
Skemmtiferðaskip á Íslandi

Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn.

Stefnt að því að skemmtiferðaskip tilkynni leiðina að næstu höfn
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, stefnir að því að leggja fram frumvarp á vorþingi sem felur í sér ákvæði um að skemmtiferðaskip þurfi að tilkynna um áætlaða leið að næstu höfn hér á landi.

Reyndi að komast um borð í skemmtiferðaskip
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út þegar tilkynnt var um ölvaðan mann sem var til vandræða við Skarfabakka í Reykjavík, en maðurinn hafði reynt að komast um borð við skemmtiferðaskip sem þar lá við bryggju.

Búist er við mikilli aukningu í komu skemmtiferðaskipa til Íslands
Það gæti jafnvel verið um metár að ræða í komu skemmtiferðaskipa til Íslands í ár og segir markaðsstjóri Faxaflóahafna þróunina vera jákvæða fyrir íslenskan efnahag. Hann segir komu slíkra skipa jafnframt eiga eftir að aukast næsta sumar.

„Þetta er fyrsta skiptið mitt á Íslandi“
Katy Perry var ekki að spara stóru orðin þegar hún talaði um Ísland í ræðu sinni við skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima. „Ég er svo glöð að vera partur af þessari sjómannahefð hér á fallega Íslandi,“ sagði hún meðal annars.

Daði Freyr hitaði upp fyrir Katy Perry
Daði Freyr steig á svið um borð í skemmtiferðaskiptinu Norwegian Prima á laugardeginum og hitaði upp fyrir popp prinsessuna Katy Perry. Skipið hlaut formlega nafngift í Hörpu og var blásið til veislu í tilefni þess en Katy hefur verið að ferðast um með skipinu.

Sjáðu Bríeti og Sinfó spila fyrir gesti Norwegian Prima
Söngkonan Bríet söng á tvennum tónleikum í Hörpu á föstudag fyrir Katy Perry og gesti skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima.

Innlit í skemmtiferðaskipið við Klettagarða í Reykjavík
Stórt skemmtiferðaskip hefur vakið athygli við höfnina hjá Klettagörðum í Reykjavík síðustu daga. Skipið sem um ræðir er skemmtiferðaskipið Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka um helgina.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti farþega af skemmtiferðaskipi
Farþegi á skemmtiferðaskipi var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar grunnt undan Vestfjörðum í kvöld. Mun farþeginn hafa verið slasaður.

Allt fullt við höfnina og þurftu að kasta akkeri á Pollinum
Þrjú skemmtiferðaskip höfðu boðað komu sína á Akureyri í dag en aðeins var pláss fyrir tvö þeirra við bryggjuna. Því þurfti eitt skipið að kasta akkeri á Pollinum.

Vopnaleit og vegabréfaeftirlit á Skarfabakka
Aðstöðu sem svipar til flugstöðvar hefur verið komið fyrir á Skarfabakka. Ástæðan er sú að farþegaskipti verða á skemmtiferðaskipum sem kallar á vopnaleit og vegabréfaeftirlit. Von er á 200 þúsund farþegum til landsins með skemmtiferðaskipum í sumar.