Elísabet II Bretadrottning Elísabet II leiddi Breta í gegnum súrt og sætt í 70 ár Elísabet II Bretlandsdrottning hefur leitt bresku þjóðina í gegnum súrt og sætt í sjötíu ár. Hún gerði sér grein fyrir að hún varð drottning fyrir tilviljun örlaganna og yrði að ávinna sér ást og virðingu þjóðarinnar. Erlent 8.9.2022 20:31 Katrín minnist Elísabetar: „Ein kona sem bjó yfir allri þessari sögu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar marki endalok merkilegs tímabils í sögðu Vesturlanda. Hún minnist Elísabetar, sem hún hitti árið 2019, af mikilli hlýju og segist skilja hvers vegna drottningin var jafn dáð af þjóð sinni og raun ber vitni. Innlent 8.9.2022 19:53 Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. Erlent 8.9.2022 17:31 Harry fór til Skotlands en Meghan varð eftir Harry prins er kominn til Skotlands, vegna fráfalls Elísabetar Bretlandsdrottningar, ömmu hans. Meghan Markle, eiginkona hans, fór ekki með honum. Lífið 8.9.2022 14:33 Vaktin: Elísabet Bretlandsdrottning er fallin frá Elísabet II Bretlandsdrottning er látin. Karl, sonur hennar, er nú orðinn konungur Bretlands. Erlent 8.9.2022 13:55 Drottningin undir sérstöku eftirliti lækna Elísabet önnur Bretlandsdrottning er nú undir sérstöku eftirliti lækna í Balmoral-kastalanum í Skotlandi. Ákvörðun þessa efnis var tekin í kjölfar þess að heilsu hennar hrakaði í morgun. Allir í nánustu fjölskyldu drottningar eru þegar komin til Balmoral eða eru nú á leiðinni þangað. Erlent 8.9.2022 11:51 Truss heitir skattalækkunum og tafarlausum aðgerðum í orkumálum Liz Truss hét því í dag þegar hún tók við embætti forsætisráðherra að lækka skatta og grípa til aðgerða strax í næstu viku til að létta byrðarnar á breskum almenningi vegna hækkandi orkuverðs. Hún er fjórði forsætisráðherra Íhaldsflokksins á sex árum. Erlent 6.9.2022 19:20 Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. Erlent 5.9.2022 11:39 Tekur ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í fyrsta sinn í sjötíu ár Elísabet Bretadrottning mun ekki taka á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í Lundúnum og er það í fyrsta sinn í sjötíu ára valdatíð drottningarinnar. Þess í stað mun nýr forsætisráðherra, hvort sem það verður Liz Truss eða Rishi Sunak sem vinnur leiðtogakjör Íhaldsflokksins, ferðast til Skotlands þann 6. september og hitta drottninguna þar. Erlent 31.8.2022 11:44 „Ég er mættur til að drepa drottninguna“ Maður sem handtekinn var við Windsor-kastala í Englandi á jóladag í fyrra, sagðist ætla að drepa Elísabetu drottningu. Maðurinn, sem heitir Jaswant Singh Chail og er tvítugur, var með grímu og vopnaður lásboga. Erlent 17.8.2022 13:57 Bretlandsdrottning lofar enska liðið: Innblástur fyrir komandi kynslóðir Elísabet önnur, Englandsdrottning, óskaði leikmönnum enska kvennalandsliðsins í fótbolta til hamingju með frábæran árangur eftir að liðið fagnaði sigri á Evrópumótinu sem lauk í gær. Fótbolti 1.8.2022 11:30 Er undanþegin fjölda laga bæði sem drottning og sem Elísabet Windsor Persónulegar undanþágur fyrir Elísabetu Bretadrottingu hafa verið ritaðar í meira en 160 lög frá 1967 en lögin varða allt milli himins og jarðar, meðal annars dýravelferð og réttindi starfsmanna. Erlent 14.7.2022 12:49 Hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja Elísabet II Englandsdrottning hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja í mannkynssögunni. Frá og með deginum í dag hefur nú verið drottning í sjötíu ár og 127 daga, en einungis Loðvík XIV, konungur Frakklands á sautjándu og átjándu öld, sat lengur á valdastóli eftir að hafa tekið við krúnunni fjögurra ára gamall. Erlent 13.6.2022 07:37 Amerískur túristi bað Elísabetu að taka mynd af sér með lífverðinum hennar Richard Griffin, fyrrverandi lífvörður Elísabetar Bretadrottningar, rifjaði upp skondna sögu frá starfstíð sinni hjá drottningunni í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli hennar sem fagnað er í Bretlandi um helgina. Griffin sagði frá því þegar þau mættu tveimur amerískum túristum, sem könnuðust ekkert við Elísabetu. Lífið 