Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur

Fréttamynd

Stöðvum ólög­legan flutning barna

Í síðustu viku var skýrsla starfshóps um dvalarleyfi kynnt. Hún ber heitið Ísland í örum vexti og margt áhugavert kemur fram í henni. Meðal annars er bent á 25 dæmi um misræmi við Norðurlöndin í lögum og framkvæmd okkar Íslendinga.

Skoðun
Fréttamynd

Sendi yfir­völdum undir­skriftir vegna Fjarðarheiðarganga

Undirskriftir 2.729 einstaklinga til stuðnings Fjarðarheiðargöngum milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar hafa verið sendar rafrænt til samgönguyfirvalda. Keppni í söfnun undirskrifta milli stuðningshópa tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi heldur áfram á netinu en tólf dagar eru frá því innviðaráðherra voru afhentar 2.133 undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum, tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið af kröfum Vélfags og meirihluta eiganda þess í morgun. Félagið hefur sætt þvingunaraðgerðum vegna tengsla eiganda þess við rússneskt félag sem er talið hluti af skuggaflota Rússa frá því í sumar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Barnaskattur Vil­hjálms Árna­sonar

Vilhjálmur Árnason, forystumaður í Sjálfstæðisflokknum, skrifaði grein sem birt var á þessum vettvangi í gær sem bar fyrirsögnina „Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur“. Þar reyndi hann að mála upp þá mynd að hækkun á vörugjöldum á bifreiðar og innleiðing kílómetragjalds væri í raun skattur á börn, og sérstaklega börn sem stunda mótorsport.

Skoðun
Fréttamynd

Sím­talið hafi verið á­byrgðar­laust og ó­raun­hæft

Formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra tókust á um símtal ráðherrans við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Formaðurinn sagði símtalið ábyrgðarlaust og gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir óljósa hagsmunagæslu og skort á viðbragði við tollunum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggis­ráðstöfunum

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur birt frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda sem fjallar um framkvæmd öryggisráðstafana samkvæmt dómsúrlausn. Í frumvarpinu er lagt til að nýrri stofnun verði komið á fót sem sjái um framkvæmdina. Heiti hennar verði Miðstöð um öryggisráðstafanir. Fjármagn til uppbyggingar og reksturs nýju stofnunarinnar hefur þegar verið tryggt.

Innlent
Fréttamynd

Mótorkrossiðkun barna sé í upp­námi vegna vöru­gjalda

Stjórnarformaður mótorhjólasambandsins Sniglanna og framkvæmdastjóri mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands segja niðurfellingu á undanþágu vörugjalda á innflutningi mótorhjóla geta haft verulega slæm áhrif á mótor- og snjókross á Íslandi. Minni endurnýjun verði í íþróttinni þegar erfiðara verður að endurnýja hjól. Þeir segja það sömuleiðis áhyggjuefni að mótorhjólaflotinn eldist á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Öllum í Brussel drullusama um hefndar­að­gerðir Ís­lands

Fyrrverandi utanríkisráðherra segir blasa við að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi ekki gert ráð fyrir að álagning verndartolla á kísiljárn frá Íslandi og Noregi mættu slíkri andstöðu og raun bar vitni. Atkvæðagreiðslunni hafi verið frestað sem gerist örsjaldan og smala hafi þurft löndum til að fá aðgerðirnar í gegn.

Innlent
Fréttamynd

Út­skýrði næstu skref fyrir Krist­rúnu og kollegum

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sat fjarfund með forsætisráðherra Íslands í morgun auk annarra þjóðarleiðtoga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Hann segist hafa útskýrt næstu skref Úkraínumanna í friðarviðræðum. Forsætisráðherra Íslands segir nauðsynlegt að Evrópa sé við samningaborðið, en Bandaríkjamenn vilja að Úkraínumenn samþykki friðartillögur sem samdar voru af ráðamönnum í Moskvu og Washington.

Erlent
Fréttamynd

Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „ís­lenska öryggismódelið“

Ekki stendur til að auka hernaðarstuðning við Úkraínu á næsta ári þótt gert sé ráð fyrir að útgjöld Íslands til öryggis- og varnarmála hækki um einn og hálfan milljarð á milli ára. Útgjöld Íslands komast ekki á blað í samanburði við önnur bandalagsríki en forsætisráðherra gerir ráð fyrir að framlag Íslands verði rætt í heimsókn framkvæmdastjóra NATO til landsins í næstu viku. Vinna stendur yfir á vettvangi NATO sem og hér innanlands við að skilgreina hvaða útgjöld megi telja til 1,5% framlags bandalagsríkja af vergri landsframleiðslu til að efla varnir og viðnámsþrótt.

