 10:11 Má kjósa, keyra og eignast barn í fyrsta sinn í fjórtán ár Tónlistargoðsögnin Britney Spears fagnaði sigri í sjálfræðisbaráttu sinni um helgina með því að drekka sitt fyrsta kampavínsglas. Undanfarin tæp fjórtán ár hefur Britney nefnilega ekki mátt borða, drekka eða gera nokkuð án þess að fá leyfi frá föður sínum. Lífið 17.11.2021 09:01 Ein látin eftir ógurleg flóð í Kanada og Bandaríkjunum Kona fórst í aurskriðu á hraðbraut utan við Vancouver í Kanada eftir metúrkomu á svæðinu. Að minnsta kosti tveggja er saknað til viðbótar þar. Stanslaus rigning síðustu daga hefur valdið miklum flóðum í norðvestanverðum Bandaríkjunum og suðvestanverðu Kanada sem urðu illa úti í fordæmalausri hitabylgju í sumar. Erlent 17.11.2021 08:45 Starfsmenn krefjast þess að forstjóri Activision Blizzard verði rekinn Starfsmenn leikjarisans Activision Blizzard, eins stærsta tölvuleikjafyrirtækis heims, ætla að leggja niður störf á morgun. Þeir krefjast þess að Bobby Kotick, forstjóri fyrirtækisins til langs tíma, verði rekinn. Viðskipti erlent 16.11.2021 18:57 Rússar staðfesta að þeir hafi skotið gamlan gervihnött Varnarmálaráðuneyti Rússlands staðfesti í dag að það hefði skotið á gamlan gervihnött í vopnatilraun. Það hafnar því að geimruslið sem myndaðist hafi teflt lífi geimfara í Alþjóðlegu geimstöðinni eða öðru gervihnöttum í hættu. Erlent 16.11.2021 13:16 Ábyrgð beggja að samkeppnin verði ekki að átökum Joe Biden Bandaríkjaforseti hóf netfund sinn með Xi Jinping, forseta Kína, með þeim orðum að báðir bæru ábyrgð á því að rígur milli ríkjanna tveggja yrðu ekki að átökum. Erlent 16.11.2021 06:42 Vopnatilraun Rússa kennt um geimruslahaug sem ógni Alþjóðageimstöðinni Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur fordæmt nýlega vopnatilraun Rússa í geimnum sem varð þess valdandi að geimruslahaugur varð til, ef svo má að orði komast. Rússar eru sakaðir um að hafa sprengt gervitungl í tætlur með flugskeyti. Geimruslið er sagt ógna Alþjóðlegu geimstöðinni. Erlent 15.11.2021 23:30 Ísland aftur komið í hæsta áhættuflokk í Bandaríkjunum Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur sett Ísland aftur í hæsta áhættuflokk og varar Bandaríkjamenn við ferðalögum til landsins. Ísland var síðast skilgreint rautt í bókum CDC 6. október síðastliðinn. Innlent 15.11.2021 22:42 « ‹ 154 155 156 157 158 159 160 161 162 … 334 ›
Kanna hvort ökumaðurinn hafi verið á flótta eftir glæp Lögregluþjónar í Waukesha í Wisconsin í Bandaríkjunum rannsaka hvort maðurinn sem ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í gær hafi verið að flýja vettvang glæps. Minnst fimm dóu og rúmlega fjörutíu er slasaðir eftir að maðurinn ók inn í þvögu fólks. Erlent 22.11.2021 14:05
Fimm látnir eftir að jeppi ók inn í jólaskrúðgöngu Fimm eru látnir og rúmlega fjörutíu slasaðir eftir að jeppi ók inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum. Atburðurinn átti sér stað í borginni Waukesha sem er í grennd við Milwaukee. Erlent 22.11.2021 06:40
Óðagot þegar peningum rigndi yfir hraðbrautina Seðlum hreinlega rigndi á hraðbraut í Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær, sem olli því að hraðbrautin lokaðist þegar ökumenn námu staðar og freistuðu þess að ná sér í skjótfenginn gróða. Peningarnir komu úr sendiferðabíl sem virðist ekki hafa verið nægilega vel lokaður. Erlent 21.11.2021 14:17
Sýknu í máli Rittenhouse mótmælt víða um Bandaríkin Lögreglan í borginni Portland í Oregon í Bandaríkjunum lýsti því yfir í gærkvöldi að mótmæli í borginni, sem voru til komin vegna sýknu Kyle Rittenhouse, væru orðin að óeirðum. Erlent 21.11.2021 08:58
Meghan Markle í falinni myndavél Meghan Markle, leikkonan og hertogaynjan af Sussex, fór á kostum í falinni myndavél í spjallþætti hjá bandarísku sjónvarpskonunni Ellen DeGeneres í vikunni. Lífið 20.11.2021 23:41
Kanye og Drake halda tónleika saman Tveir stærstu rapparar heims, Kanye West og Drake, höfðu eldað grátt silfur saman síðustu ár áður en þeir sættust óvænt fyrr í vikunni. Þeir ætla sér að koma fram saman á tónleikum þann 9. desember næstkomandi í tilraun til að reyna að fá bandarísk yfirvöld til að sleppa fanganum Larry Hoover lausum. Tónlist 20.11.2021 21:36
Hundruð Teslu-eigenda sátu fastir vegna bilunar í smáforriti Bilun í smáforriti rafbílaframleiðandans Teslu varð til þess að hundruð Teslu-eigenda gátu ekki startað bílum sínum í gær. Erlent 20.11.2021 18:45
Biden segist reiður yfir sýknu Rittenhouse Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst reiður yfir því að táningurinn Kyle Rittenhouse hafi verið sýknaður af öllum ákæruliðum á hendur sér í gær. Rittenhouse varð tveimur að bana og særði þann þriðja í óeirðum í borginni Kenosha á síðasta ári, og hafði verið ákærður fyrir morð. Erlent 20.11.2021 07:58
Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. Erlent 19.11.2021 23:00
Leitaði skjóls í kirkju á fyrsta degi veiðitímabilsins Dádýr virðist hafa leitað á náðir guðs þegar það fór í gegnum rúðu á kirkju í Michigan í Bandaríkjunum á fyrsta degi veiðitímabilsins þar. Þegar prestar Grace Sturgis-kirkjunnar mættu til vinnu á mánudaginn komu þeir að karldýri þar inni en þeim tóksta að smala því út. Lífið 19.11.2021 21:42
Rittenhouse sýknaður af öllum ákærum Kyle Rittenhouse hefur verið sýknaður af því að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Kviðdómur í Kenosha í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir nú fyrir skömmu. Erlent 19.11.2021 18:18
Sýnishorn úr brúðkaupi Jennifer Lopez og Owen Wilson Jennifer Lopez snýr aftur í rómantísku gamanmyndirnar á næsta ári, þegar mynd hennar Marry Me kemur út á Valentínusardaginn. Lífið 19.11.2021 13:30
Lögreglan sögð leita Jimmy Hoffa í landfyllingu í New Jersey Bandaríska alríkislögreglan framkvæmdi rannsókn á gamalli landfyllingu í Jersey City í október síðastliðnum, eftir að maður sagðist á dánarbeðinu hafa grafið líkamsleifar verkalýðsforingjans Jimmy Hoffa þar niður í stáltunnu. Erlent 19.11.2021 08:15
Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. Erlent 18.11.2021 21:00
Rúmlega 100 þúsund létust vegna ofneyslu lyfja í Bandaríkjunum á einu ári Bandarísk heilbrigðsyfirvöld áætla að rúmlega 100 þúsund manns hafi látist af völdum ofneyslu fíkniefna og lyfja á tólf mánaða tímabili í heimsfaraldrinum. Þetta er mesti slíki fjöldinn á árstímabili í sögu Bandaríkjanna. Erlent 18.11.2021 08:22
Rapparinn Young Dolph skotinn til bana Bandaríski rapparinn Young Dolph er látinn, 36 ára að aldri. Hann var skotinn til bana við verslun í heimaborg sinni Memphis í Tennessee í gær. Erlent 18.11.2021 07:37
Segir ekkert í handritinu hafa kallað eftir því að hleypt væri af byssunni Skrifta sem starfaði við tökur á kvikmyndinni Rust hefur höfðað mál á hendur leikaranum Alec Baldwin og öðrum aðstandendum myndarinnar en hún segir að atriðið sem verið var að mynda þegar byssuskot varð upptökustjóranum Halyna Hutchins að bana hafi ekki kallað á að Baldwin handléki byssuna eða hleypti af. Erlent 18.11.2021 07:11
Myrtu ekki Malcolm X: Menn sem sátu í fangelsi í áratugi hreinsaðir af sök Tveir menn sem dæmdir voru árið 1966 fyrir að myrða Malcolm X verða hreinsaðir af sök á morgun. Muhammad A. Aziz, sem nú er 83 ára gamall, var sleppt úr fangelsi árið 1985 en Khalil Islam var sleppt tveimur árum seina en dó árið 2009. Erlent 17.11.2021 22:09
Vinna að þróun nýs tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Northrop Grumman hafa opinberað að fyrirtækið leiðir hóp fyrirtækja sem vinna að því að þróa tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina. Farartæki sem geimfarar eiga að nota til að ferðast um yfirborð tunglsins á nýjan leik. Erlent 17.11.2021 22:01
„Seiðmaðurinn“ dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, hefur dæmdur í 41 mánaðar fangelsi fyrir aðkomu hans að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði farið fram á þunga refsingu til að setja fordæmi í aðdraganda fleiri dómsmála gegn fólki sem tók þátt í árásinni. Erlent 17.11.2021 17:59
Ætla að víta þingmann sem birti myndband af sér að drepa þingkonu Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ætla að ávíta þingmanni Repúblikanaflokksins sem birti myndband sem sýndi hann drepa þingkonu og leggja til Joes Biden forseta með sverðum á samfélagsmiðlum. Repúblikanar vildu ekki refsa þingmanninum. Erlent 17.11.2021 15:56
Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. Erlent 17.11.2021 13:28
Staples Center í Los Angeles fær nýtt nafn Nafni íþróttahallarinnar Staples Center í Los Angeles í Bandaríkjunum verður breytt á jóladag í Crypto.com Arena. Viðskipti erlent 17.11.2021 10:11
Má kjósa, keyra og eignast barn í fyrsta sinn í fjórtán ár Tónlistargoðsögnin Britney Spears fagnaði sigri í sjálfræðisbaráttu sinni um helgina með því að drekka sitt fyrsta kampavínsglas. Undanfarin tæp fjórtán ár hefur Britney nefnilega ekki mátt borða, drekka eða gera nokkuð án þess að fá leyfi frá föður sínum. Lífið 17.11.2021 09:01
Ein látin eftir ógurleg flóð í Kanada og Bandaríkjunum Kona fórst í aurskriðu á hraðbraut utan við Vancouver í Kanada eftir metúrkomu á svæðinu. Að minnsta kosti tveggja er saknað til viðbótar þar. Stanslaus rigning síðustu daga hefur valdið miklum flóðum í norðvestanverðum Bandaríkjunum og suðvestanverðu Kanada sem urðu illa úti í fordæmalausri hitabylgju í sumar. Erlent 17.11.2021 08:45
Starfsmenn krefjast þess að forstjóri Activision Blizzard verði rekinn Starfsmenn leikjarisans Activision Blizzard, eins stærsta tölvuleikjafyrirtækis heims, ætla að leggja niður störf á morgun. Þeir krefjast þess að Bobby Kotick, forstjóri fyrirtækisins til langs tíma, verði rekinn. Viðskipti erlent 16.11.2021 18:57
Rússar staðfesta að þeir hafi skotið gamlan gervihnött Varnarmálaráðuneyti Rússlands staðfesti í dag að það hefði skotið á gamlan gervihnött í vopnatilraun. Það hafnar því að geimruslið sem myndaðist hafi teflt lífi geimfara í Alþjóðlegu geimstöðinni eða öðru gervihnöttum í hættu. Erlent 16.11.2021 13:16
Ábyrgð beggja að samkeppnin verði ekki að átökum Joe Biden Bandaríkjaforseti hóf netfund sinn með Xi Jinping, forseta Kína, með þeim orðum að báðir bæru ábyrgð á því að rígur milli ríkjanna tveggja yrðu ekki að átökum. Erlent 16.11.2021 06:42
Vopnatilraun Rússa kennt um geimruslahaug sem ógni Alþjóðageimstöðinni Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur fordæmt nýlega vopnatilraun Rússa í geimnum sem varð þess valdandi að geimruslahaugur varð til, ef svo má að orði komast. Rússar eru sakaðir um að hafa sprengt gervitungl í tætlur með flugskeyti. Geimruslið er sagt ógna Alþjóðlegu geimstöðinni. Erlent 15.11.2021 23:30
Ísland aftur komið í hæsta áhættuflokk í Bandaríkjunum Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur sett Ísland aftur í hæsta áhættuflokk og varar Bandaríkjamenn við ferðalögum til landsins. Ísland var síðast skilgreint rautt í bókum CDC 6. október síðastliðinn. Innlent 15.11.2021 22:42