3.6.2022 22:15 Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. Erlent 2.6.2022 23:21 Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. Erlent 2.6.2022 20:26 Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. Erlent 2.6.2022 19:31 Tólf handteknir í Lundúnum fyrir að mótmæla á valdaafmæli Elísabetar Tólf loftslagsaðgerðasinnar voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa valdið truflun á herskrúðgöngu í tilefni valdaafmælis Elísabetar drottningar. Aðgerðasinnarnir hlupu í veg fyrir hermennina í skrúðgöngunni áður en þeir voru handteknir. Erlent 2.6.2022 17:30 Sjötíu ár liðin frá því að Elísabet tók við krúnunni Þúsundir streyma nú að Buckingham höll þar sem þess er minnst í dag að sjötíu ár eru liðin frá því Elísabet önnur Englandsdrottning tók við krúnunni. Einnig er haldið upp á opinberan afmælisdag drottningar í dag. Erlent 2.6.2022 07:09 Karl krónprins flutti stefnuræðuna í fjarveru drottningar Karl Bretaprins flutti í morgun stefnuræðu bresku ríkisstjórnarinnar í breska þinghúsinu í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 73 ára Karl heldur slíka ræðu, en hann var fenginn í verkið þar sem Elísabet drottning hafði boðað forföll vegna veikinda. Erlent 10.5.2022 11:41 Bretlandsdrottning fagnar 96 ára afmæli Elísabet önnur drottning Bretlands fagnar 96 ára afmæli í dag. Hún hyggst eyða deginum með fjölskyldu og vinum á býli í Norfolk í Englandi. Erlent 21.4.2022 11:38 „Þreytt og þreklaus“ eftir Covid Elísabet Bretadrottning segist þreytt og þreklaus eftir að hún smitaðist af Covid-19 í febrúar. Drottningin, sem verður 96 ára gömul í þessum mánuði, sýndi væg einkenni og hafði þeim verið líkt við flensu. Erlent 11.4.2022 10:08 Elísabet Bretadrottning með Covid Elísabet Bretadrottning hefur greinst með kórónuveiruna. Í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni segir að hún sé með væg kvefeinkenni eins og er. Erlent 20.2.2022 12:15 Segja hluta greiðslu Andrésar til Giuffre úr vasa drottningarinnar Andrés prins mun greiða Virginu Giuffre og góðgerðarsamtökum hennar meira en tólf milljónir punda, um tvo milljarða íslenskra króna, vegna samkomulags þeirra um að mál Giuffre á hendur honum verði fellt niður. Bretlandsdrottning mun fjármagna greiðsluna að hluta. Erlent 16.2.2022 08:05 Elísabet II hin sprækasta eftir sjö áratugi á valdastóli Elísabet önnur drottning Bretlands og fjórtán samveldisríkja hefur í dag verið drottning í sjötíu ár, lengur en nokkur annar hefur setið í hásæti í Bretlandi. Hún lýsti því yfir í gær að Kamilla eiginkona Karls Bretaprins fái drottningartitil þegar hann tekur við krúnunni. Erlent 6.2.2022 20:00 Elísabet útnefnir Camillu verðandi drottningu Elísabet II Bretlandsdrottning tilkynnti í kvöld að hún vilji að Camilla, hertogaynja af Cornwall, verði ávörpuð sem drottning þegar Karl Bretaprins verður konungur. Erlent 5.2.2022 22:22 Reyndi að brjótast inn í kastala drottningar vopnaður lásboga Nítján ára karlmaður frá Southampton hefur verið vistaður á geðheilbrigðisstofnun eftir að hann reyndi að brjótast inn í Windsor-kastala þar sem Elísabet Englandsdrottning dvelur yfir hátíðirnar. Hann var vopnaður lásboga. Erlent 26.12.2021 21:27 Barbadoseyjar losna úr greipum Elísabetar drottningar Nýtt lýðveldi verður til þegar Barbadoseyjar losa sig við Elísabetu Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja sinn í næstu viku. Þar með lýkur nær endanlega fjögur hundrað ára löngum nýlendutengslum Barbados og Bretlands. Erlent 24.11.2021 13:54 Drottningin missir af minningarathöfn vegna tognunar Elísabet önnur Bretlandsdrottning verður ekki viðstödd minningarathöfn sem haldin verður til heiðurs þeirra sem látist hafa í herþjónustu við breska heimsveldið í dag. Ástæðan er tognun í baki. Erlent 14.11.2021 10:07 Elísabetu drottningu ráðlagt að hvíla sig Læknar Elísabetar annarrar Bretlandsdrottningu hafa ráðlagt henni að taka tveggja vikna frí frá opinberum skyldum sínum. Drottningin lætur þó ekki skipa sér fyrir og mun hún halda auðveldari störfum áfram. Erlent 29.10.2021 22:37 « ‹ 1 2 3 4 ›
