Bandaríkin

Fréttamynd

Kanna hvort ökumaðurinn hafi verið á flótta eftir glæp

Lögregluþjónar í Waukesha í Wisconsin í Bandaríkjunum rannsaka hvort maðurinn sem ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í gær hafi verið að flýja vettvang glæps. Minnst fimm dóu og rúmlega fjörutíu er slasaðir eftir að maðurinn ók inn í þvögu fólks.

Erlent
Fréttamynd

Óða­got þegar peningum rigndi yfir hrað­brautina

Seðlum hreinlega rigndi á hraðbraut í Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær, sem olli því að hraðbrautin lokaðist þegar ökumenn námu staðar og freistuðu þess að ná sér í skjótfenginn gróða. Peningarnir komu úr sendiferðabíl sem virðist ekki hafa verið nægilega vel lokaður.

Erlent
Fréttamynd

Meg­han Mark­le í falinni mynda­vél

Meg­han Mark­le, leik­konan og her­toga­ynjan af Sus­sex, fór á kostum í falinni mynda­vél í spjall­þætti hjá banda­rísku sjón­varps­konunni Ellen DeGeneres í vikunni.

Lífið
Fréttamynd

Kanye og Dra­ke halda tón­leika saman

Tveir stærstu rapparar heims, Kanye West og Dra­ke, höfðu eldað grátt silfur saman síðustu ár áður en þeir sættust ó­vænt fyrr í vikunni. Þeir ætla sér að koma fram saman á tón­leikum þann 9. desember næst­komandi í til­raun til að reyna að fá banda­rísk yfir­völd til að sleppa fanganum Larry Hoover lausum.

Tónlist
Fréttamynd

Biden segist reiður yfir sýknu Ritten­hou­se

Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst reiður yfir því að táningurinn Kyle Rittenhouse hafi verið sýknaður af öllum ákæruliðum á hendur sér í gær. Rittenhouse varð tveimur að bana og særði þann þriðja í óeirðum í borginni Kenosha á síðasta ári, og hafði verið ákærður fyrir morð.

Erlent
Fréttamynd

Leitaði skjóls í kirkju á fyrsta degi veiðitímabilsins

Dádýr virðist hafa leitað á náðir guðs þegar það fór í gegnum rúðu á kirkju í Michigan í Bandaríkjunum á fyrsta degi veiðitímabilsins þar. Þegar prestar Grace Sturgis-kirkjunnar mættu til vinnu á mánudaginn komu þeir að karldýri þar inni en þeim tóksta að smala því út.

Lífið
Fréttamynd

Rittenhouse sýknaður af öllum ákærum

Kyle Rittenhouse hefur verið sýknaður af því að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Kviðdómur í Kenosha í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir nú fyrir skömmu.

Erlent
Fréttamynd

Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann

Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í.

Erlent
Fréttamynd

Segir ekkert í handritinu hafa kallað eftir því að hleypt væri af byssunni

Skrifta sem starfaði við tökur á kvikmyndinni Rust hefur höfðað mál á hendur leikaranum Alec Baldwin og öðrum aðstandendum myndarinnar en hún segir að atriðið sem verið var að mynda þegar byssuskot varð upptökustjóranum Halyna Hutchins að bana hafi ekki kallað á að Baldwin handléki byssuna eða hleypti af.

Erlent
Fréttamynd

Vinna að þróun nýs tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina

Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Northrop Grumman hafa opinberað að fyrirtækið leiðir hóp fyrirtækja sem vinna að því að þróa tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina. Farartæki sem geimfarar eiga að nota til að ferðast um yfirborð tunglsins á nýjan leik.

Erlent
Fréttamynd

„Seiðmaðurinn“ dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi

Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, hefur dæmdur í 41 mánaðar fangelsi fyrir aðkomu hans að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði farið fram á þunga refsingu til að setja fordæmi í aðdraganda fleiri dómsmála gegn fólki sem tók þátt í árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump

Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar.

Erlent
Fréttamynd

Má kjósa, keyra og eignast barn í fyrsta sinn í fjór­tán ár

Tónlistargoðsögnin Britney Spears fagnaði sigri í sjálfræðisbaráttu sinni um helgina með því að drekka sitt fyrsta kampavínsglas. Undanfarin tæp fjórtán ár hefur Britney nefnilega ekki mátt borða, drekka eða gera nokkuð án þess að fá leyfi frá föður sínum. 

Lífið
Fréttamynd

Ein látin eftir ógurleg flóð í Kanada og Bandaríkjunum

Kona fórst í aurskriðu á hraðbraut utan við Vancouver í Kanada eftir metúrkomu á svæðinu. Að minnsta kosti tveggja er saknað til viðbótar þar. Stanslaus rigning síðustu daga hefur valdið miklum flóðum í norðvestanverðum Bandaríkjunum og suðvestanverðu Kanada sem urðu illa úti í fordæmalausri hitabylgju í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Rússar staðfesta að þeir hafi skotið gamlan gervihnött

Varnarmálaráðuneyti Rússlands staðfesti í dag að það hefði skotið á gamlan gervihnött í vopnatilraun. Það hafnar því að geimruslið sem myndaðist hafi teflt lífi geimfara í Alþjóðlegu geimstöðinni eða öðru gervihnöttum í hættu.

Erlent