
Stéttarfélög

Stéttarfélög leigubílstjóra harma umrætt kynferðisbrot
Stjórnarmenn Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra og Bifreiðastjórafélagsins Frama harma að ung kona hafi nýlega orðið fyrir ofbeldi af hendi tveggja manna, þar af meints leigubifreiðastjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum tveimur

Meiri verðbólga – meiri hagnaður fyrirtækja
Atvinnurekendur tala gjarnan um að verðbólga sé nær eingöngu launahækkunum um að kenna. Það stenst enga skoðun.

Trúnaðarráð VR veitir heimild til aðgerða
Trúnaðarráð VR mun hafa veitt samninganefnd VR heimild til aðgerða eftir fund ráðsins í gærkvöldi.

Breiðfylkingin segir SA eiga næsta leik
Forystufólk breiðfylkingarinnar kom saman til fyrsta fundar innan eigin raða eftir að þau lýstu viðræðurnar við SA árangurslausar síðast liðinn föstudag. Þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára

Segir breiðfylkinguna fara með rangt mál
Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir rangt að þau hafi ekki viljað fallast á forsendur um að verðbólga yrði innan við sjö prósent og að vextir myndu lækka um 2,5 prósent á samningstímanum.

Þetta var tilboð breiðfylkingarinnar
Breiðfylking stéttafélaga segir samningsvilja Samtaka atvinnulífsins hafa reynst lítill og að því hafi hún lýst samningaviðræður árangurslausar síðastliðinn föstudag. Engin tölusett markmið hafi verið í drögum Samtaka atvinnulífsins.

Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum
Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar

Efling komin að þolmörkum í viðræðum
Efling segist hafa mátt mæta virðingarleysi gagnvart samningsrétti, hagsmunum og tilveru. Stéttarfélagið gerir engu að síður ráð fyrir því að hægt verði að ljúka samningsviðræðum á innan við viku en félagið komist ekki lengra.

Fundi breiðfylkingarinnar og SA frestað til morguns
Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins funduðu í Karphúsinu í allan dag en fundi var hætt síðdegis og frestað til klukkan ellefu í fyrramálið.

Halda viðræðum áfram á morgun
Fundi breiðfylkingar og Samtaka atvinnulífsins var frestað í dag. Fundi verður haldið áfram á morgun klukkan tíu. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari staðfesti þetta við fréttastofu í dag

„Þegar þau eru tilbúin þá leysast málin fljótt og vel“
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kveðst temmilega bjartsýnn fyrir fund breiðfylkingar stéttarfélaga og SA í Karphúsinu í dag klukkan 14:00. Hann segir SA yfirleitt bíða fram á síðustu stundu með sýndan samningsvilja.

Flugumferðarstjórar búnir að semja
Flugumferðarstjórar og Isavia leiddu kjaradeilu sína til lykta í gærkvöldi, þegar skammtímakjarasamningur var undirritaður.

Breiðfylkingin og SA boðuð til fundar í Karphúsinu
Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar á milli breiðfylkingar stéttarfélaga og SA í Karphúsinu.

Formaður og ritari Félags leiðsögumanna segja af sér
Formaður og ritari Leiðsagnar - Félags Leiðsögumanna, Jóna Fanney Friðriksdóttir og Dóra Magnúsdóttir, hafa sagt af sér vegna þeirrar ólgu sem hefur geisað innan stjórnar félagsins frá því í október þegar stjórnarmeðlimir kröfðust afsagnar formanns.

Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær.

Sáttasemjari ekki búinn að boða til fundar
Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar hjá breiðfylkingu verkalýðsfélaga í ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að upp úr viðræðum þeirra slitnaði í gær. Það staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarríkissaksóknari í samtali við fréttastofu.

Vilhjálmur „ofboðslega svekktur og sorgmæddur“ yfir viðræðuslitunum
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur að fyrirkomulagið sem verkalýðshreyfingin viðhafði í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins sé reynt til þrautar.

Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir
Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg.