Elísabet II leiddi Breta í gegnum súrt og sætt í 70 ár Elísabet II Bretlandsdrottning hefur leitt bresku þjóðina í gegnum súrt og sætt í sjötíu ár. Hún gerði sér grein fyrir að hún varð drottning fyrir tilviljun örlaganna og yrði að ávinna sér ást og virðingu þjóðarinnar. Erlent 8.9.2022 20:31
Katrín minnist Elísabetar: „Ein kona sem bjó yfir allri þessari sögu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar marki endalok merkilegs tímabils í sögðu Vesturlanda. Hún minnist Elísabetar, sem hún hitti árið 2019, af mikilli hlýju og segist skilja hvers vegna drottningin var jafn dáð af þjóð sinni og raun ber vitni. Innlent 8.9.2022 19:53
Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. Erlent 8.9.2022 17:31
Harry fór til Skotlands en Meghan varð eftir Harry prins er kominn til Skotlands, vegna fráfalls Elísabetar Bretlandsdrottningar, ömmu hans. Meghan Markle, eiginkona hans, fór ekki með honum. Lífið 8.9.2022 14:33
Vaktin: Elísabet Bretlandsdrottning er fallin frá Elísabet II Bretlandsdrottning er látin. Karl, sonur hennar, er nú orðinn konungur Bretlands. Erlent 8.9.2022 13:55
Drottningin undir sérstöku eftirliti lækna Elísabet önnur Bretlandsdrottning er nú undir sérstöku eftirliti lækna í Balmoral-kastalanum í Skotlandi. Ákvörðun þessa efnis var tekin í kjölfar þess að heilsu hennar hrakaði í morgun. Allir í nánustu fjölskyldu drottningar eru þegar komin til Balmoral eða eru nú á leiðinni þangað. Erlent 8.9.2022 11:51
Truss heitir skattalækkunum og tafarlausum aðgerðum í orkumálum Liz Truss hét því í dag þegar hún tók við embætti forsætisráðherra að lækka skatta og grípa til aðgerða strax í næstu viku til að létta byrðarnar á breskum almenningi vegna hækkandi orkuverðs. Hún er fjórði forsætisráðherra Íhaldsflokksins á sex árum. Erlent 6.9.2022 19:20
Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. Erlent 5.9.2022 11:39
Tekur ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í fyrsta sinn í sjötíu ár Elísabet Bretadrottning mun ekki taka á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í Lundúnum og er það í fyrsta sinn í sjötíu ára valdatíð drottningarinnar. Þess í stað mun nýr forsætisráðherra, hvort sem það verður Liz Truss eða Rishi Sunak sem vinnur leiðtogakjör Íhaldsflokksins, ferðast til Skotlands þann 6. september og hitta drottninguna þar. Erlent 31.8.2022 11:44
„Ég er mættur til að drepa drottninguna“ Maður sem handtekinn var við Windsor-kastala í Englandi á jóladag í fyrra, sagðist ætla að drepa Elísabetu drottningu. Maðurinn, sem heitir Jaswant Singh Chail og er tvítugur, var með grímu og vopnaður lásboga. Erlent 17.8.2022 13:57
Bretlandsdrottning lofar enska liðið: Innblástur fyrir komandi kynslóðir Elísabet önnur, Englandsdrottning, óskaði leikmönnum enska kvennalandsliðsins í fótbolta til hamingju með frábæran árangur eftir að liðið fagnaði sigri á Evrópumótinu sem lauk í gær. Fótbolti 1.8.2022 11:30
Er undanþegin fjölda laga bæði sem drottning og sem Elísabet Windsor Persónulegar undanþágur fyrir Elísabetu Bretadrottingu hafa verið ritaðar í meira en 160 lög frá 1967 en lögin varða allt milli himins og jarðar, meðal annars dýravelferð og réttindi starfsmanna. Erlent 14.7.2022 12:49
Hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja Elísabet II Englandsdrottning hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja í mannkynssögunni. Frá og með deginum í dag hefur nú verið drottning í sjötíu ár og 127 daga, en einungis Loðvík XIV, konungur Frakklands á sautjándu og átjándu öld, sat lengur á valdastóli eftir að hafa tekið við krúnunni fjögurra ára gamall. Erlent 13.6.2022 07:37
Amerískur túristi bað Elísabetu að taka mynd af sér með lífverðinum hennar Richard Griffin, fyrrverandi lífvörður Elísabetar Bretadrottningar, rifjaði upp skondna sögu frá starfstíð sinni hjá drottningunni í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli hennar sem fagnað er í Bretlandi um helgina. Griffin sagði frá því þegar þau mættu tveimur amerískum túristum, sem könnuðust ekkert við Elísabetu. Lífið 3.6.2022 22:15
Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. Erlent 2.6.2022 23:21
Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. Erlent 2.6.2022 20:26
Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. Erlent 2.6.2022 19:31
Tólf handteknir í Lundúnum fyrir að mótmæla á valdaafmæli Elísabetar Tólf loftslagsaðgerðasinnar voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa valdið truflun á herskrúðgöngu í tilefni valdaafmælis Elísabetar drottningar. Aðgerðasinnarnir hlupu í veg fyrir hermennina í skrúðgöngunni áður en þeir voru handteknir. Erlent 2.6.2022 17:30
Sjötíu ár liðin frá því að Elísabet tók við krúnunni Þúsundir streyma nú að Buckingham höll þar sem þess er minnst í dag að sjötíu ár eru liðin frá því Elísabet önnur Englandsdrottning tók við krúnunni. Einnig er haldið upp á opinberan afmælisdag drottningar í dag. Erlent 2.6.2022 07:09
Karl krónprins flutti stefnuræðuna í fjarveru drottningar Karl Bretaprins flutti í morgun stefnuræðu bresku ríkisstjórnarinnar í breska þinghúsinu í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 73 ára Karl heldur slíka ræðu, en hann var fenginn í verkið þar sem Elísabet drottning hafði boðað forföll vegna veikinda. Erlent 10.5.2022 11:41
Bretlandsdrottning fagnar 96 ára afmæli Elísabet önnur drottning Bretlands fagnar 96 ára afmæli í dag. Hún hyggst eyða deginum með fjölskyldu og vinum á býli í Norfolk í Englandi. Erlent 21.4.2022 11:38
„Þreytt og þreklaus“ eftir Covid Elísabet Bretadrottning segist þreytt og þreklaus eftir að hún smitaðist af Covid-19 í febrúar. Drottningin, sem verður 96 ára gömul í þessum mánuði, sýndi væg einkenni og hafði þeim verið líkt við flensu. Erlent 11.4.2022 10:08
Elísabet Bretadrottning með Covid Elísabet Bretadrottning hefur greinst með kórónuveiruna. Í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni segir að hún sé með væg kvefeinkenni eins og er. Erlent 20.2.2022 12:15
Segja hluta greiðslu Andrésar til Giuffre úr vasa drottningarinnar Andrés prins mun greiða Virginu Giuffre og góðgerðarsamtökum hennar meira en tólf milljónir punda, um tvo milljarða íslenskra króna, vegna samkomulags þeirra um að mál Giuffre á hendur honum verði fellt niður. Bretlandsdrottning mun fjármagna greiðsluna að hluta. Erlent 16.2.2022 08:05
Elísabet II hin sprækasta eftir sjö áratugi á valdastóli Elísabet önnur drottning Bretlands og fjórtán samveldisríkja hefur í dag verið drottning í sjötíu ár, lengur en nokkur annar hefur setið í hásæti í Bretlandi. Hún lýsti því yfir í gær að Kamilla eiginkona Karls Bretaprins fái drottningartitil þegar hann tekur við krúnunni. Erlent 6.2.2022 20:00
Elísabet útnefnir Camillu verðandi drottningu Elísabet II Bretlandsdrottning tilkynnti í kvöld að hún vilji að Camilla, hertogaynja af Cornwall, verði ávörpuð sem drottning þegar Karl Bretaprins verður konungur. Erlent 5.2.2022 22:22
Reyndi að brjótast inn í kastala drottningar vopnaður lásboga Nítján ára karlmaður frá Southampton hefur verið vistaður á geðheilbrigðisstofnun eftir að hann reyndi að brjótast inn í Windsor-kastala þar sem Elísabet Englandsdrottning dvelur yfir hátíðirnar. Hann var vopnaður lásboga. Erlent 26.12.2021 21:27
Barbadoseyjar losna úr greipum Elísabetar drottningar Nýtt lýðveldi verður til þegar Barbadoseyjar losa sig við Elísabetu Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja sinn í næstu viku. Þar með lýkur nær endanlega fjögur hundrað ára löngum nýlendutengslum Barbados og Bretlands. Erlent 24.11.2021 13:54
Drottningin missir af minningarathöfn vegna tognunar Elísabet önnur Bretlandsdrottning verður ekki viðstödd minningarathöfn sem haldin verður til heiðurs þeirra sem látist hafa í herþjónustu við breska heimsveldið í dag. Ástæðan er tognun í baki. Erlent 14.11.2021 10:07
Elísabetu drottningu ráðlagt að hvíla sig Læknar Elísabetar annarrar Bretlandsdrottningu hafa ráðlagt henni að taka tveggja vikna frí frá opinberum skyldum sínum. Drottningin lætur þó ekki skipa sér fyrir og mun hún halda auðveldari störfum áfram. Erlent 29.10.2021 22:37
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent