Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. júlí 2023 12:08 Höfnin í Barcelona. Þar spúa skemmtiferðaskip út mestri mengun af öllum höfnum Evrópu. Paco Freire/Getty Images Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. Fleiri en Akureyringar sótreiðir Í sumar hefur orðið vart við talsverða gremju Akureyringa þegar skemmtiferðaskip leggja þar að bryggju og ósa svo blágráum reyk yfir bæinn eins og enginn sé morgundagurinn. En það eru ekki bara Akureyringar sem anda að sér óþverranum frá skemmtiferðaskipum. Skemmtiferðaskip í Evrópu menga meira en milljarður bíla Ný skýrsla umhverfisverndarsamtakanna Transport & Environment fullyrðir að þau rúmlega 200 skemmtiferðaskip sem sigli á milli hafna í Evrópu mengi meira en einn milljarður bifreiða. Alls losuðu þessi 214 skip sem sigldu um álfuna í fyrrasumar 509 tonn af brennisteinsdíoxíði út í andrúmsloftið. Mesta mengunin á sér stað í höfninni í Barcelona, en samtals er Ítalía það land þar skipin losa mest af brennisteinsdíoxíði. Löndin við Miðjarðarhafið skera sig úr, kannski eins og við var að búast, vegna þess fjölda skipa sem er í reglubundnum siglingum eins og strætisvagnar á milli borga við Miðjarðarhafið. Engu að síður kemur Noregur í 4. sæti listans. Nokkrar borgir grípa til aðgerða Nokkrar borgir hafa gripið til aðgerða, til að stemma stigu við þessari mengun, engin þó eins og Feneyjar sem fyrir tveimur árum innleiddi bann við því að skemmiferðaskip legðust þar að bryggju. Síðan þá hefur mengun í borginni vegna losunar eiturefna minnkað um 80%. Höfnin þar hefur á fjórum árum fallið frá því að vera mest mengandi höfn Evrópu niður í 41. sæti. Talsmaður Transport & Environment, Constance Dijkstra, segir að stjórnvöld í Feneyjum hafi sýnt og sannað að hægt sé að draga úr mengun vegna þessara skipa, en að bann sé ekki eina leiðin. Ein áhrifarík leið sé til að mynda að skylda skipin til að tengjast rafmagni þegar þær eru við bryggju. Í Cartagena á suðausturodda Spánar leggja skemmtiferðaskip að bryggju um 200 sinnum á ári hverju og með þeim heimsækja rúmlega 600.000 manns borgina. Borgaryfirvöld hafa nú ákveðið að innan tveggja ára verður öllum skipum sem leggja að bryggju gert skylt að stinga í samband við rafmagn. Loftslagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50 Met í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar Algengt er að ferðamenn sem heimsækja Ísafjörð á góðum degi séu nærri tvöfalt fleiri en fólkið sem býr í bænum. Stærstu skemmtiferðaskipin hafa þó afbókað komu sína á þessu sumri vegna tafa á stækkun Sundahafnar. 11. júlí 2023 20:22 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Fleiri en Akureyringar sótreiðir Í sumar hefur orðið vart við talsverða gremju Akureyringa þegar skemmtiferðaskip leggja þar að bryggju og ósa svo blágráum reyk yfir bæinn eins og enginn sé morgundagurinn. En það eru ekki bara Akureyringar sem anda að sér óþverranum frá skemmtiferðaskipum. Skemmtiferðaskip í Evrópu menga meira en milljarður bíla Ný skýrsla umhverfisverndarsamtakanna Transport & Environment fullyrðir að þau rúmlega 200 skemmtiferðaskip sem sigli á milli hafna í Evrópu mengi meira en einn milljarður bifreiða. Alls losuðu þessi 214 skip sem sigldu um álfuna í fyrrasumar 509 tonn af brennisteinsdíoxíði út í andrúmsloftið. Mesta mengunin á sér stað í höfninni í Barcelona, en samtals er Ítalía það land þar skipin losa mest af brennisteinsdíoxíði. Löndin við Miðjarðarhafið skera sig úr, kannski eins og við var að búast, vegna þess fjölda skipa sem er í reglubundnum siglingum eins og strætisvagnar á milli borga við Miðjarðarhafið. Engu að síður kemur Noregur í 4. sæti listans. Nokkrar borgir grípa til aðgerða Nokkrar borgir hafa gripið til aðgerða, til að stemma stigu við þessari mengun, engin þó eins og Feneyjar sem fyrir tveimur árum innleiddi bann við því að skemmiferðaskip legðust þar að bryggju. Síðan þá hefur mengun í borginni vegna losunar eiturefna minnkað um 80%. Höfnin þar hefur á fjórum árum fallið frá því að vera mest mengandi höfn Evrópu niður í 41. sæti. Talsmaður Transport & Environment, Constance Dijkstra, segir að stjórnvöld í Feneyjum hafi sýnt og sannað að hægt sé að draga úr mengun vegna þessara skipa, en að bann sé ekki eina leiðin. Ein áhrifarík leið sé til að mynda að skylda skipin til að tengjast rafmagni þegar þær eru við bryggju. Í Cartagena á suðausturodda Spánar leggja skemmtiferðaskip að bryggju um 200 sinnum á ári hverju og með þeim heimsækja rúmlega 600.000 manns borgina. Borgaryfirvöld hafa nú ákveðið að innan tveggja ára verður öllum skipum sem leggja að bryggju gert skylt að stinga í samband við rafmagn.
Loftslagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50 Met í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar Algengt er að ferðamenn sem heimsækja Ísafjörð á góðum degi séu nærri tvöfalt fleiri en fólkið sem býr í bænum. Stærstu skemmtiferðaskipin hafa þó afbókað komu sína á þessu sumri vegna tafa á stækkun Sundahafnar. 11. júlí 2023 20:22 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50
Met í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar Algengt er að ferðamenn sem heimsækja Ísafjörð á góðum degi séu nærri tvöfalt fleiri en fólkið sem býr í bænum. Stærstu skemmtiferðaskipin hafa þó afbókað komu sína á þessu sumri vegna tafa á stækkun Sundahafnar. 11. júlí 2023 20:22