Einlægur samningsvilji ekki dugað til
Samtök atvinnulífsins segja einlægan samningsvilja hafa verið til staðar í kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ en þrátt fyrir hann liggi fyrir að ekki verði haldið áfram með viðræðurnar í óbreyttu formi.

Ríkið þurfi bæði að styðja við Grindvíkinga og samningsaðila
Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir mikilvægt að ríkið styðji við Grindvíkinga jafnt sem aðra í samfélaginu sem tengjast kjarasamningum. Þá sé brýnt að ná niður vöxtum sem bíti heimili félagsmanna gríðarlega fast.

„Tökum ekki að okkur að semja um launaskrið hærri launaðra hópa“
Breiðfylking stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtök atvinnulífsins funduðu í Karphúsinu í dag vegna kjaraviðræðna. Formaður Eflingar segir breiðfylkinguna vilja semja um flata krónutöluhækkun og hún taki ekki að sér að semja um launaskrið hærri launaðra hópa.

Staðan komi á óvart en samstaða ríki innan breiðfylkingarinnar
Formaður VR segir stöðuna sem upp er komin í kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins mjög alvarlega. Aðkoma stjórnvalda ætti að koma þeim sjálfum vel, enda sé markmið nýrra samninga að draga úr verðbólgu og vaxtastigi.

Segja SA hafna sinni nálgun um þjóðarsátt
Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði segir Samtök atvinnulífsins hafna nálgun fylkingarinnar um þjóðarsátt. Hún hvetur SA til að rýna betur tillögur hennar og endurgjalda auðsýndan samningsvilja.

Lítill gangur í viðræðum
Formaður félags stjórnar fagfélaga telur að ekki beri mikið í milli í kjaradeilu þess og Samtaka atvinnulífsins. Lítill gangur hafi þó verið í viðtæðum og því hafi ákvörðun verið tekin um að koma deilunni í formlegt ferli hjá ríkissáttasemjara.

Fagfélögin flagga palestínska fánanum
Fagfélögin fordæma yfirstandandi árás Ísrael á Gasa og skora á íslensk stjórnvöld að leita allra leiða til að þrýsta á að endir verði bundinn á hörmungarnar. Þetta kemur fram sameiginlegri yfirlýsingu fagfélaganna en þau samanstanda af MATVÍS, RSÍ, VM og Byggiðn.

Tekur fyrir að hafa sagt að Marta María sé ekki blaðamaður
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir ekki rétt að hún hafi sagt að Marta María Winkel væri ekki blaðamaður. Marta María hafði greint frá því að hún hafi skipt um félag eftir að hafa heyrt af ummælum sem Sigríður átti að hafa látið frá sér að samningafundi.

Vilhjálmur segist óánægður með Samtök atvinnulífsins
Formaður Starfsgreinasambandsins segir nokkur ljón í veginum í kjaraviðræðum við SA en fólk sé sammála um að ryðja þeim úr vegi. Hann telur að aðildarfélög SA hafi ekki sýnt nógu skýrt að þau ætli að halda aftur af hækkunum. Framkvæmdastjóri SA fagnar yfirlýsingu Haga um að félagið ætli að halda aftur af sér.

Segja Hjálmar staðfesta trúnaðarbrest með öðrum orðum
Stjórn Blaðamannafélags Íslands áréttar að ákvörðun um starfslok framkvæmdastjóra félagsins, Hjálmars Jónssonar, var einróma samþykkt í stjórn félagsins og kemur til vegna trúnaðarbrests milli hans og stjórnar sem hefur verið viðvarandi um nokkurra mánaða skeið.

Neitaði formanni um aðgang að reikningum BÍ og því fór sem fór
Hjálmar Jónsson, sem í gær var rekinn sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, segir endanlega hafa soðið upp úr milli hans og formanns BÍ, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, þegar hún fór fram á að fá svonefndan „skoðunaraðgang“ að reikningum félagsins.

Hjálmar lætur af störfum eftir ágreining við stjórn BÍ
Hjálmar Jónsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Honum bauðst að skrifa undir starfslokasamning en hann hafnaði.