Birkir Blær söng lagið Falla Fritt með söngvaranum Peter Jöback.
Það voru þau Erik Elias og Sunny Taylor sem duttu úr keppninni í kvöld.
Rætt var við Birki fyrir keppnina í Reykjavík síðdegis í dag en þar sagðist hann hafa verið stressaður yfir því að lagið væri á sænsku en hann hefði æft sig vel.
Þá sagðist Birkir vera farinn að finna fyrir frægðinni.
„Maður er alveg stoppaður svolítið út á götu og tekið myndir með manni,“ sagði hann. „Á meðan maður er í keppninni er maður í sjónvarpinu einu sinni í viku. Það er svolítil athygli á manni.“