Innlent
Fréttamynd

Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni

Hæfnisnefnd hefur metið þrjá hæfa í hlutverk óperustjóra við Nýja þjóðaróperu. Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur lýst sig vanhæfan í málinu og mun Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra taka ákvörðunina.

Menning
Fréttamynd

Hafa á­hyggjur af fjár­mögnun lofts­lagsað­gerða stjórn­valda

Nauðsynlegt er að ráðast í ítarlega greiningu á áhrifum loftslagsaðgerða stjórnvalda til þess að hægt sé að forgangsraða þeim, að mati verkefnisstjórnar stjórnvalda sem lýsir áhyggjum af fjármögnun aðgerðanna. Forgangsaðgerðir ríkisstjórnarinnar eiga að draga úr losun um ríflega hálfa milljón tonna koltvísýrings næsta hálfa áratuginn.

Innlent
Fréttamynd

Ör­yrkjar fá nú síður gjaf­sókn

Umtalsvert færri úr hópi öryrkja eiga þess kost að leita réttar síns fyrir dómstólum þar sem lágmarksörorkulífeyri er nú töluvert yfir tekjuviðmiði gjafsóknar. Lögmannafélag Íslands telur að það kunni að stangast á við ákvæði bæði stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Gerir kröfu um að fjár­magn fylgi barni í vímu­efna­vanda

Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknarflokksins vill að fjármagn fylgi barni þegar kemur að fíknimeðferðum. Hún segir að á meðan ekki sé hægt að tryggja aðgengi og öryggi barna í meðferðarúrræðum á Íslandi eigi foreldrar og forráðamenn að geta leitað annað og fengið fjármagn með.

Innlent
Fréttamynd

Skildi vega­bréfið eftir

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, var að hefja erindi á COP30 ráðstefnunni þegar eldur brast út. Í flýti við að komast út skildi sendinefnd Íslands eftir vegabréf og allan farangurinn. Tvísýnt var hvort þau næðu flugferðinni heim á miðnætti, og þá með allan farangurinn. Að lokum fengu þau að sækja farangurinn sem varð eftir og vegabréf ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land útsöluvara í nor­rænum saman­burði

Ísland er útsöluvara í Norrænum samanburði hvað varðar veitingu dvalarleyfa og algjört stefnuleysi hefur ríkt í málaflokknum. Þetta segir hagfræðingur sem vann úttekt á reglum um dvalarleyfi á Íslandi. Dómsmálaráðherra boðar fimm lagafrumvörp til breytinga í málaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Mögu­leiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi

Ársfjórðungslegur fundur um verndaraðgerðir Evrópusambandsins getur stuðlað að því að dregið verði úr aðgerðunum eða þær felldar úr gildi fyrr en áætlað er. Utanríkisráðherra segir það fara eftir þróun markaða, eitthvað sem enginn geti spáð fyrir um. Fulltrúar Evrópusambandsins leggja áherslu á að verndaraðgerðirnar gegn EES-ríkjunum séu einstakt tilfelli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir

Mennta- og barnamálaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra hafa fundað um áframhaldandi samning við stuðnings- og ráðgjafasetrið Bergið headspace. Framkvæmdastjórinn segir jákvætt að samtal sé farið af stað en hún óttaðist að fengist ekki ríkisstyrkur þyrfti að loka starfsemi Bergsins. Hún hefur ekki fengið upplýsingar um hvað felst í samningnum.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægar kjara­bætur fyrir aldraða

Í október síðast liðnum mælti ég fyrir frumvarpi þess efnis að hækkun bæði elli- og örorkulífeyris um hver áramót taki framvegis mið af launavísitölu í stað vísitölu neysluverðs og áætlunar um launaþróun. Ef verðlag hækkar umfram laun verður hins vegar áfram miðað við vísitölu neysluverðs.

Skoðun
Fréttamynd

Út­lendingar 69 prósent nýrra í­búa frá 2017

Á árunum 2017 til 2025 fjölgaði íbúum Íslands margfalt á við önnur lönd vegna mikillar fjölgunar erlendra ríkisborgara en veiting dvalarleyfa til ríkisborgara utan EES, svokallaðra þriðju ríkis borgara, skýrir sífellt stærri hluta fólksfjölgunar á Íslandi. Starfshópur leggur til víðtækar breytingar á dvalarleyfakerfinu.

Innlent