
Birkir Blær í sænska Idol

Síminn ekki stoppað í dag hjá nýju stórstjörnunni
Birkir Blær Óðinsson, sem vann sænska Idol-ið í gærkvöld, á eftir að rýna alveg í samninginn sinn, en honum skilst að nú fram undan sé að taka upp tónlist og halda tónleika. Að taka þátt í keppninni hefur breytt lífi hans, segir hann.

„Kannski stærra en maður áttaði sig á“
Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson er á leið á tónleikaferðalag um Svíþjóð eftir að hann bar sigur úr býtum í sænska Idol-inu í gærkvöldi. Móðir hans segir óhefðbundin jól fram undan og sigurinn stimplar Akureyri inn sem enn frekari tónlistarbæ, segir bæjarstjórinn.

Birkir Blær sigurvegari sænska Idolsins 2021
Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson fór með sigur af hólmi þegar hann mætti söngkonunni Jacqueline Mossberg Mounkassa í úrslitum sænska Idol í kvöld.

„Þetta verður örugglega algjört ævintýri“
Það ræðst í kvöld hvort að Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson fari með sigur af hólmi í sænsku Idol-söngkeppninni.

Birkir Blær svaf lítið í nótt vegna spennu
Birkir Blær Óðinsson sem keppir í úrslitum sænska Idolsins í kvöld segist lítið hafa sofið í nótt og er spenntur fyrir kvöldinu. Mikið er í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal-útgáfuna.

Bjóst aldrei við því að eiga möguleika á sigri
Birkir Blær Óðinsson komst á föstudag í úrslitin í sænska Idol. Birkir segist aldrei hafa getað gert sér í hugarlund að hann ætti möguleika á að vinna.

Birkir Blær kominn í úrslit sænska Idol
Birkir Blær Óðinsson komst í kvöld áfram í undanúrslitaþætti sænska Idol. Hann keppir því til úrslita í keppninni á föstudaginn.

Birkir Blær kominn í undanúrslit í Svíþjóð
Velgengni Birkis Blæs Óðinssonar í sænska Idol hélt áfram í kvöld og er hann nú kominn í undanúrslit keppninnar.

Birkir Blær nálgast úrslitaþáttinn: „Nú er komið aðeins meira keppnisskap í mann“
„Ég bjóst alls ekki við því að komast svona langt,“ segir hinn 21 árs gamli Birkir Blær sem mun stíga á svið í fimm manna úrslitum sænsku söngvakeppninnar Idol á föstudaginn.

Óvænt orðinn stjarna í Svíþjóð
Sigurganga Akureyringsins Birkis Blæs í sænska Idol-inu heldur áfram. Hann er kominn í fimm manna úrslit og segist allt í einu vera farinn að eygja raunverulegan möguleika á að sigra keppnina.

Birkir Blær kominn í fimm manna úrslit í Svíþjóð
Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í fimm manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Í kvöld duttu tveir keppendur úr leik en Birkir söng dúett með frægum sænskum söngvara.

Idol-ævintýri Birkis heldur áfram
Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í átta manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Eftir að úrslitin voru kynnt í síðasta þætti flutti hann ABBA-lagið Lay All Your Love On Me sem hann verður dæmdur út frá í næsta þætti.

Birkir Blær kominn í níu manna úrslit
Hinn 21 árs gamli akureyringur, Birkir Blær Óðinsson, komst í kvöld áfram í níu manna úrslit í sænska Idolinu.

Birkir Blær áfram í sænska Idolinu
Hinn 21 árs gamli tónlistarmaður, Birkir Blær Óðinsson, komst áfram í tíu manna úrslit sænsku söngvakeppninnar Idol í kvöld. Hann flutti lagið Yellow með Coldplay.

Birkir Blær kominn í tíu manna úrslit í sænska Idol
Hinn 21 árs gamli tónlistarmaður, Birkir Blær Óðinsson, er að slá í gegn í Svíþjóð þar sem hann er kominn í tíu manna úrslit í sænsku söngvakeppninni Idol. Birkir flutti til Svíþjóðar til þess að elta kærustuna út í nám en það vatt fljótlega upp á sig.