„Kannski stærra en maður áttaði sig á“ Snorri Másson skrifar 11. desember 2021 12:44 Elvý Hreinsdóttir er afar stolt af syni sínum, Idol-stjörnunni Birki Blæ Óðinssyni. Vísir/Skjáskot Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson er á leið á tónleikaferðalag um Svíþjóð eftir að hann bar sigur úr býtum í sænska Idol-inu í gærkvöldi. Móðir hans segir óhefðbundin jól fram undan og sigurinn stimplar Akureyri inn sem enn frekari tónlistarbæ, segir bæjarstjórinn. Birkir Blær Óðinsson er sigurvegari - eftir magnaðan flutning á þremur lögum; All I Ask eftir Adele, annað It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless. Nú er það tónleikaferðalag og plötusamningur. Móðir Birkis, Elvý Hreinsdóttir, er í Svíþjóð. Hún er í skýjunum með þetta allt saman nema auðvitað að fyrir liggur að hún fær son sinn ekki heim um jólin eins og hún vonaði. „Maður var náttúrulega búinn að vera þvílíkt spenntur og það varð algert spennufall hjá fjölskyldunni. Við alveg misstum okkur þarna en eins og allir hinir bara biðum spennt. En ég verð að segja, ég veit hvað hann er góður söngvari, þannig að maður hefði alveg getað átt von á þessu. En þetta er kannski stærra en maður áttaði sig á,“ segir Elvý. „Hann er svolítið auðmjúk týpa og engir stjörnustælar í honum, hann er hlédrægur einhvern veginn og yndislegur. Það er eins og það hafi náð til fólks,“ segir Elvý, sem óttast ekki að nú fari stjörnustælar að láta á sér kræla hjá Birki, hann sé bara ekki sú týpa. Akureyri var að fylgjast með - og bæjarstjórinn var ekki undanskilinn, Ásthildur Sturludóttir. Hún segir að tónlistarstarf á Akureyri sé greinilega að skila sér - í því að bærinn stimpli sig með þessu enn rækilegar inn sem tónlistarbær. Hún bíður spennt eftir tónleikum Birkis í sínum heimabæ. „Við erum bara ótrúlega stolt af honum og hann er svo flottur strákur og mikil og góð fyrirmynd fyrir annað fólk. Bara yndislegur og fallegur og góður drengur,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu. Íslendingar erlendis Birkir Blær í sænska Idol Hæfileikaþættir Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Birkir Blær Óðinsson er sigurvegari - eftir magnaðan flutning á þremur lögum; All I Ask eftir Adele, annað It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless. Nú er það tónleikaferðalag og plötusamningur. Móðir Birkis, Elvý Hreinsdóttir, er í Svíþjóð. Hún er í skýjunum með þetta allt saman nema auðvitað að fyrir liggur að hún fær son sinn ekki heim um jólin eins og hún vonaði. „Maður var náttúrulega búinn að vera þvílíkt spenntur og það varð algert spennufall hjá fjölskyldunni. Við alveg misstum okkur þarna en eins og allir hinir bara biðum spennt. En ég verð að segja, ég veit hvað hann er góður söngvari, þannig að maður hefði alveg getað átt von á þessu. En þetta er kannski stærra en maður áttaði sig á,“ segir Elvý. „Hann er svolítið auðmjúk týpa og engir stjörnustælar í honum, hann er hlédrægur einhvern veginn og yndislegur. Það er eins og það hafi náð til fólks,“ segir Elvý, sem óttast ekki að nú fari stjörnustælar að láta á sér kræla hjá Birki, hann sé bara ekki sú týpa. Akureyri var að fylgjast með - og bæjarstjórinn var ekki undanskilinn, Ásthildur Sturludóttir. Hún segir að tónlistarstarf á Akureyri sé greinilega að skila sér - í því að bærinn stimpli sig með þessu enn rækilegar inn sem tónlistarbær. Hún bíður spennt eftir tónleikum Birkis í sínum heimabæ. „Við erum bara ótrúlega stolt af honum og hann er svo flottur strákur og mikil og góð fyrirmynd fyrir annað fólk. Bara yndislegur og fallegur og góður drengur,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu.
Íslendingar erlendis Birkir Blær í sænska Idol Hæfileikaþættir Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira