Skemmtiferðaskip slitnaði frá bryggju í miklum vindi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. júlí 2023 09:01 Hafnaryfirvöld hafa hafið rannsókn á atvikinu. Skjáskot/Youtube Norska skemmtiferðaskipið Norwegian Prima losnaði frá bryggju í Zeebrugge í Belgíu vegna vinds. Skipið var að koma frá Íslandi. Þann 15. júlí síðastliðinn slitnaði hið risavaxna norska skemmtiferðaskip frá bryggjunni í Zeebrugge og landgangurinn féll í sjóinn. Enginn slasaðist í atvikinu sem hefur þó vakið nokkurn óhug. Skipið tekur rúmlega 3.000 farþega og 1.500 manns starfa um borð. Skipið sigldi frá Reykjavíkurhöfn þann 6. júlí og hafði komið við í bæði Noregi og Hollandi áður en það kom til Belgíu. Vindur var mikill í höfninni þennan dag, 11 til 34 kílómetrar á klukkustund, og gekk á með sterkum hviðum. Um klukkan 14:45 reið yfir svo sterk hviða að landfestingarnar slitnuðu. Eftir það fauk 143 þúsund tonna skipið frá bryggjunni og þurftu dráttarbátar að koma til að koma því aftur að. Flestir farþegar voru í landi þegar skemmtiferðaskipið rifnaði frá bryggjunni. Sækja þurfti nýja landganga þar sem hinir sukku til botns í höfninni. Skipið sigldi úr höfn um kvöldið en hafnarstjórn í Zeebrugge hefur hafið rannsókn á málinu. Ekki einsdæmi Norwegian Prima er ekki eina skemmtiferðaskipið sem hefur slitnað frá bryggju undanfarið því að í febrúar kom það sama fyrir skipið MSC Musica í borginni Rio de Janeiro í Brasilíu. Það skip, sem skráð er í Panama, er einnig mjög stórt. Tekur 2.500 farþega og tæplega 1.000 starfsfólk. Vindhviðurnar náðu þá 40 kílómetrum á klukkustund. Samkvæmt fréttavefnum Cruisehive kemur það ítrekað fyrir að skemmtiferðaskip hætti við að leggja við bryggju í miklum vindi. Sérstaklega í höfnum þar sem pláss er lítið og jafn vel ekki hægt að setja út landganga heldur þarf að flytja farþega í land með bátum. Stór skemmtiferðaskip eru viðkvæmari fyrir vindi og geta hæglega rekið frá bryggjunni eða á hana. Belgía Noregur Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Þann 15. júlí síðastliðinn slitnaði hið risavaxna norska skemmtiferðaskip frá bryggjunni í Zeebrugge og landgangurinn féll í sjóinn. Enginn slasaðist í atvikinu sem hefur þó vakið nokkurn óhug. Skipið tekur rúmlega 3.000 farþega og 1.500 manns starfa um borð. Skipið sigldi frá Reykjavíkurhöfn þann 6. júlí og hafði komið við í bæði Noregi og Hollandi áður en það kom til Belgíu. Vindur var mikill í höfninni þennan dag, 11 til 34 kílómetrar á klukkustund, og gekk á með sterkum hviðum. Um klukkan 14:45 reið yfir svo sterk hviða að landfestingarnar slitnuðu. Eftir það fauk 143 þúsund tonna skipið frá bryggjunni og þurftu dráttarbátar að koma til að koma því aftur að. Flestir farþegar voru í landi þegar skemmtiferðaskipið rifnaði frá bryggjunni. Sækja þurfti nýja landganga þar sem hinir sukku til botns í höfninni. Skipið sigldi úr höfn um kvöldið en hafnarstjórn í Zeebrugge hefur hafið rannsókn á málinu. Ekki einsdæmi Norwegian Prima er ekki eina skemmtiferðaskipið sem hefur slitnað frá bryggju undanfarið því að í febrúar kom það sama fyrir skipið MSC Musica í borginni Rio de Janeiro í Brasilíu. Það skip, sem skráð er í Panama, er einnig mjög stórt. Tekur 2.500 farþega og tæplega 1.000 starfsfólk. Vindhviðurnar náðu þá 40 kílómetrum á klukkustund. Samkvæmt fréttavefnum Cruisehive kemur það ítrekað fyrir að skemmtiferðaskip hætti við að leggja við bryggju í miklum vindi. Sérstaklega í höfnum þar sem pláss er lítið og jafn vel ekki hægt að setja út landganga heldur þarf að flytja farþega í land með bátum. Stór skemmtiferðaskip eru viðkvæmari fyrir vindi og geta hæglega rekið frá bryggjunni eða á hana.
Belgía Noregur Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira