Skemmtiferðaskip slitnaði frá bryggju í miklum vindi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. júlí 2023 09:01 Hafnaryfirvöld hafa hafið rannsókn á atvikinu. Skjáskot/Youtube Norska skemmtiferðaskipið Norwegian Prima losnaði frá bryggju í Zeebrugge í Belgíu vegna vinds. Skipið var að koma frá Íslandi. Þann 15. júlí síðastliðinn slitnaði hið risavaxna norska skemmtiferðaskip frá bryggjunni í Zeebrugge og landgangurinn féll í sjóinn. Enginn slasaðist í atvikinu sem hefur þó vakið nokkurn óhug. Skipið tekur rúmlega 3.000 farþega og 1.500 manns starfa um borð. Skipið sigldi frá Reykjavíkurhöfn þann 6. júlí og hafði komið við í bæði Noregi og Hollandi áður en það kom til Belgíu. Vindur var mikill í höfninni þennan dag, 11 til 34 kílómetrar á klukkustund, og gekk á með sterkum hviðum. Um klukkan 14:45 reið yfir svo sterk hviða að landfestingarnar slitnuðu. Eftir það fauk 143 þúsund tonna skipið frá bryggjunni og þurftu dráttarbátar að koma til að koma því aftur að. Flestir farþegar voru í landi þegar skemmtiferðaskipið rifnaði frá bryggjunni. Sækja þurfti nýja landganga þar sem hinir sukku til botns í höfninni. Skipið sigldi úr höfn um kvöldið en hafnarstjórn í Zeebrugge hefur hafið rannsókn á málinu. Ekki einsdæmi Norwegian Prima er ekki eina skemmtiferðaskipið sem hefur slitnað frá bryggju undanfarið því að í febrúar kom það sama fyrir skipið MSC Musica í borginni Rio de Janeiro í Brasilíu. Það skip, sem skráð er í Panama, er einnig mjög stórt. Tekur 2.500 farþega og tæplega 1.000 starfsfólk. Vindhviðurnar náðu þá 40 kílómetrum á klukkustund. Samkvæmt fréttavefnum Cruisehive kemur það ítrekað fyrir að skemmtiferðaskip hætti við að leggja við bryggju í miklum vindi. Sérstaklega í höfnum þar sem pláss er lítið og jafn vel ekki hægt að setja út landganga heldur þarf að flytja farþega í land með bátum. Stór skemmtiferðaskip eru viðkvæmari fyrir vindi og geta hæglega rekið frá bryggjunni eða á hana. Belgía Noregur Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Þann 15. júlí síðastliðinn slitnaði hið risavaxna norska skemmtiferðaskip frá bryggjunni í Zeebrugge og landgangurinn féll í sjóinn. Enginn slasaðist í atvikinu sem hefur þó vakið nokkurn óhug. Skipið tekur rúmlega 3.000 farþega og 1.500 manns starfa um borð. Skipið sigldi frá Reykjavíkurhöfn þann 6. júlí og hafði komið við í bæði Noregi og Hollandi áður en það kom til Belgíu. Vindur var mikill í höfninni þennan dag, 11 til 34 kílómetrar á klukkustund, og gekk á með sterkum hviðum. Um klukkan 14:45 reið yfir svo sterk hviða að landfestingarnar slitnuðu. Eftir það fauk 143 þúsund tonna skipið frá bryggjunni og þurftu dráttarbátar að koma til að koma því aftur að. Flestir farþegar voru í landi þegar skemmtiferðaskipið rifnaði frá bryggjunni. Sækja þurfti nýja landganga þar sem hinir sukku til botns í höfninni. Skipið sigldi úr höfn um kvöldið en hafnarstjórn í Zeebrugge hefur hafið rannsókn á málinu. Ekki einsdæmi Norwegian Prima er ekki eina skemmtiferðaskipið sem hefur slitnað frá bryggju undanfarið því að í febrúar kom það sama fyrir skipið MSC Musica í borginni Rio de Janeiro í Brasilíu. Það skip, sem skráð er í Panama, er einnig mjög stórt. Tekur 2.500 farþega og tæplega 1.000 starfsfólk. Vindhviðurnar náðu þá 40 kílómetrum á klukkustund. Samkvæmt fréttavefnum Cruisehive kemur það ítrekað fyrir að skemmtiferðaskip hætti við að leggja við bryggju í miklum vindi. Sérstaklega í höfnum þar sem pláss er lítið og jafn vel ekki hægt að setja út landganga heldur þarf að flytja farþega í land með bátum. Stór skemmtiferðaskip eru viðkvæmari fyrir vindi og geta hæglega rekið frá bryggjunni eða á hana.
Belgía Noregur Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira